Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 14. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi, 19. - 20. mars 2022 í Selfosshöllina, við Engjaveg 50b. Umsækjandi: Góð stemming ehf., kt. 681014-0470.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að tækifærisleyfi verði veitt.
4. 2203154 - Umsögn - um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnda Alþingis, dags. 10. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.
5. 2203155 - Umsögn - frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 416. mál.
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 416. mál.
9. 2203187 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - opið bókhald
Af hverju bíður Sveitarfélagið Árborg bæjarbúum ekki upp á Opið bókhald? Þessu var lofað af núverandi formanni bæjarráðs vorið 2018. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurðist fyrir um þetta á bæjarstjórnarfundi fyrir tæpu ári og þá var sagt að opnaði yrði fyrir bókhaldið um haustið.
Öll stærri sveitarfélög landsins eru með Opið bókhald þar sem íbúar geta séð í hvað skatttekjurnar fara.
Bæjarráð óskar eftir svari frá fjármálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.