Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Öldungaráð - 12

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
16.01.2026 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Þórhildur Dröfn Ingvadóttir formaður, D-lista,
Ingvi Már Guðnason nefndarmaður, D-lista,
Ellý Tómasdóttir nefndarmaður, B-lista,
Ómar Torfason fulltrúi eldri borgara á Eyrarbakka,
Guðrún Þóranna Jónsdóttir fulltrúi eldri borgara á Selfossi,
Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi eldri borgara á Stokkseyri,
Margrét Björk Ólafsdóttir fulltrúi HSu,
Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri, Bylgja Sigmarsdóttir ráðgjafi.
Fundargerð ritaði: Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri


Dagskrá: 
Erindi til kynningar
1. 2401051 - Samkomulag - styrkur til ráðningar tengiráðgjafa
„Lagt er til kynningar áskorun velferðarþjónustu til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um að endurskoða ákvörðun um niðurfellingu styrks til stöðugildis tengiráðgjafa
Öldungarráð Árborgar lýsir áhyggjum af þeirri ákvörðun að veita ekki áframhaldandi styrk til stöðugildis tengiráðgjafa fyrir árið 2026. Það tekur tíma að aðlaga nýtt stöðugildi inn í þjónustu fyrir viðkvæma hópa og starf Tengirráðgjafa á þessum tímapunkti er viðkvæmt þar sem að þjónustan við eldra fólk er loks að festast í sessi og sérþekking Tengiráðgjafa orðin lykilþáttur í samvinnu við önnur kerfi. Ráðið telur mikilvægt að tryggja samfellu í verkefninu Gott að eldast og skorar á ráðuneytið að endurskoða ákvörðun sína.
2. 2510377 - Gjaldskrár 2026
Lagt til kynningar þær gjaldskrárbreytingar sem snúa að þjónustu við eldri borgara í Árborg.
Gjaldskrár teknar fyrir til kynningar.
Gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2026 (1).pdf
Gjaldskrá fyrir félagslega stuðningsþjónustu 2026 (2).pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2026 (1).pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica