Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 14

Haldinn í Bankanum - Vinnustofu, Austurvegi 20, Selfossi,
10.01.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varamaður, Á-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2108173 - Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefndar 23.11.2022:
„Vísað frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 16.11.2022: „Jódís Ásta Gísladóttir f.h. hönnunarstjóra sendir inn uppfærða aðaluppdrætti þar sem búið er að bæta við svölum á suðurhlið hússins. Byggingarleyfi var gefið út 21.06.2022 að undangenginni grenndarkynningu þar sem 12 athugasemdir bárust sem m.a. snéru að útliti hússins. Byggingarfulltrúi telur að breytingarnar geti ekki talist óverulegar og vísar málinu til skipulags- og byggingarnefndar sbr. byggingarreglugerð gr. 2.3.4. „
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Eyravegur 8,10 og Smáratún 2,3,4,6,8,10,12. „
Tillagan hefur verið grenndarkynnt frá 23.11.2022, með athugasemdafresti til 21.12.2022.
Engar athugasemdir hafa borist.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út áframhaldandi byggingarleyfi.
2. 2209300 - Starengi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefndar 26.10.2022:
Áður frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar 12. október 2022. Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 5.10.2022: "Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Guðrúnar Lúðvíksdóttur sækir um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu og sólskála. Helstu stærðir eru; 79,4 m2 og 264,4 m3. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Deiliskipulag hefur ekki verið gert. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og mannvirkja- og umhverfissviðs."
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillaga um byggingu bílskúrs og sólskála skuli grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrir liggur jákvæð umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar vegna staðsetningar bílskúrs.
Tillagan hefur verið grenndarkynnt frá 6.12.2022, með athugsemdafresti til 3.1.2023.
Engar athugasemdir hafa borist.


Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi.
3. 2212050 - Gagnheiði 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 14.12.2022:
„Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Grjótgás ehf sækir um byggingarheimild til að byggja við matshluta 3. Helstu stærðir eru; 79,9 m2 og 527,5 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1, en er utan byggingarreits. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar. „

Skipulags- og byggingarnefnd telur að rétt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga. nr. 123/2010, fyrir eigndum bygginga/matshluta á lóðunum Gagnheiði 9,13,15 og 17.
4. 2212239 - Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Bjarkar
Hermann Ólafsson Landhönnun, leggur fram breytingu á skilmálum í gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar. Breytingin felst í að sett er inn ákvæði í skipulagsskilmálana sem heimilar geymslukjallara undir einbýlis-, par-, rað- og fjórbýlishúsum þar sem svo háttar. Samfara því eru ákvæði um nýtingarhlutfall aðlöguð breytingunni. Einnig er gerð orðalagsbreyting á undirkafla 4.5 Sorpflokkun.
Þá er uppfærð tafla um nýtingarhlutfall í kafla 5.1, og undirkaflar frá 5.2.1-5.6.6 eru samræmdir töflu.

5. 2301030 - Deiliskipulagsbreyting - Austurvegur 69
Deiliskipulag fyrir lóðina Austurvegur 69, var upphaflega unnið í mars 2004 m.s.br.Síðasta breyting var samþykkt í bæjarstjórn Árborgar 13. maí 2015 og í sveitarstjórn Flóahrepps 4. mars 2015 og var
samþykkt þess birt í B-deild Stjórnartíðinda með auglýsingu nr. 1001 þann 4. nóvember 2015. Austasti hluti reitsins er innan marka Flóahrepps ogsamkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna er sá hluti skráður undir Árborg en lýtur skipulagslegri forsögn beggja.
Deiliskipulag þetta er bæði í samræmi við AðalskipulagSveitarfélagsins Árborgar 2020-2036 (reit VÞ6).og Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029.
Aðkoma að lóðinni frá vestri helst óbreytt en frá austri mun hún breytast. Í stað þess að aka í boga frá hringtogi inn á lóðina verður ekið í beinni stefnu til norðus og síðan beygt til vesturs inná lóðina. Samráð hefur verið viðhaft við forsvarsmenn beggja sveitarfélaga um aðkomu frá austri og nýja götu innan Flóahrepps. Breytt aðkoma að austan mun geta tengst íbúðabyggð
Árbakkalands norðan Austurvegar 69. Jafnframt tengist hún framtíðar atvinnusvæði (VÞ1) innan Flóahrepps en reikna má með vaxandi uppbyggingu þar eftir að ný Ölfusárbrú mun
rísa. Einnig má reikna með að austurleiðin geti tengst atvinnusvæði Mjólkurbús Flóamanna.
Markmið deiliskipulagsbreytingar er að nýta lóðina til frekari atvinnuuppbyggingar um leið og skapaðar eru nýjar tengingar við nærliggjandi svæði innan Árborgar og
Flóahrepps. Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir verslunar- og atvinnulóðum af mismunandi stærðum í nágrenni við helstu þjónustusvæði á Selfossi.
Helstu breytingar frá fyrra deiliskipulagi eru eftirfarandi:
1. Hringtorg á Austurvegi helst óbreytt en aðkoma mun liggja til norðurs og tengjast lóðunum með nýjum hætti. Vegur þessi mun geta tengst framtíðar uppbyggingu við Árbakkaland og
eins svæðum innan Flóðahrepps. Lóðarmörk mót norðri færast um 3m til norðurs og stækka
viðkomandi lóðir (69f og 69g) við þá færslu.
2. Lóð nr. 69 er brotin upp og minnkar til samræmis (sjá uppdr.). Byggingareitur fær breytta lögun og bílast. breytast.
3. Lóð 69a er brotin upp og minnkar í samræmi við það (sjá uppdrátt). Byggingareitur helst óbreyttur.
4. Lóð 69b er stækkuð til suðurs og byggingareitur að sama skapi.
5. Lóð 69c er felld undir lóð 69b og stækkar lóð 69b við það.
6. Gerð er sérstök lóð um akveg sunnan við Austuveg 69
sem fær lóðanúmerið 69c.
7. Stofnuð er ný lóð, 69e á austurhluta reits.
8. Stofnuð er ný lóð, 69f á norðhluta reits.
9. Stofnuð er ný lóð, 69g á norðausturhluta reits.
10. Norðausturhorn lóðarinnar (L:229186) er stækkun skv. samþykkt Árborgar og Flóahrepps frá 2019, stærð, 1.971m². Þetta þríhyrningslaga horn hefur áður verið sameinað lóð
Austurvegar 69. Við endanlegt samþykki þessa deiliskipulags þarf að breyti heiti þessa horns en það er í landeignaskrá nefnt Austurvegur 69E sem verður þá rangt því önnur lóð hefur fengið það heiti skv. deiliskipulaginu. Lóð á vesturhluta lóðar, spennistöð nr. 69d, helst óbreytt.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að deiliskipulagstillaga verði skoðuð nánar m.t.t. öryggis, aðgengismála virkra ferðamáta, gegndræpi yfirborðs og gróðurs.
6. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Lögð er fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóða í Larsenstræti. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verði sameinaðar í eina lóð, og að nýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,33. Aðkoma að lóðunum verði sem fyrr frá Larsenstræti en einnig verði gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Sú tenging er einungis hugsuð fyrir þungaflutninga og stórar flutningabifreiðar og ekki æltuð almennri umferð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerð
7. 2212020F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica