Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 153

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.05.2025 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2504345 - Austurvegur 46B - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Guðmundur Hjaltason hönnuður fyrir hönd HS veitna tilkynnir um áform til að setja upp spennistöð á lóðinni.
Helstu stærðir eru 9,5 m2 og 30,3 m3

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin þar sem að umsóknin uppfyllir kröfur 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012
Samþykkt
2. 2411277 - Austurvegur 65 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Birkir Kúld Pétursson hönnuður fyrir hönd Mjólkursamsölunar ehf. sækir um leyfi til að byggja 2 viðbyggingar við núverandi hús.
Helstu stærðir eru; 290,6m² & 1.467,4m³.
Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 144 og var frestað vegna ófullnægjandi gagna.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
3. 2504290 - Hásteinsvegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Listakaup-Ljósaland ehf. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við núverandi hús.

Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna.
Frestað
4. 2505066 - Miðtún 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tryggvi Tryggvason hönnuður fyrir hönd Erling Magnússonar sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Helstu stærðir eru; 133,5 m² og 326,1 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri niðurstöðu grenndarkynningar, grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum Miðtún 20, Ártún 17A,17B og 20. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
5. 2504291 - Móstekkur 104 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson hönnuður fyrir hönd Hildar Svövu Atladóttur sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Helstu stærðir eru; 240,4 m² og 961,4 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
6. 2504386 - Eyrarvík 8 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Aron Ágústsson & Guðlaug Þórdís Guðjónsdóttir eigandur af Eyrarvík 8 og Viktor Bragi Brynjarsson & Heiðrún Lilja Þrastardóttir eigendur Eyrarvík 10 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna skjólgirðingar og smáhýsis á lóðarmörkum.
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og umhverfissviðs.
Vísað í nefnd
7. 2505033 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Fræðslunet Símentun að Tryggvagötu 13
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Fræðslunetsins Símenntun á Suðurlandi vegna endurnýjun á starfsleyfi að Tryggvagötu 13, fnr. F2185555.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við endurnýjun á starfsleyfi.
Samþykkt
8. 2504284 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Sláturfélag Suðurlands brennsluofn að Fossnesi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Sláturfélags Suðurlands vegna endurnýjun á starfsleyfi fyrir sláturhús og brennsluofn að Fossnes svæði 80, fnr. F2187741.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við endurnýjun á starfsleyfi.
Samþykkt
9. 2505117 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Selfoss town tours ehf vegna Mar seafood að Brúarstræti 6A
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Selfoss town tours ehf. vegna útgáfu á starfsleyfi vegna veitingarstaðar í flokki II, Mar Seafood að Brúarstræti 6a, fnr. F2520505.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica