Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 47

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
25.06.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stella Rúnarsdóttir .
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2502001 - Byggðarhorn Búgarður 7.- Og lóð 56. DSK.br. - Ósk um uppskiptingu lóða
Landform f.h. lóðarhafa í deiliskipulagi Byggðarhorn Búgarður, leggur fram tillögu að uppskiptingu/fjölgun lóða. Um er að ræða að lóð 7, sem er í núgildandi skipulagi ríflega 7,7ha að stærð, verði skipt upp í 3 lóðir, sem verða frá 2,4 - 2,6ha að stærð.
Lóð 56, sem er í núverandi skipulagi skráð 6,68 ha, verði skipt upp í tvær lóðar, annarsvegar um 4,17 ha, og hins vegar um 2,5ha að stærð.
Mannvirkja- og umhverfissvið, Selfossveitur auk skipulagsfulltrúa hafa rýnt og metið áhrif uppskiptingu á lóðum á svæðinu, með tilliti til tryggrar afhendingar á heitu vatni til húshitunar miðað við hönnunarforsendur veitunnar í upphafi, og komist að þeirri niðurstöðu, að horfa verði til framtíðar með það fyrir augum að fjölgun mannvirkja á svæðinu, kalli á stækkun stofnlagnar til að tryggja vatn í fleiri mannvirki til frambúðar.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarráð Árborgar samþykki tillöguna skv. 43. gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41. gr sömu laga.
Samþykkt
2. 2504375 - Austurvegur 11 og Tryggvagata 8 - Deiliskipulagsbreyting 2025
Efla f.h. lóðarhafa leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi.
Tillagan felur í sér óverulega stækkun á byggingarreit til vesturs og norðurs, auk þess sem hámarkshæð byggingar er rýmkuð úr 13.0m í 13,5m.Að öðru leyti gilda skilmálar núgildandi skipulags. Fyrir liggur skuggavarp, sem sýnir óverulega breytingu.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar hefur tillagan engin teljandi áhrif á næstu lóðir frá gildandi skipulagi, og telst því vera óveruleg breyting.
Samþykkt
3. 2505317 - Árbakki - Breyting á deiliskipulagi 2025
Batteríið arkitektar f.h. Landsbyggð ehf. leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árbakka í landi Laugardæla. Breytingar eru gerðar á greinargerð sem felast í eftirfarandi:
BREYTINGAR Á GREINARGERÐ:
Útgáfa 04. Dags. 20.05.2025
1. Í kafla 2.5.3 er bætt við texta um bílakjallara.
2. Í köflum 4.7 og 4.8 eru gerðar breytingar á texta varðandi bílakjallara og fjölda stæða á hverja íbúð, nýtingarhlutfall og skilmálateikningum er breytt til samræmis.
3. Í kafla 4.10 eru gerðar breytingar á texta varðandi bílakjallara og nýtingarhlutfall í Þórisvaði 2.
Á skilmálablöðum fyrir Þórisvaði 2 er lóðarmörkum og byggingarreit breytt.

Breytingar á deiliskipulagsuppdrætti:
Útgáfa 04. Dags. 20.05.2025
1. Sýndir eru byggingarreitir fyrir kjallara sem ná út fyrir aðra hluta byggingar á lóðum nr. 20-30 við Ásavað.
2. Á Þórisvaði 2 er lóðarmörkum og byggingarreit breytt.
3. Kjallaramerkingum ( kj) bætt á uppdrátt á lóðunum Þórisvað 2 og 10 og Ásavað 20-30.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur engin teljandi áhrif á næstu lóðir frá gildandi skipulagi, og telst því vera óveruleg breyting.
Samþykkt
4. 2302166 - Umferðarskipulag Árborg 2023-2025
Kristjana Erna Pálsdóttir hjá Verkís, kynnti niðurstöðu vinnu við gerð umferðarskipulags Árborgar 2023-2025 á fundi skipulagsnefndar 11.6.2025.
Við vinnu umferðaröryggisáætlunar Árborgar og ábendingum sem borist hafa m.a., í ábendingargátt Árborgar voru ákveðin svæði sett í forgang og aðgerðir lagðar fram til bætts umferðaröryggis á þeim svæðum. Markmið aðgerðanna er að bæta öryggi vegfarenda, með áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur og börn sérstaklega. Tilgangur aðgerða er að draga úr hraðakstri og skapa öruggt og aðlaðandi umhverfi fyrir vegfarendur. Gerðar hafa verið hljóðvistarmælingar, hraðamælingar og umferðartalning í og við syðsta hluta Selfoss.
Unnið ar að því að koma gögnum umferðarskipulags inn á kortasjá Árborgar (kort.is/arborg), eins og þurfa þykir, og geta komið að góðum notum fyrir alla í sveitarfélaginu. Þróun verkefnisins mun halda áfram og má ætla að uppfæra verði umferðarskipulagið með 1-2 ára millibili.
Tillagan og þau gögn sem unnin hafa verið er hér lögð til samþykktar hjá skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umferðaráætlun og þakkar um leið fyrir vel unnin gögn. Nefndin telur jafnframt að það sé öllum til góða að uppfæra skipulagið nokkuð reglulega og vera vakandi fyrir góðum ábendingum um úrbætur í öllu sveitarfélaginu.
Samþykkt
5. 2305500 - Umsókn um stækkun lóða - Urðarmói
Mál frá fundi 19.7.2023, og var frestað.
„Arnar Páll Gíslason f.h. lóðarhafa Urðarmóa 6,8 og 14 á Selfossi, óskar eftir stækkun á lóðunum í átt að Hagalæk. Lóðirnar eru eignarlóðir, og er óskað eftir kaupum á landi sveitarfélagsins, sem nemur stækkun skv. meðfylgjandi gögnum. Umsækjendur munu standa straum af kostnaði sem af hlýst, við gerð lóðarblaða og evt. skipulagsvinnu. Nefndin vísar erindinu til umsagnar hjá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar. „ Jákvæð umsögn Mannvirkja- og umhverfissvið liggur fyrir.“
Frá því umsókn var lögð fyrir fyrst hefur einn lóðarhafi bæst í hópinn, þ.e. Urðarmói 12.
Unnið hefur verið að því að stilla upp greinargerð með skilmálum vegna væntanlegra úthlutana á „viðbótarlandi“ í eigu sveitarfélagsins. Skilmálar fyrir ofangreint voru samþykktir samhljóða í bæjarráði Árborgar 2.5.2024. Í skilmálum er kveðið á um að lóðarhafar sem annaðhvort kaupa viðbótarland, eða leigja af sveitarfélaginu, skuli standa straum af öllum kostnaði við gerð skjala svo sem kaupsamninga, lóðarleigusamninga, gerð lóðarblaða og annars sem til þarf.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa, um fermetraverð við sölu á viðbótarlandi í eigu sveitarfélagsins.
Skipulagsfulltrúa er falið að stilla upp kaupsamningi og leggja fyrir lóðarhafa í Urðarmóa 6,8,12 og 14, auk gerð þeirra gagna sem til þarf vegna stækkunar lóða.
Samþykkt
6. 2504290 - Hásteinsvegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð er fram fyrirspurn frá Guðjóni Þ. Sigfússyni f.h. lóðarhafa á Hásteinsvegi 26, á Stokkseyri. Lóðarhafi hefur í hyggju að byggja við núverandi hús, viðbyggingu á tveimur hæðum. Lóðin er 824m2 að stærð og er núverandi byggingarmagn á lóð um 207m2. Með nýrri viðbyggingu yrði hús allt að 288m2.
Með nýrri viðbyggingu hækkar nýtingarhlutfall úr 0,25, í 0,34

Skipulagsnefnd telur að forsenda fyrir samþykktri viðbyggingu á Hásteinsvegi 26, sé jákvæð niðurstaða grenndarkynningar.
Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum á Hásteinsvegi 20,22,24 og 28.
Samþykkt
Erindi til kynningar
7. 2506097 - Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar
Lagt fram til kynningar:
Sveinn Runólfsson f.h. stjórnar Vina Íslenskrar náttúru (VÍN) leggur fram leiðbeiningar frá samtökunum um val á landi til skógræktar. Öllum sveitarstjórnum á Íslandi hefur verið sent slíkt bréf.
Í leiðbeiningum eru dregin fram nokkur atriði sem ber að hafa í huga við val á staðsetningu skógræktarsvæða, val á tegundum trjáa. Auk þess er bent á ýmislegt sem betur mætti fara, og því sem miður hefur farið í gegnum tíðina.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir leiðbeiningarnar, og telur að þær muni nýtast sveitarfélaginu við gerð skipulags.
Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica