|
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2504345 - Austurvegur 46B - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin þar sem að umsóknin uppfyllir kröfur 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2411277 - Austurvegur 65 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2504290 - Hásteinsvegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna. |
Frestað |
|
|
|
4. 2505066 - Miðtún 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri niðurstöðu grenndarkynningar, grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum Miðtún 20, Ártún 17A,17B og 20. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2504291 - Móstekkur 104 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd. |
Samþykkt |
|
|
|
6. 2504386 - Eyrarvík 8 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi |
Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og umhverfissviðs.
|
Vísað í nefnd |
|
|
|
7. 2505033 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Fræðslunet Símentun að Tryggvagötu 13 |
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við endurnýjun á starfsleyfi. |
Samþykkt |
|
|
|
8. 2504284 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Sláturfélag Suðurlands brennsluofn að Fossnesi |
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við endurnýjun á starfsleyfi. |
Samþykkt |
|
|
|
9. 2505117 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Selfoss town tours ehf vegna Mar seafood að Brúarstræti 6A |
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis. |
Samþykkt |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 |