Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 7

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
19.10.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson varamaður, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2209020 - Breytingar á sorphirðu 2023
Tillaga frá 4. fundi umhverfisnefndar, frá 19. september, liður 1. Breytingar á sorphirðu 2023.

Farið yfir tillögur að sorphirðu og innleiðingu lausna sem tækju gildi um næstu áramót.

Atli Marel sviðstjóri Umhverfis- og mannvirkjasviðs kom á fundinn og fór yfir nýjar tillögur að sorphirðu í Árborg. Nefndin samþykkti að taka upp 4ra tunnu kerfi og mun ein tunna bætast við á hvert heimili. Hægt verður að óska eftir því fá tvískipta tunnu þannig að það verði 3 á heimili í stað 4 tunna. Nefndin fól Mannvirkja- og umhverfissviði að vinna tillögur að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Árborg og leggja drög að nýrri gjaldskrá.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingum á sorphirðu í Árborg.

Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
2. 2209360 - Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 12. október, liður 1. Framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi.

Sigurður Þór Haraldsson f.h. Selfossveitna óskaði eftir framkvæmdaleyfi fyrir borun á tveimur tilraunaborholum eftir heitu vatni, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum á Selfossi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
ISOR_22043_Selfoss_stadsetning_holna.pdf
3. 2209127 - Vegstæði - Laugardælaland L202262-L178300
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 12. október, liður 5. Vegstæði - Laugardælaland L202262-L178300.

Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar lagði fram ósk um að stofnuð yrði 2,453m2 lóð, út úr Laugardælalandi L206262. og einnig yrði stofnuð 15,327m2 lóð, út úr Laugadælalandi L178300. Munu hinar nýstofnuðu lóðir í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stofnun lóðanna fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að stofnun lóða og heiti yrði samþykkt.

Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Umsókn Laugardælaland vegsvæði_20220613_0001.pdf
Umsókn Laugardælaland 206262 vegsvæði_20220613_0001.pdf
4. 2209112 - Vegstæði - Hellir 161793
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 12. október, liður 6. - Vegstæði - Hellir 161793.

Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar lagði fram ósk um að stofnuð yrði 97,587m2 lóð, út úr Hellislandi L161793. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stofnun lóðarinnar fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Umsókn Hellir Árborg_20220610_0001.pdf
2970-209 Hellir vegsvæði 161793 Lóðablað 4_B1.pdf
2970-209 Hellir vegsvæði 161793 Lóðablað 3_B1.pdf
2970-209 Hellir vegsvæði 161793 Lóðablað 2_B1.pdf
5. 2209126 - Vegstæði - Fossnes L161791
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 12.október, liður 7. Vegstæði - Fossnes L161791.

Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar lagði fram ósk um að stofnuð yrði 43, 488lóð, út úr Laugardælalandi L206262. og einnig yrði stofnuð 15,327m2 lóð, út úr Fossnesi L161791. Mun hin
nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stofnun lóðanna fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að stofnun lóða og heiti yrði samþykkt.

Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Umsókn Fossnes vegsvæði_20220610_0001.pdf
2970-209 Fossnes vegsvæði 161791 Lóðablað 2_B1.pdf
2970-209 Fossnes vegsvæði 161791 Lóðablað 1_B1.pdf
6. 2209134 - Reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 9. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 12. október, liður 12. Reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.

Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir reglur um úthlutun á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja fyrirliggjandi breytingar vegna reglna um úthlutanir á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Björgvin G. Sigurðsson, S-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, óskar eftir að 1. varaforseti, Brynhildur Jónsdóttir, taki við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls.

Kjartan Björnsson, forseti, tekur við stjórn fundarins.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Úthlutunarreglur Sveitarfélagsins Árborgar 19.10.2022.pdf
Fundargerðir
7. 2208033F - Almannavarnarráð - 6
6. fundur haldinn 31. ágúst.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, óskar eftir að 1. varaforseti, Brynhildur Jónsdóttir, taki við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls.

Kjartan Björnsson, forseti, tekur við stjórn fundarins.
8. 2209018F - Félagsmálanefnd - 3
3. fundur haldinn 19. september.
9. 2209032F - Félagsmálanefnd - 4
4. fundur haldinn 30. september.
10. 2209022F - Umhverfisnefnd - 4
4. fundur haldinn 19. september.
Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls undir lið 1, breytingar á sorphirðu 2023 og lið 2, endurskoðun á umhverfisstefnu Árborgar.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, tekur til máls um fundargerðina.
11. 2209023F - Frístunda- og menningarnefnd - 3
3. fundur haldinn 20. september.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, óskar eftir að 1. varaforseti, Brynhildur Jónsdóttir, taki við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls undir lið 5, hvunndagshetja Árborgar, lið 6, menningarsalurinn í Hótel Selfoss, og lið 1, menningarmánuðurinn október 2022.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls undir lið 4, menningarsalurinn í Hótel Selfoss, lið 5, hvunndagshetja Árborgar og lið 6, vinnuhópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, tekur til máls undir lið 4, menningarsalurinn í Hótel Selfoss.

Kjartan Björnsson, forseti, tekur við stjórn fundarins.
12. 2209015F - Skipulags og byggingarnefnd - 8
8. fundur haldinn 27. september.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Bragi Bjarnason, D-lista, taka til máls undir lið 5, beiðni um heimild til nýtingar lands á Eyrarbakka og lið 6, ósk um afnot af lóð.
Björgvin G. Sigurðsson, S-lista, tekur til máls undir lið 7, ósk um lagfæringu á skráningu og afmörkun lóðar.
13. 2209028F - Bæjarráð - 12
12. fundur haldinn 6. október.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Björgvin G. Sigurðsson, S-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri, og Ellý Tómasdóttir, B-lista, taka til máls undir lið 3, menningarsalurinn í Hótel Selfoss.
Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls undir lið 3, menningarsalurinn í Hótel Selfoss, lið 9, ráðstefna UNICEF - þátttaka barna, lið 10, athugasemd EFS við ársreikning 2021 og lið 11, breyting á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss 2022.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls undir lið 3, menningarsalurinn í Hótel Selfoss og lið 5, vinnuhópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri.


14. 2210009F - Bæjarráð - 13
13. fundur haldinn 12. október.
Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls undir lið 1, milliuppgjör og fjárhagstölur 2022, og lið 6, tillaga UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls undir lið 4, Forvarnardagurinn 2022 og undir lið 1, milliuppgjör og fjárhagstölur.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls undir lið 1, milliuppgjör og fjárhagstölur 2022.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:12 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica