Skipulagsnefnd - 3 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 22.03.2023 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir varamaður, Á-lista, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson . |
|
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt |
Skipulagsnefnd samþykkir framlagðar tillögur að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þeim aðilum sem gerðu athugasemdir, niðurstöðu fundarins auk svara. Skipulagsnefnd telur að í ljósi vægi athugasemda, sé ekki grundvöllur fyrir stækkun á byggingarreit til vesturs á lóð nr. 42 við Austurveg. Óskar nefndin eftir að lögð verði fyrir næsta fund skipulagsnefndar, breytt tillaga sem tekur mið af ofangreindu. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti |
Skipulagsnefnd telur að aðkoma fyrir stóra bíla af Gaulverjabæjarvegi, sé betri lausn til að tryggja að stærri ökutæki séu ekki að athafna sig of mikið innan lóðar, auk þess sem ekki er talið heppilegt að umferð stærri ökutækja sé alfarið beint í Larsenstræti. Skipulagsnefnd bendir á að í tillögu er kvöð um 3m háa lokaða girðingu utan um athafnasvæði. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu til samræmis við 41. gr. sömu laga, og senda Skipulagsstofnun tillöguna í samræmi við 42. gr skipulagslaga, og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2303137 - Framtíðarsýn og frumhönnun Austurvegur - Eyravegur - Verðfyrirspurn |
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna, og felur skipulagsfulltrúa að framkvæma verðfyrirspurn. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2303127 - Túngata 64 og 66 - Afmörkun lóða |
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið til fullnustu. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2303264 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hjóla og göngustígur með Eyrarbakkavegi |
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
Samþykkt |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 |
|