Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 123

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
02.09.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911570 - Endurskoðun reglna um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum
Samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13. sveitarfélag. Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla.
Lagt fram til kynningar.
Ráðstöfun fjármuna í grunnskólum_skýrsla_MRN.pdf
2. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
6. mánaða frávikagreining.
Fjármálastjóri mætti á fund bæjarráðs og kynnti vinnu við frávikagreiningu.
Sex mánaða uppgjör lagt fram til kynningar.
Rekstraryfirlit málaflokka samanburður 01.01.21..30.06.21...pdf
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir - 17:00
3. 2105523 - Rekstraraðili fyrir hjúkrunarheimili í Árborg
Upplýsingar frá Heilbrigðisráðuneytinu, dags. 10. ágúst sl., um að heilbrigðisráðherra hafði falið Heilbrigðisstofnun Suðurlands að reka nýtt hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg, sem gert er ráð fyrir að opni á fyrri hluta árs 2022.
Lagt fram til kynningar.
Ákvörðun um rekstraraðila nýs hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg.pdf
4. 2108207 - Opnun nýrra deilda í Goðheimum og biðlisti eftir leikskólaplássi
Tillaga frá 35. fundi fræðslunefndar, frá 25. ágúst, liður 2. Opnun nýrra deilda í Goðheimum og biðlisti eftir leikskólaplássi

Minnisblað um biðlista og tillaga að opnun nýrra leikskóladeilda. Fræðslunefnd tók undir tillöguna, sem kemur fram í minnisblaðinu, um opnun nýrra deilda í Goðheimum og vísaði því til fjárhagsáætlunargerðar sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.
Minnisblað um opnun nýrra leikskóladeilda og biðlisti 19.8.2021.pdf
5. 21041153 - Rekstur upplýsingamiðstöðvar á Selfossi
Samningur Sveitarfélagsins Árborgar við Pennann/Eymundsson um daglegan rekstur á upplýsingamiðstöð á Selfossi sem þjónustar Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
Samningur við Pennann/Eymundsson um rekstur upplýsingamiðstöðvar.pdf
6. 2108335 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum L 178302 og L161791
Erindi frá Festi hf, dags. 27. ágúst, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir úthlutum lóðanna L178302 og L161791 á Selfossi.
Bæjarráð óskar eftir úttekt mannvirkja- og umhverfissviðs áður en vilyrði er veitt og frestar þess vegna því að taka afstöðu til erindisins. Í úttektinni verði kannað hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða vegna vatnstanks og lagna, hverjar þær gætu verið og hvaða kostnaður gæti hlotist af slíkum aðgerðum. Einnig komi fram önnur atriði sem mannvirkja- og umhverfissvið telur að þurfi að hafa í huga áður en vilyrði er leitt.
Selfoss vilyrði fyrir lóðum til Festi hf 27.08.2021 undirritað.pdf
Fundargerðir
7. 2108013F - Skipulags og byggingarnefnd - 75
75. fundur haldinn 25. ágúst.
8. 2108020F - Fræðslunefnd - 35
35. fundur haldinn 25. ágúst.
9. 2108022F - Eigna- og veitunefnd - 49
49. fundur haldinn 25. ágúst.
Fundargerðir til kynningar
10. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
900. fundur haldinn 26. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 900.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica