|
Almenn afgreiðslumál |
Ari Már Ólafsson víkur af fundi.
|
1. 21101723 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 1 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. Hallgrímur Sigurðsson 2. Works ehf. 3. Sigurður Þorvaldsson 4. Verk og tæki ehf. 5. K K verk ehf. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 21101724 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 10 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. Kalli smiður ehf. 2. 13 G ehf. 3. K K verk ehf. 4. Silfurtak ehf. 5. Kríutangi ehf. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 21101725 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 12 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. Bíltak ehf. 2. Silfurafl ehf. 3. G.G. tré ehf. 4. Slípivörur og verkfæri ehf. 5. Lagsarnir ehf. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 21101726 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 13 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. Verk og tæki ehf. 2. Lagsarnir ehf. 3. Leigjandi ehf. 4. Fögruborgir ehf. 5. Sigurður Þorvaldsson |
Samþykkt |
|
|
|
5. 21101727 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 14 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. Föxur ehf. 2. Miðnætti ehf. 3. Ósar ehf. 4. 13 G ehf. 5. Leigjandi ehf. |
Samþykkt |
|
|
|
6. 21101729 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 15 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. Verk og tæki ehf. 2. Fossbygg ehf. 3. Fögruborgir ehf. 4. Miðnætti ehf. 5. 3C ehf. |
Samþykkt |
|
|
|
7. 21101730 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 16 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. Fossbygg ehf. 2. Akurhólar ehf. 3. More ehf. 4. Flekar byggingarfélag ehf. 5. G 55 ehf. |
Samþykkt |
|
|
|
8. 21101731 - Lóðarúthlutun - Hellismýri 8 |
Dregið úr gildum umsóknum. 1. IB ehf. 2. Hnöttur ehf. 3. Þjótandi ehf. 4. Ólafur Einarsson 5. Grafan ehf. |
Samþykkt |
|
Ari Már Ólafsson kemur aftur til fundar.
|
|
|
9. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti byggingaráform og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. |
Samþykkt |
|
|
|
10. 2108173 - Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Farið yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að viðbrögðum ræddar. Skipulagsnefnd Árborgar telur að áfyrri stigum máls hafi stjórnsýslulegum þætti verið ábótavant og gögn sem lágu fyrir til kynningar á byggingunni hafi ekki verið nægjanleg að gæðum til að hagsmunaaðilar hafi getað myndað sér heilstæða skoðun. Skipulagsnefnd telur að eftir grenndarkynningu nú þrátt fyrir athugasemdir, að "Sænska Húsið" svokallaða muni sóma sér vel á lóðinni Smáratún 1. Það beri kynningargögn með sér. Lóðin er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem "blönduð byggð" sem gefur rými til að hreyfa við nýhtingahlutfalli á lóð. Það er rétt ábending hjá mörgum sem gerðu athugasemdir, að húsið snýr ekki eins og flest hús við Smáratún, enda stendur húsið einnig við Kirkjuveg. Skoðun nefndarinnar er að svipmót hússins sé gott og hæð þess lægri en margra annarra húsa við Smáratún. Nefndin telur að 7 bílastæði við húsið sé nægilegt og er það í samræmi við þá stefnu sem uppi hefur verið í nýrri íbúðahverfum. Varðandi ábendingar um mikinn þrýsing og aukna umferð um miðbæ Selfoss, þá telur nefndin það vera sérstakt verkefni til úrlausnar í stærra samhengi og muni bygging að Smáratúni 1, ekki hafa þar úrslitaáhrif. Nefndin telur að grenndarkynning hafi verið víðtæk og að þeir aðilar sem mögulega eiga hagsmuni að gæta, hafi fengið tækifæri á því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Nefndin telur að endurbygging Sænska hússins muni í engu skerða hagsmuni íbúa Smáratúns eða annarra nágranna. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu bókun skipulagsnefndar. Samþykkt með þremur atkvæðum SVG, HT og AMÓ. AT og MG sitja hjá.
AT og MG leggja fram eftirfarandi bókun. Ekki var gætt jafnræðis við úthlutun lóðarinnar Smáratún 1. Auglýsa hefði átt lóðina til að allir sem hefðu áhuga á henni gætu sótt um. Engar skýrslur eða mat lágu fyrir hvort sænska húsið þyldi flutning á lóðina, þegar ákvörðun um vilyrði var tekin. Aðeins voru uppi getgátur og því má spyrja hvort alvara hafi verið í fyrirhuguðum flutningi hússins eða nota ætti innviði úr húsinu eins og gefið er í skyn í beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Smáratún 1. Einnig hafa í grenndarkynningu til nágranna komið fram 12 athugasemdir íbúa sem vert er að taka tillit til. |
Samþykkt |
|
|
|
11. 21101285 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Vallholt 16, 17 og 18. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
12. 2107156 - Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16 |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að umsókn um óverulega breytingu á á deiliskipulagi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
Hjalti Tómasson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
|
13. 21101743 - Fyrirspurn um að breyta bílskúr í íbúð - Seftjörn 20 |
Skipulags- og byggingarnefnd tekur neikvætt í fyrirspurn. Skipulags- og byggingarnefnd telur það ekki samræmast gildandi skipulagsáætlunum að fjölga íbúðareiningum í fullbyggðum eldri íbúðarhverfum. Umrædd framkvæmd gæti orðið fordæmisgefandi í öðrum hverfum. Samþykkt samhljóða. |
|
Hjalti Tómasson kemur aftur til fundar.
|
|
|
14. 2111007 - Nafnabreyting á landi - Byggðarhorn 40 og 54 |
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við nafnabreytingu lóðanna. |
Samþykkt |
|
|
|
15. 2012129 - Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025 |
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkominni umferðaröryggisáætlun sem nú er unnin í fyrsta skipti heildstæð fyrir allt sveitarfélagið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarstjórn að áæltunin verði samþykkt. |
Samþykkt |
|
|
|
16. 21101773 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Suðurhólar göngustígur |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
17. 2111002 - Framkvæmdaleyfisumsókn til púðagerðar og ferginga |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt. Skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfis er að mælingar sigs verði vel skráðar og niðurstöðum verði skilað til byggingarfulltrúa þegar sótt verður um byggingaráform á umræddum lóðum. Samþykkt samhljóða. |
Samþykkt |
|
|
|
18. 1603084 - Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykktir tillöguna fyrir sitt leyti. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að verndarsvæði í byggð fyrir Eyrarbakka verði samþykkt og send ráðherra í samræmi við 3. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016. |
Samþykkt |
|
|
|
19. 2101334 - Deiliskipulagstillaga - Björkustykki 2 |
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að skipulagshönnuður kynni tillöguna fyrir nefndinni á næsta fundi hennar. |
|
|
|
20. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9 |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
Samþykkt |
|
|
|
21. 2109087 - Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú |
Enn hafa ekki allar umsagnir lögboðinna umsagnaraðila borist og er því afgreiðslu tillögunnar frestað. |
Frestað |
|
|
|
22. 21101800 - Deiliskipulagstillaga - Nabbi 3 |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
Samþykkt |
|
|
|
23. 2111021 - Hesthúsasvæði á Selfossi - Deiliskipulagsbreyting |
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsasvæðið á Selfossi. Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða nokkurra aðila í verkefnið. Mikilvægt er að verkefnið verði unnið frá upphafi í góðu samráði við skipulagsnefnd Sleipnis. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerð |
24. 2110015F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 77 |
24.1. 2109453 - Suðurbraut 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Frestað á fundi 76.
Leiðréttir uppdrættir hafa ekki borist.
Frestað.
Niðurstaða þessa fundar
|
24.2. 21101660 - Eyravegur 41 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fyrir liggur uppdráttur og samþykki húseiganda.
Samþykkt að veita byggingarleyfi.
Niðurstaða þessa fundar
|
24.3. 21101285 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulagsnefndar til frekari afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar
|
24.4. 21101750 - Björkurstekkur 41-47 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
|
24.5. 21101744 - Hafnarbrú 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Niðurstaða þessa fundar
|
24.6. 21101406 - Austurvegur 35 - Umsagnarbeiðni, Hársnyrtistofa Österby ehf
Umsókn er ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti og skráða notkun hússins.
Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða þessa fundar
|
24.7. 21101539 - Umsagnarbeiðni Joe & the Juice Austurvegi 2d
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og að lokaúttekt hefur farið fram. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Niðurstaða þessa fundar
|
|
|
|