Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 32

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
17.02.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2012031 - Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Árborg
Tillaga frá 29. fundi fræðslunefndar, frá 27. janúar sl., liður 1. Reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Árborg. Farið var yfir helstu breytingar sem höfðu verið gerðar frá síðasta fundi.
Samþykkt var að bæta við 4. grein eftirfarandi setningu: Gert er ráð fyrir að starfsmaður sem fær námsstyrk geri samkomulag við sveitarfélagið um
lágmarks starfstíma að námi loknu.

Fræðslunefnd samþykkti þessar reglur með viðbót við 4. grein og mælti með að bæjarstjórn samþykkti þær einnig.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um styrki v. náms í leikskólakennarafræðum m. viðbót.pdf
2. 1912050 - Breyting á reglum um lóðaúthlutun
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til:

Í I. hluta (Almennar reglur) er kveðið á um það að allar umsóknir skulu berast í gegnum vefinn, Mín Árborg.

Í 6. gr. (Lóðir undir raðhús, parhús og fjölbýlishús) eru orðin "að jafnaði" tekin út í a. lið. Þá er kveðið á um það að lögaðilar með ÍSAT atvinnugreinaskráningu eigi jafnan rétt og einstaklingar á að sækja um parhús. Í 2. mgr. 6. gr. er bætt við að hjón, sambýlisfólk eða starfsmenn lögaðila skoðist sem sami umsóknaraðilinn þegar sótt er um lóðir skv. a. og b. lið.

Í 9. gr. er kveðið á um bæjarráð en ekki bæjarstjórn geti ákveðið að lóð eða byggingaréttur sé boðinn út.

Í 10. gr. segir að við úthlutun allra lóða, ekki bara íbúðarlóða skuli frestur til að hefja framkvæmdir vera 8 mánuðir.

Loks er í b. lið 14. gr. kveðið á um að lokið skuli við að steypa sökkla fyrir mannvirki, í stað íbúðarhúss og bílskúrs, eftir því sem við á.

Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Úthlutunarreglur svf. Árborgar febrúar 2021.pdf
3. 2102034 - Lántökur 2021
Tillaga frá 103. fundi bæjarráðs, frá 4. febrúar sl., liður 8. Lántökur 2021.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að veitt yrði heimild fyrir lántökum hjá Lánasjóði Sveitarfélaga í samræmi við tillögur fjármálastjóra.


Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista sitja hjá.
Bókun vegna lán Selfossveitna febrúar 2021.pdf
Bókun með láni febrúar 2021.pdf
4. 2102039 - Uppbygging frístundamiðstöðvar í Árborg
Tillaga frá 18. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 8. febrúar sl., liður 1. Uppbygging frístundamiðstöðvar í Árborg. Skýrsla starfshóps um frístundamiðstöð í Sveitarfélaginu Árborg lögð fram ásamt tillögu um næstu skref.

Frístunda- og menningarnefnd lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykktar yrðu tillögur starfshóps um að ráðist yrði í frumhönnun og gerð kostnaðaráætlunar á byggingu frístundamiðstöðvar á Selfossvelli líkt og fram kom í skýrslunni. Kostnaður við frumhönnun var áætlaður 28 milljónir og var óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun til verkefnisins. Að lokinni frumhönnun yrði niðurstaðan lögð fyrir bæjarstjórn Árborgar til ákvörðunar um hvort ráðast skyldi í byggingu á frístundamiðstöð.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Gert var hlé á fundinum kl. 17.51.
Fundi fram haldið kl. 18.05.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Forseti ber upp tillögu um að starfandi starfshópurinn haldi áfram störfum. Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Frístundamiðstöð - Forsögn lokaútgáfa.pdf
5. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Tillaga frá 18. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 8. febrúar sl., liður 1. Uppbygging frístundamiðstöðvar í Árborg.

Kostnaður við frumhönnun var áætlaður 28 milljónir og var óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun til verkefnisins.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Kjartan Björnsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:

Bókun D listans um viðauka vegna frumhönnunar Frístundamiðstöðvar er vegna þeirrar aðferðar að gefa upp tölu í frumhönnina fyrirfram fremur en að gera verðkönnun eða bjóða frumhönnina út og leggja svo fyrir bæjarstjórn.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 2 2021.pdf
6. 1903295 - íþrótta- og frístundastefna Árborgar
Tillaga frá 18. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 8. febrúar sl., liður 4. Íþrótta- og frístundastefna Árborgar. Lokadrög nýrrar íþrótta- og frístundastefnu Árborgar 2021-2025 lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

Frístunda- og menningarnefnd samþykkti fyrir sitt leyti fyrirlagða tillögu að nýrri íþrótta- og frístundastefnu Sveitarfélagsins Árborgar 2021-2025 og lagði til við bæjarstjórn að stefnan yrði samþykkt og kynnt öðrum fagnefndum sveitarfélagsins.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
íþrótta- og frístundastefna - lokaskjal eftir fund FMÁ 8.feb´21.pdf
7. 2011020 - Deiliskipulagsbreyting - Björkurstykki
Tillaga frá 61. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. febrúar sl., liður 15. Deiliskipulagsbreyting - Björkurstykki.

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Björkurstykkis. Áður á fundi 2. desember sl.

Lagt var til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan yrði samþykkt. Einnig var lagt til að breyting á nýtingarhlutfalli, lóðarinnar Heiðarstekkur 2 yrði hluti þessarar óverulegu breytingar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Dsk.br-tillaga-greinargerd_drög_2.pdf
Deiliskipulagsbreyting-tillaga_drög_2.pdf
Deiliskipulagsbreyting-tillaga_drög_1.pdf
8. 2101332 - Deiliskipulag - Austurbyggð II
Tillaga frá 60. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 27. janúar sl., liður 4. Deiliskipulag - Austurbyggð II. Landeigandi lagði fram tillögu að lýsingu á deiliskipulagsverkefni í Austurbyggð II.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin yrði auglýst.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8428-001-LÝS-001-V07-Skipulagslýsing-Austurbyggð II.pdf
9. 2102001 - Fyrirspurn um óverulegar breytingar á deiliskipulagi - Austurás
Tillaga frá 61. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. febrúar sl., liður 8. Fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi - Austurás.

Lögð voru fram gögn um óverulegar breytingar á deiliskipulagi að Austurási, breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit.

Lagt var til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Deiliskipulagsbreyting.pdf
10. 2101310 - Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss
Tillaga frá 60. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 27. janúar sl., liður 3. Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss. Lögð hafa verið fram gögn um breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
1502-deiliskipulag-breyting A0.pdf
1502-Greinargerð með deiliskipulagi-breyting.pdf
1502-deiliskipulag-skýringaruppdráttur-breyting A1 (1).pdf
11. 2102040 - Framkvæmdaleyfisumsókn - hjóla og göngustígur við Eyrarbakkaveg
Tillaga frá 61. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. febrúar sl., liður 2. Framkvæmdaleyfisumsókn - hjóla og göngustíg.

Mannvirkja- og umhverfissvið óskaði eftir framkvæmdarleyfi vegna áframhaldandi vinnu við göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi.
Næsti áfangi er uppbygging á stígnum frá Stekköldu inn að afleggjara við Tjarnabyggð, malbikun á stígnum frá Kaldaðarnesvegi inn að Stekkum, uppsetning og tenging ljósastaura frá Flugvallarvegi að Stekkum.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2839-081-003-MIN-001-V01-Stígalýsing.pdf
2839-081-001-TEI-001-V01-Stígur meðfram Eyrarbakkavegi-110X-fylla í skurðinn.pdf
12. 2101356 - Framkvæmdaleyfisumsókn - 2. áfangi Björkustykkis
Tillaga frá 61. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 10. febrúar sl., liður 1. Framkvæmdaleyfisumsókn - 2. áfangi Björkustykkis.

Sótt var um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lagnagerð í 2. áfanga Björkurstykkis.

Lagt var til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfisumsóknin yrði samþykkt.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Afangaskipting-2.verkafangi tillaga 3.pdf
13. 2102120 - Framkvæmdaleyfisumsókn gatnagerð - Jórvík 1
Málið var tekið fyrir á 61. fundi skipulags- og byggingarnefndar en var frestað þar sem samþykki Skipulagsstofnunar lá ekki fyrir.
Akurhólar ehf. eru að ganga frá verksamningum við verktaka vegna framkvæmdarinnar og hefur verktímanum verið skipt í tvær megin tímasetningar. Annars vegar er gert ráð fyrir að verkkaupi (Akurhólar ehf.) fái afhentan fyrri áfanga af hverfinu í október 2021, þar er verið að miða við að fyrri áfangi markist við safngötu 2, sjá skipulagsuppdrátt. Hins vegar er gert ráð fyrir að verkkaupi fái afhent restina af hverfinu í maí 2022.
Við afhendingu hvors áfanga fyrir sig er gengið út frá því að verktaki skili því svæði sem um ræðir fullfrágengnu, þar með talið allan yfirborðsfrágang.
Gengið verðu frá endanlegum verksamningi um verkið eigi síðar en 12 feb. 2021 og gert er ráð fyrir að framkvæmdir byrji eigi síðar en í 26 febrúar 2021.

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Forseti leggur til að bæjarstjórn samþykki að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna gatnagerðar - Jórvík 1 með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
B_nr_156_2021 Jórvík.pdf
14. 2101354 - Móttökusveitarfélag við flóttafólk
Tillaga frá 104. fundi bæjarráðs, frá 11. febrúar sl., liður 3. Móttökusveitarfélag flóttafólks.

Félagsmálaráðuneytið hefur leitað til sveitarfélagsins Árborgar um að gerast móttökusveitarfélag við flóttafólk. Nú þegar eru nokkrir einstaklingar að þiggja þjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg sem myndu falla innan verkefnisins.

Verkefnið miðar fyrst og fremst að einstaklingum sem búa nú þegar á Íslandi og hafa hlotið alþjóðlega vernd. Meirihluti mögulegra þátttakenda í verkefninu eru einstaklingar sem nú þegar dvelja á landinu. Með þátttöku í verkefninu er sveitarfélagið að tryggja öflugri og betri þjónustu við fólk af erlendum uppruna. Markmiðið er að aðlögunin verði sem farsælust, að einstaklingar aðlagist fyrr inn í samfélagið og að spornað sé við frekari félagslegum vandamálum. Jákvæð samlegðaráhrif farsællar aðlögunar í samfélagið er að einstaklingar þurfa síður aðstoð úr velferðarkerfinu til langs tíma auk þess sem að afleiddur kostnaður s.s. vegna skóla, félagsþjónustu, frístundar barna o.fl. ætti að vera minni með snemmtækum stuðningi og þjónustu.

Beinn kostnaður sveitarfélagsins ætti að vera nánast enginn þar sem verkefnið stendur straum af launakostnaði sérfræðings og fær sveitarfélagið endurgreiddan útlagðan kostnað vegna þeirra sem falla undir verkefnið samkvæmt 15. gr laga um félagsþjónustu nr. 40/1991. Í dag eru starfsmenn innan félagsþjónustu að sinna þessum hópi og mun sérfræðingurinn taka þau verkefni auk þess sem ávinningur verður með aukinni þekkingu og samstarfi innan félagsþjónustu. Verkefnið er til reynslu í eitt ár og í dag er starfsmaður hjá sveitarfélaginu sem er að ljúka störfum innan málaflokksins sem er tilbúinn að taka þetta verkefni að sér.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að Svf. Árborg gerðist móttökusveitarfélag við flóttafólk með samningi við félagsmálaráðuneytið í samræmi við fyrirliggjandi kröfulýsingu.

Kjartan Björnsson, D-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Minnisblað vegna móttökusveitarfélags 25.1.2021.pdf
Fundargerðir
15. 2101008F - Eigna- og veitunefnd - 37
37. fundur haldinn 13. janúar.
Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls undir lið nr. 2 - Nafnasamkeppni á nýju hringtorgi við Suðurhóla og Eyrarbakkaveg.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 4 - Suðurhólar-gatnagerð.
16. 2101009F - Frístunda- og menningarnefnd - 17
17. fundur haldinn 18. janúar.
Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 1- Bæjar- og menningarhátíðir í Árborg 2021, lið nr. 2 - uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar 2020 og lið nr. 7- Menningarsalur í Hótel Selfoss.
17. 2101020F - Bæjarráð - 101
101. fundur haldinn 21. janúar.
18. 2101029F - Bæjarráð - 102
102. fundur haldinn 28. janúar.
19. 2101001F - Skipulags og byggingarnefnd - 59
59. fundur haldinn 13. janúar.
20. 2101024F - Fræðslunefnd - 29
29. fundur haldinn 27. janúar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 8 - Varðar áform um Stekkjaskóla.
21. 2101015F - Skipulags og byggingarnefnd - 60
60. fundur haldinn 27. janúar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 7- Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025.
22. 2101030F - Eigna- og veitunefnd - 38
38. fundur haldinn 27. janúar.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið nr. 1- Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki, lið nr. 3 - fjölnota íþróttahús á Selfossvelli og lið nr. 4- hönnun hringtorgs- Hólastekkur og Víkurheiði.
23. 2102001F - Bæjarráð - 103
103. fundur haldinn 4. febrúar.
Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 10- Fræðslunefnd-29. fundur haldinn 27. janúar.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D lista taka undir með foreldrum barna sem hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í skólamálum í Árborg. Á fundi fræðslunefndar 27. janúar sl bókuðu fulltrúar D lista um þær áhyggjur. Meirihlutinn í bæjarstjórn Árborgar þarf að svara mörgum áleitnum spurningum sem fram hafa komið hjá áhyggjufullum foreldrum nemenda í væntanlegum Stekkjaskóla. Fulltrúar D lista gagnrýna framkomna bókun meirihluta bæjarráðs þann 4. febrúar sl þar sem fram kemur löng bókun uppfull af röngum fullyrðingum og staðlausum stöfum.
Bæjarfulltrúar D lista
Ari Björn Thorarensen
Brynhildur Jónsdóttir
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsdóttir

Hlé var gert á fundi kl. 20.16

Fundi fram haldið kl. 20.27

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:
Starfsmenn Mannvirkja- og umhverfissviðs vinna nú náið með skólastjórnendum að innra og ytra skipulagi færanlegu kennslustofanna með tilliti til aðbúnaðar starfsfólks og nemenda. Í því felst meðal annars hönnun innra sem ytra skipulags bygginga ásamt lóð, leiksvæðum og aðkomuleiðum. Öryggi nemenda, starfsfólks og foreldra er haft að leiðarljósi í þeirri vinnu. Lögð er rík áhersla á að halda foreldrum tilvonandi nemenda vel upplýstum um verkefnið. Bygging nýs grunnskóla í ört stækkandi sveitarfélagi á að vera fagnaðefni en ekki tilefni til neikvæðrar umræðu þar sem reynt er að spila á tilfinningar fólks.
24. 2102002F - Umhverfisnefnd - 16
16. fundur haldinn 3. febrúar.
Kjartan Björnsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls undir lið nr. 1- Samráðsgátt, drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls undir liðum nr. 2-7.
25. 2102006F - Frístunda- og menningarnefnd - 18
18. fundur haldinn 8. febrúar.
26. 2102010F - Bæjarráð - 104
104. fundur haldinn 11. febrúar.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 4 - Fréttasíða Árborgar í Dagskránni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica