Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 3

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
22.03.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varamaður, Á-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 22.2.2022:
„Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 2.11.2022 að auglýsa í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi fyrir skipulagssvæði sem afmarkast af götunum Austurvegur, Rauðholt, Vallholt og Reynivellir á Selfossi. Ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu og er markmið deiliskipulags að skilgreina afmörkun lóða og nýtingu þeirra. Tillagan er í samræmi við áður gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, og einnig í samræmi við nýsamþykkt Aðalskipulag Árborgar 2020-2036, þ.e. blanda af íbúðabyggð og verslunar- og þjónustulóðum, og er nýtingarhlutfall lóða innan miðsvæðis í aðalskipulagi skilgreint með nýtingarhlutfall allt að 1.0 - 2.5. Tillagan var auglýst frá 9. nóvemer 2022, með athugsemdafresti til 21. desember sama ár. Athugsemdir hafa borist við auglýstri tillögu.
Svanhildur Gunnlaugsdóttir fór yfir deiliskipulagið og athugasemdir sem hafa borist. Skipulagsfulltrúa er falið að stilla upp tillögu að svörum við athugasemdum og leggja fyrir fund skipulagsnefndar „
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögur að svörum skipulagsnefndar vegna innsendra athugasemda við auglýsta tillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagðar tillögur að svörum við athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda þeim aðilum sem gerðu athugasemdir, niðurstöðu fundarins auk svara. Skipulagsnefnd telur að í ljósi vægi athugasemda, sé ekki grundvöllur fyrir stækkun á byggingarreit til vesturs á lóð nr. 42 við Austurveg. Óskar nefndin eftir að lögð verði fyrir næsta fund skipulagsnefndar, breytt tillaga sem tekur mið af ofangreindu.
2. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Lögð er fram að lokinni auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010, tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóða í Larsenstræti. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verði sameinaðar í eina lóð, og að nýtingarhlutfall sameinaðrar lóðar verði 0,33. Aðkoma að lóðunum verði sem fyrr frá Larsenstræti en einnig verði gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Sú tenging er einungis hugsuð fyrir þungaflutninga og stórar flutningabifreiðar og ekki æltuð almennri umferð. Tillagan var auglýst frá 25.1.2023 til og með 8.3.2022. Ein athugsemd barst, frá Hestamannafélaginu Sleipni, þar sem óskað er eftir að sett verði kvöð á lóðarhafa um uppsetningu á hárri ógegnsærri griðingu og um niðursetningu trjágróðurs á lóðarmörkum til suðurs. Þá er gerð athugasemd við akstursleið af lóð inn á Gaulverjabæjarveg, og tekið fram að með þeirri tengingu sé öryggi hestamanna ógnað
Skipulagsnefnd telur að aðkoma fyrir stóra bíla af Gaulverjabæjarvegi, sé betri lausn til að tryggja að stærri ökutæki séu ekki að athafna sig of mikið innan lóðar, auk þess sem ekki er talið heppilegt að umferð stærri ökutækja sé alfarið beint í Larsenstræti. Skipulagsnefnd bendir á að í tillögu er kvöð um 3m háa lokaða girðingu utan um athafnasvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu til samræmis við 41. gr. sömu laga, og senda Skipulagsstofnun tillöguna í samræmi við 42. gr skipulagslaga, og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
3. 2303137 - Framtíðarsýn og frumhönnun Austurvegur - Eyravegur - Verðfyrirspurn
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að verðfyrirspurn vegna áætlana um framtíðarsýn og hönnun fyrir Austurveg og Eyraveg á Selfossi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna, og felur skipulagsfulltrúa að framkvæma verðfyrirspurn.
4. 2303127 - Túngata 64 og 66 - Afmörkun lóða
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun lóðanna Túngötu 64 og 66 á Eyrarbakka.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið til fullnustu.
5. 2303264 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hjóla og göngustígur með Eyrarbakkavegi
Atli Marel Vokes sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Árborgar, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar göngustígs í gegnum lóðirnar Litla-Hraun lóð 3 L217283 og Hnjót L166149, Gamla-Hraun 2 L165864, Litla-Hraun L165868 Og Litla-Hraun 2 L217221. Lega göngustígs er samkvæmt meðfylgjandi gögnum frá Eflu. Fyrir liggur umferðaröryggismat frá Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica