Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 157

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
29.01.2026 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og kom Axel Sigurðsson, Á-lista inn á fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2507036 - Velferðarstefna Sveitarfélagsins Árborgar
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja Velferðarstefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Bæjarráð leggur til ákveðnar breytingar á stefnunni og er bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Frestað
2. 2601316 - Siðareglur starfsfólks Sveitarfélagsins Árborgar
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja siðareglur starfsfólks Sveitarfélagsins Árborgar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja Siðareglur starfsfólks Sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt
3. 2601290 - Áskorun - skólahreystivöllur við Stekkjaskóla
Erindi frá skólaráði Stekkjaskóla, dags. 13. janúar, þar sem skorað er á bæjarráð að koma upp skólahreystivelli á skólalóðinni.
Bæjarráð þakkar skólaráði fyrir erindið. Bæjarráð telur að skoða þurfi mögulega uppbyggingu hreystivalla heildstætt fyrir sveitarfélagið samhliða rýni á öðrum leiksvæðum. Málinu vísað áfram til skoðunar á mannvirkja- og umhverfissviði.
Samþykkt
2026_01_13_Bæjarráð_Bréf frá skólaráði Stekkjaskóla.pdf
4. 2401051 - Samkomulag - styrkur til ráðningar tengiráðgjafa
Erindi sem tekið var fyrir á fundi öldungaráðs Árborgar 16. janúar sl. liður 1. Samkomulag - styrkur til ráðningar tengiráðgjafa. Á fundinum lýsti Öldungaráð Árborgar áhyggjum af þeirri ákvörðun að veita ekki áframhaldandi styrk til stöðugildis tengiráðgjafa fyrri árið 2026 og taldi ráðið mikilvægt að tryggja samfellu í verkefninu gott að eldast og skoraði á ráðuneytið að endurskoða ákvörðun sína.

Lagt er til kynningar áskorun velferðarþjónustu Sveitarfélagsins Árborgar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um að endurskoða ákvörðun um niðurfellingu styrks til stöðugildis tengiráðgjafa Öldungaráð Árborgar lýsir áhyggjum af þeirri ákvörðun að veita ekki áframhaldandi styrk til stöðugildis tengiráðgjafa fyrir árið 2026. Það tekur tíma að aðlaga nýtt stöðugildi inn í þjónustu fyrir viðkvæma hópa og starf Tengiráðgjafa á þessum tímapunkti er viðkvæmt þar sem að þjónustan við eldra fólk er loks að festast í sessi og sérþekking Tengiráðgjafa orðin lykilþáttur í samvinnu við önnur kerfi.

Velferðarþjónustan telur mikilvægt að tryggja samfellu í verkefninu Gott að eldast og skorar á ráðuneytið að endurskoða ákvörðun sína.

Bæjarráð tekur undir áskorun velferðarþjónustu Sveitarfélagsins Árborgar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um að endurskoða ákvörðun um niðurfellingu styrks til stöðugildis tengiráðgjafa.

Bæjarráð skilur vel áhyggjur Öldungaráðs Árborgar þar sem starf tengiráðgjafa hefur skilað góðum árangri innan Sveitarfélagsins Árborgar m.a. í verkefnum tengd því að rjúfa félagslega einangrun eldri borgara.
Samþykkt
Áskorun um endurskoðun á niðurfellingu tengiráðgjafa.pdf
5. 2601333 - Þjónustusamningur - Hestamannafélagið Sleipnir 2026-2030
Minnisblað deildarstjóra frístundaþjónustu, dags. 22. janúar, ásamt drögum að þjónustusamningi við Hestamannafélagið Sleipni.
Bæjarráð samþykkir samninginn. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins, ekki er þörf á viðauka þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun 2026.
Samþykkt
6. 2506051 - Útboð á akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg
Minnisblað innkaupastjóra dags. 23. janúar, um akstur fyrir fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar.
Minnisblað innkaupastjóra er lagt fram til kynningar. Bæjarráð er sammála um að unnið verði áfram að gerð útboðsgagna sem síðan verða lögð fyrir bæjarráð.
Samþykkt
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu kemur inn á fundinn kl.8:44
7. 2601330 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa S-lista - Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa S-lista, dags. 26. janúar, þar sem óskað er eftir umræðu um frístundaakstur í sveitarfélaginu ásamt ósk um yfirlit yfir skipulag og hvernig þjónustunni er háttað.
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu fór yfir stöðu mála í frístundaakstrinum. Fram kom hjá Gunnari að verið væri að stofna spretthóp sem samanstendur af hagaðilum í samfélaginu. Hópnum er ætlað að leita leiða til úrbóta á frístunda- og almenningsakstri fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Einnig er horft til breytinga á skipulagi þjónustunnar í nýju akstursútboði sem tekur gildi haustið 2026. Bæjarráð þakkar Gunnari fyrir greinagóð svör.
Samþykkt
Tölvupóstur - Mál á dagskrá bæjarráðs.pdf
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu fer af fundinum kl.9:05
8. 2601230 - Breyting á samþykktum fyrir Sorpstöð Suðurlands bs
Tillaga frá aukaaðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands (SOS) og stjórnar SOS frá 16. janúar sl. liður 5a. Tillögur að breytingum á samþykktum. Afgreiðsla aukaaðalfundarins:
Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum SOS skv. a. lið 5. dagskrárliðar fundarins er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða og samþykktunum vísað til staðfestingar sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga SOS sem taka þurfa breyttar samþykktir fyrir í tveimur umræðum áður en þær eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja breytingar á samþykktum SOS og leggja til við bæjarstjórna að samþykkja reglurnar og taka þær til samþykktar í tveimur umræðum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomnar tillögur að breytingu á samþykktum SOS og taka þær til samþykktar í tveimur umræðum.
Samþykkt
Fundargerð aukaaðalfundar 16.01.2026.pdf
Samantekt breytinga á samþykktum.pdf
9. 2601274 - Viðauki við fjárhagsáætlun SOS 2026
Tillaga frá aukaaðalfundi Sorpstöðvar Suðurlands (SOS) og stjórnar SOS frá 16. janúar sl. liður 5c. Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2026 Afgreiðsla aukaaðalfundarins:
Afgreiðsla aukaaðalfundarins:
Tillaga stjórnar um viðauka við fjárhagsáætlun SOS fyrir árið 2026 skv. c. lið 5. dagskrárliðar fundarins er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða og viðaukanum vísað til staðfestingar sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga SOS.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja breytingar á viðauka við fjárhagsáætlun SOS fyrir árið 2026 og leggja til við bæjarstjórna að samþykkja viðaukann.

Bæjarráð leggur til bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun SOS.
Samþykkt
Fundargerð aukaaðalfundar 16.01.2026.pdf
10. 2310283 - Fyrirhuguð breyting á heilbrigðiseftirliti
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 16. janúar, þar sem vakin er athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórum allra heilbrigðiseftirlitssvæðanna sem var birt í fréttamiðlinum visir.is.
Lagt fram til kynningar.
Til_rauna_starf_semi stjórn_valda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu - Vísir.pdf
Endurskodud-aaetlun-um-framlagningu-thingmala-a-vetrar-og-vorthingi-2026-lokautgafa.pdf
Fundargerðir
11. 2601014F - Öldungaráð - 12
12. fundur haldinn 16. janúar.
Fundargerðir til kynningar
12. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026
Aukaaðalfundur haldinn 16. janúar.
343. fundur haldinn 16. janúar.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aukaaðalfundar 16.01.2026.pdf
343. fundur stjórnar SOS 16.01.2026_samþykkt.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica