Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 142

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
17.03.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203150 - Móttaka - flóttafólk frá Úkraínu
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu, dags. 9. mars, vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Lagt fram til kynningar.
Móttaka - flóttafólk frá Úkraínu.pdf
2. 2203175 - Tækifærisleyfi - Selfosshöllin Engjavegi 50b
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 14. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi, 19. - 20. mars 2022 í Selfosshöllina, við Engjaveg 50b. Umsækjandi: Góð stemming ehf., kt. 681014-0470.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að tækifærisleyfi verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2022007584.pdf
3. 2203143 - Umsögn - frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 9. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignahús (gæludýrahald), 57. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál..pdf
4. 2203154 - Umsögn - um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnda Alþingis, dags. 10. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál..pdf
5. 2203155 - Umsögn - frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 416. mál.
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 416. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 416. mál..pdf
6. 2203165 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2022
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Aðalfundur haldinn 1. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð aðalfundar LS 2022.pdf
7. 2201055 - Samráðsgátt - breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138 2011
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. mars. um frv. um breytingar á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar o.fl.,) mál nr. 53/2022.
Lagt fram til kynningar.
Sambandið bréf.pdf
8. 2203186 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - stöðulisti deilda og málaflokka
Óskað var eftir því að lagður yrði fram á næsta bæjarráðsfundi stöðulisti deilda og málaflokka þann 31.12.2021.
Bæjarráð óskar eftir svari frá fjármálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Stöðulisti deilda og málaflokka.pdf
9. 2203187 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - opið bókhald
Af hverju bíður Sveitarfélagið Árborg bæjarbúum ekki upp á Opið bókhald?
Þessu var lofað af núverandi formanni bæjarráðs vorið 2018.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurðist fyrir um þetta á bæjarstjórnarfundi fyrir tæpu ári og þá var sagt að opnaði yrði fyrir bókhaldið um haustið.

Öll stærri sveitarfélög landsins eru með Opið bókhald þar sem íbúar geta séð í hvað skatttekjurnar fara.

Bæjarráð óskar eftir svari frá fjármálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Opið bókhald.pdf
Fundargerðir
10. 2202028F - Skipulags og byggingarnefnd - 89
89. fundur haldinn 9. mars.
11. 2202025F - Félagsmálanefnd - 31
31. fundur haldinn 7. mars.
Fundargerðir til kynningar
12. 2201197 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2022
38. fundur haldinn 8. mars.
Lagt fram til kynningar.
38. stjórnarfundur Bergrisans.pdf
13. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
579. fundur haldinn 4. mars.
Lagt fram til kynningar.
579. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica