Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 124

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
07.02.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2401180 - Eyravegur 28-30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ragnar Magnússon hönnuður fyrir hönd Funaberg ehf sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús.
Helstu stærðir eru; 3.635,6 m² og 10.947 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er ekki í samræmi við deiliskipulag.
Erindinu er hafnað.
2. 2007027 - Eyrargata 41B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson hönnunarstjóri f.h. Tómas Kristjánssonar, skilar inn uppfærðum aðaluppdrátti fyrir viðbyggingu. Var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 45 og var þá samþykkt byggingaráform. Helstu stærðir eru: 140,3m² og 370,4m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Erindinu er frestað.
3. 2401345 - Eyði-Sandvík - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Ólaf Inga Sigurmundsson sækir um leyfi til að byggja skýli.
Helstu stærðir eru; 80,5 m².

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
4. 2312314 - Fossnes 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigríður Magnúsdóttir hönnunarstjóri hönnuður fyrir hönd Atlantsolíu ehf. sækir um leyfi til að setja upp hleðslustöðvar, var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 123 og var þá frestað.
Helstu stærðir : 60,6m² og 134,6m³

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
5. 2401233 - Heiðarbrún 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson hönnuður fyrir hönd Auðsali ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús.
Helstu stærðir eru; 159 m² og 584,3 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa, eldvarnareftirlit árnessýslu og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
6. 2312302 - Lyngheiði 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fyrir hönd Guðmundar Geirmundssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á húsnæðinu. Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 123 og var vísað til skipulagsnefndar.
Helstu stærðir eru; 172,2 m² og 462,7 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlit Árnessýslu. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
7. 2401340 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir dagvistun - Þykkvaflöt 5b
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir dagvistun að Þykkvaflöt 5b.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica