Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 15

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
22.03.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Díana Lind Sigurjónsdóttir varamaður, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2302118 - Húsnæðisáætlun 2023
Lagt er til að Húsnæðisáætlun Árborgar 2023-2032 verði samþykkt í bæjarstjórn
Bragi Bjarnason, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum. Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista situr hjá undir atkvæðagreiðslu.
Húsnæðisáætlun 2023.pdf
2. 2302224 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Síðari umræða.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Bragi Bjarnason, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Samþykkt um úrgangsmál í Árborg með athugasemdum síðari umræða.pdf
3. 2210290 - Gjaldskrár mannvirkja- og umhverfissviðs 2023
Síðari umræða.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá mannvirkja- og umhverfissviðs.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2023 til bæjarstjórnar.pdf
4. 2302264 - Breyting á samþykktum Bergrisans
Síðari umræða.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samþykktir Bergrisans.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Samþykktir Bergrisans 20.2.2023.pdf
5. 2302282 - Tillaga frá bæjarfulltrúum Á-lista - Byggðasamlagið Bergrisinn
Á 14. fundi bæjarstjórnar var bæjarstjóra falið að fá verðtilboð í ráðgjöf á bæði kostum og göllum þess að halda áfram þátttöku í Byggðasamlaginu Bergrisanum og hvort áframhaldandi samstarf sé Árborg til hagsbóta og leggja fyrir bæjarstjórn.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Lagt er til að samþykkja að fá mat frá HLH Ráðgjöf á kostum og göllum þess að halda áfram þátttöku í Byggðarsamlaginu Bergrisanum og hvort áframhaldandi samstarf sé Árborg til hagsbóta.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum, 2 bæjarfulltrúar B-lista sitja hjá.
Tillaga frá fulltrúum Á-listans.pdf
6. 2302187 - Erindisbréf velferðarnefndar
Tillaga frá 1. fundi velferðarnefndar, frá 2. mars, liður 2. Erindisbréf velferðarnefndar.
Lagt er til samþykktar uppfært erindisbréf velferðarnefndar.

Erindisbréf samþykkt samhljóða af velferðarnefnd Árborgar og lagt til við bæjarstjórn að samþykkja það einnig.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
7. 2206228 - Deiliskipulag - Lækjargarður
Tillaga frá 2. fundi skipulagsnefndar frá 8. mars, liður 4. Deiliskipulag - Lækjargarður.

Mál áður á fundi skipulags- og byggingarnefndar dags.27.7.2022 og var frestað, fram yfir gildistöðu endurskoðaðs Aðalskipulags Árborgar 2020-2036.
Eiður I. Sigurðsson f.h. lendeiganda Lindu Rut Larsen, leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir landspilduna Lækjargarður L166200, sem er tæpir 4 ha að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja á spildunni íbúðarhús allt að 350m2 að stærð og getur verið 1-2 hæðir, tvö gesthús allt að 80m2 að stærð, hvort, auk skemmu allt að 400m2 að stærð.
Landspildan er í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 skilgreint sem landbúnaðarland, í flokki L2. Aðkoma er af Votmúlavegi og aðkomuvegi að Lækjargarði.

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga, og mæltist til að bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fæli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við skipulagslög.

Lagt er til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við skipulagslög.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

100926-01-DSK-V03-Lækjargarður.pdf
8. 2303047 - Fagurgerði- Grænuvellir - Deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 2. fundi skipulagsnefndar frá 8. mars, liður 5. Fagurgerði- Grænuvellir - Deiliskipulagsbreyting.

Ingibjörg Sveinsdóttir Eflu, f.h. lóðarhafa Fagurgerðis 5, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar og miðsvæðis, sem afmarkast af götunum Fagurgerði, Árvegi, Hörðuvöllum og Grænuvöllum, auk syðsta hluta afmörkunar deiliskipulags sem nær einnig til miðsvæðis Austurvegar.
Breytingin snýr að því að lóðinni Fagurgerði 5 er skipt upp í tvær lóðir.
Byggingarheimildir á deiliskipulagssvæðinu eru yfirfarnar og breytt að hluta til. Gerð er breyting á greinargerð og uppdrætti. Gildandi deiliskipulag fyrir Grænuvelli og nágrenni var staðfest með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda í apríl 2020. Breytt deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036, en þar er svæðið skilgreint sem íbúðarbyggð ÍB18 og miðsvæði M4. Skipulagssvæðið er um 3,2ha að stærð. Byggt hefur verið á flestum lóðum á því svæði sem deiliskipulag
Grænuvalla nær yfir. Íbúðir eru á 1 eða 2 hæðum og hús á miðsvæði á 1-3 hæðum. Íbúðir eru að hluta til á efri hæðum bygginga á miðsvæði.

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mæltist til að bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna í samræmi við 43. gr. sömu laga og fæli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Við framtíðaruppbyggingu á svæðinu vildi skipulagsnefnd árétta, að til samræmis við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 skuli við þéttingu í þegar byggðum hverfum, nýbyggingar felldar að því byggðamynstri sem fyrir er.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
102408-01-DSK-uppdráttur 001-V01-Grænuvellir.pdf
9. 2301250 - Reglur um þjónustu frístundaheimila 2023
Tillaga frá 2. fundi fræðslu- og frístundanefndar, frá 8. mars, liður 1. Reglur um þjónustu frístundaheimila 2023.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti samhljóða reglurnar og vísaði áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Álfheiður Eymarsdóttir, tekur til máls og leggur til að málinu verði frestað. Tillagan er borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn 1 atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista, bæjarfulltrúar S-lista og B-lista sitja hjá.

Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á reglum um þjónustu frístundaheimil 2023:

Lagt er til að lokað sé samfleytt í fjórar vikur í stað tveggja vikna í lok júlí og byrjun ágúst.

Breytingartillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista.

Reglur um þjónustu frístundaheimila með áorðnum breytingum er borin undir atkvæði og samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista.
Reglur um þjónustu frístundaheimila í Árborg 2023.pdf
10. 2301186 - Tillaga að fjárhagslegum markmiðum Sveitarfélagsins Árborgar
Sveitarfélagið Árborg vinnur nú með ráðgjafafyrirtækinu KPMG að 10 ára fjármálaáætlun fyrir sveitarfélagið. Áætluninni er ætlað að marka framtíðarsýn bæjarstjórnar um lykilþætti í rekstri sveitarfélagsins næstu árin og tekur mið af samkomulagi við Innviðaráðuneytið um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins í dag kallar á skýra framtíðarsýn varðandi reksturinn, áætlaðan vöxt og framkvæmdagetu til að áætlun hvers árs sé raunhæf og trúverðug. Eftirfarandi fjárhagsleg markmið eru því lögð fram til afgreiðslu.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi fjárhagsleg markmið.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarstjórnar vegna markmiða í fjárhagslegum aðgerðum

- Skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið undir 150% árið 2028 og til lengri tíma verði skuldaviðmið ekki hærra en 120% eða sem svarar til 80% af lögbundnu hámarksviðmiði
- Veltufé frá rekstri verði orðið 7,5% af tekjum hið minnsta fyrir árið 2026, 8,5% árið 2028 og a.m.k. 10,0% af tekjum frá og með árinu 2029.
- Framlegð í rekstri sveitarfélagsins nái 10% af skuldahlutfalli árið 2027. Til lengri tíma er horft til þess að framlegðarhlutfall verði um 15-20% af tekjum til að skapa aukið svigrúm til fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda.

o Árið 2023 verði framlegðarhlutfallið 8%
o Árið 2024 verði framlegðarhlutfallið 12,5%
o Árið 2025 verði framlegðarhlutfallið 15,0%

- Þriggja ára rekstrarjöfnuður A og B-hluta verði jákvæður árið 2028
- Fjárfestingar verði á bilinu 2,0 - 2,5 milljarðar á árunum 2023-2025 en eftir það á bilinu 1,2 ? 1,5 milljarðar á ári til 2029
- Seldar verði eignir og byggingaréttir af lóðum fyrir allt að tveimur milljörðum til ársins 2026

o Árið 2023 verði seldar eignir fyrir 800 milljónir
o Árin 2024 til 2028 verði seldar eignir fyrir a.m.k. 300 milljónir króna á ári að meðaltali

- Stefnt verði að því að hlutfall launakostnaðar af heildartekjum verði um 55% árið 2026. Í dag er hlutfallið um og yfir 60%

o Árið 2024 verði hlutfall launakostnaðar orðið 58% af tekjum
o Árið 2025 verði hlutfall launakostnaðar orðið 56% af tekjum

Bragi Bjarnason, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar tekur við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar tekur aftur við stjórn fundarins.

Díana Lind Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi B-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
11. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Lagt er til að fundir bæjarstjórnar í apríl verði 12. og 26. apríl.
Arnar Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Fundargerðir
12. 2302019F - Fræðslu- og frístundanefnd - 1
1. fundur haldinn 22. febrúar.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls undir 4. lið- könnun um frístundaiðkun barna af erlendum uppruna í Árborg.
13. 2302017F - Skipulagsnefnd - 1
1. fundur haldinn 22. febrúar.
14. 2302021F - Umhverfisnefnd - 8
8. fundur haldinn 23. febrúar.
15. 2302027F - Bæjarráð - 29
29. fundur haldinn 2. mars.
16. 2302028F - Eigna- og veitunefnd - 14
14. fundur haldinn 28. febrúar.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls undir lið nr. 3- Bygginga á nýjum grunnskóla í Björkurstykki-Stekkjaskóli.
17. 2302023F - Velferðarnefnd - 1
1. fundur haldinn 2. mars.
18. 2303004F - Bæjarráð - 30
30. fundur haldinn 9. mars.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Bragi Bjarnason, D-lista taka til máls undir lið nr. 5- Upplýsingar frá mannauðsdeild.
19. 2302030F - Skipulagsnefnd - 2
2. fundur haldinn 8. mars.
20. 2303003F - Fræðslu- og frístundanefnd - 2
2. fundur haldinn 8. mars.
21. 2303009F - Ungmennaráð - 2/2023
2. fundur haldinn 7. mars.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið nr. 11 - Samráðsgátt- Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt.
22. 2303014F - Bæjarráð - 31
31. fundur haldinn 16. mars.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica