Skipulagsnefnd - 47 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 25.06.2025 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stella Rúnarsdóttir . |
|
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2502001 - Byggðarhorn Búgarður 7.- Og lóð 56. DSK.br. - Ósk um uppskiptingu lóða |
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarráð Árborgar samþykki tillöguna skv. 43. gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41. gr sömu laga. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2504375 - Austurvegur 11 og Tryggvagata 8 - Deiliskipulagsbreyting 2025 |
Skipulagsnefnd samþykkir breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar hefur tillagan engin teljandi áhrif á næstu lóðir frá gildandi skipulagi, og telst því vera óveruleg breyting. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2505317 - Árbakki - Breyting á deiliskipulagi 2025 |
Skipulagsnefnd samþykkir breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur engin teljandi áhrif á næstu lóðir frá gildandi skipulagi, og telst því vera óveruleg breyting. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2302166 - Umferðarskipulag Árborg 2023-2025 |
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða umferðaráætlun og þakkar um leið fyrir vel unnin gögn. Nefndin telur jafnframt að það sé öllum til góða að uppfæra skipulagið nokkuð reglulega og vera vakandi fyrir góðum ábendingum um úrbætur í öllu sveitarfélaginu. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2305500 - Umsókn um stækkun lóða - Urðarmói |
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa, um fermetraverð við sölu á viðbótarlandi í eigu sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa er falið að stilla upp kaupsamningi og leggja fyrir lóðarhafa í Urðarmóa 6,8,12 og 14, auk gerð þeirra gagna sem til þarf vegna stækkunar lóða. |
Samþykkt |
|
|
|
6. 2504290 - Hásteinsvegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulagsnefnd telur að forsenda fyrir samþykktri viðbyggingu á Hásteinsvegi 26, sé jákvæð niðurstaða grenndarkynningar. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum á Hásteinsvegi 20,22,24 og 28. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Erindi til kynningar |
7. 2506097 - Skipulag skógræktar - leiðbeiningar um val á landi til skógræktar |
Skipulagsnefnd þakkar fyrir leiðbeiningarnar, og telur að þær muni nýtast sveitarfélaginu við gerð skipulags. |
Til kynningar |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 |
|