Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 55

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.01.2026 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason nefndarmaður, B-lista,
Viktor Stefán Pálsson varamaður, S-lista,
Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2511106 - Gagnheiði 35 - Skilti á lóðarmörkum
Lögð er fram að nýju eftir grenndarkynningu umsókn um skilti á lóð Gagnheiðar 35. Athugasemdir bárust við grenndarkynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd Árborgar tekur undir hluta þeirra athugasemda sem bárustu við grenndarkynningu málsins er varðar áhrif skiltisins á ásýnd og yfirbragð og telur að skiltið skyggi sannarlega á hús og merkingar aðliggjandi lóðarhafa. Að mati nefndarinnnar eru áhrif vegna skuggavarps/birtu ekki líklegt til að hafa veruleg áhrif á svæðinu í ljósi staðsetningar og notkunar aðliggjandi húsnæðis. Að sama skapi telur nefndin ekki sýnt að staðsetning skiltisins hafi áhrif á aðkomu að aðliggjandi lóð Gangheiðar 37. Hins vegar telur nefndin að staðsetning skiltisins geti haft neikvæð áhrif á umferðaröryggi inn á lóð umsækjanda þar sem það skiltið er staðsett í jaðri innkeyrslu inn á lóð Gagnheiðar 35 og geti valdið slysahættu þar sem skiltið er staðsett við kantstein sem skilgreinir aðkomu inn að lóðinni. Að mati nefndarinnar væri æskilegra að staðsetja skiltið í norð/austur horni lóðarnnar á mörkum lóða 31 og 35. Innan athugasemdar er jafnframt fjallað um gildandi deiliskipulag fyrir Gagnheiði frá árinu 1983 m.s.br. þar sem sannarlega er tilgreint um að á milli lóða 35 og 37 eigi að vera gönguleið inn á opið svæði suðurs. Lóðarblöð og lóðarleigusamningar sem gerðir hafa verið um lóðirnar, sá síðasti frá 2001 sem tekur til Gagnheiðar 35 taka hins vegar ekki tillit til þessara kvaða deiliskipulagsins. Af útgefnum lóðarblöðum má því merkja að stefnumörkun sveitarfélagsins geri ekki ráð fyrir gönguleið í gegnum lóðina. Mælist skipulagsnefnd til þess við skipulagsfulltrúa að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem fyrrgreind kvöð verði felld út úr skipulagi í takt við þinglýsta lóðarleigusamningu og lóðarblöð. Mælist nefndin til þess á grundvelli framlagðra athugasemda og bókunar þessarar verði umsókn um staðsetningu skiltis á umsóttri staðsetningu hafnað. Skipulagssviði Árborgar falið að annast samskipti við umsækjanda um aðra staðsetningu skiltis innan lóðar.
Hafnað
2. 2512227 - Hásteinsvegur 30 og 30a - Íbúðabyggð og gististarfsemi - Fyrirspurn
Lögð er fram fyrirspurn frá UNDRA arkitekum sem tekur til breytingar á deiliskipulagi lóða Hásteinsvegar 30 og 30a. Tillagan felur í sér að breyta heimildum gildandi deiliskipulags úr raðhúsi í 5 sjálfstæðar einingar, í samhengi við byggðarmynstur Stokkseyrar, hækka byggingar úr einni hæð í tvær hæðir, gera kvöð um gólfkóta sem taka mið af aðstæðum og flóðahættu. Auk þess að heimila gististarfsemi í flokki l og ll, í samræmi við heimildir Aðalskipulags ásamt íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir eftirfarandi breytingum á deiliskipulagi svæðisins:
- Einnar hæðar raðhúsi með 5 íbúðum breytt í 5 stakar einingar á 2 hæðum.
- Staðsetning og lögun byggingarreita endurskoðuð í samhengi við tillögu.
- Heimild fyrir bílskúrum felld niður.
- Kvöð sett um hækkun gólfkóta vegna sjávarflóðahættu í samræmi við aðalskipulag.
- Tvær bílastæðaeiningar hvoru megin lóðarinnar við Hásteinsveg.
- Heimiluð verði gististarfsemi í flokki I og II ásamt íbúðarhúsnæði.
Að auki verða settir skilmálar um arkitektúr, lóðarhönnun og efnisval.

Skipulagsnefnd Árborgar tekur jákvætt í framlagða fyrirspurn er varðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Mælist nefndin til þess að framlögð fyrispurnargögn verði forkynnt nágrönnum svæðisins áður en deiliskipulagsbreyting verði formlega unnin og kynnt.
Samþykkt
3. 2503333 - Skátafélagið Fossbúar - Deiliskipulag - Félags- og útivistarsvæði
Lögð er fram tillaga að lokinni kynningu og auglýsingu í samræmi við 40, og 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, nýtt deiliskipulag sem tekur til hluta opins svæðis OP1. Í deiliskipulaginu felst afmörkun útivistarsvæðis sem Skátafélagið Fossbúar munu hafa til afnota. Innan tillögunnar er afmarkað svæði þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu húsnæðis sem hýsir skátastarf í Árborg auk þess sem afmarkað er útivistarsvæði sem nýtist jafnt sem opið svæði fyrir almenning og starfsemi skátafélagsins. Markið tillögunnar er m.a. að nýta þá innviði sem svæðið hefur upp á að bjóða eins og bílastæði og gönguleiðir. Nýta þann gróður sem fyrir er og efla hann til muna með gróðursetningu nýrra plantna. Koma fyrir svæði sem nýtast má skólabörnum yfir veturinn til leikja og fræðslu. Koma fyrir litlum opnum húsum sem hýsa grillaðstöðu og fyrir útikennslu barna auk þess sem gert er ráð fyrir góðri tengingu við önnur opin svæði í næsta nágrenni.
Tillagan var sérstaklega kynnt nágrönnum á áhrifasvæði tillögunnar frá 25.9.2025, til og með 17.10.2025. Þá var tillagan auglýst í Dagskránni, lögbirtingarblaði frá 13.11.2025-02.01.2026, auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar.
Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Minjastofnun. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum. Samantekt skipulagsfulltrúa er varðar athugasemdir og viðbrögð er lögð fram við afgreiðslu málsins.

Að mati skipulagsnefndar Árborgar er athugasemdum svarað með fullnægjandi hætti innan samantektar skipulagsfulltrúa á athugasemdum og andsvörum sem lögð er fram við afgreiðslu tillögunnar. Gerðar eru tillögur að ákveðnum viðbrögðum við athugasemdum með uppfærslu á tillögunni. Í því fellst að innan greinargerðar verði með ítarlegri hætti fjallað um og metið um hugsanlegan fjölda notenda innan svæðisins með tilliti til áætlaðrar notkunar. Út frá því mati verði meti hvort ástæða sé til fækkunar bílastæða innan svæðisins og að þeim snúið til að minnka áhrif bílljósa á aðliggandi byggð. Jarðvegsmön verði felld út úr skipulagsáætlun og í stað hennar verði gert ráð fyrir lágvöxnum þéttvaxta gróðri á beltinu sem skilur skipulagssvæðið frá íbúðarsvæðinu þar sem áður var gert ráð fyrri mön. Bætt verði við nánari umfjöllun um aðliggjandi hverfi innan greinargerðar deiliskipulagsins og skilgreind verði áætluð staðsetning sorpskýlis á uppdrætti skipulagsins. Með fyrirvara um framlagðar úrbætur á skipulagstillögunni mælist skipulagsnefnd til þess við bæjarstjórn að tillagan taki gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við skipulagið verði tilkynnt niðurstaða sveitarfélagsins eftir gildistöku tillögunnnar.
Samþykkt
4. 2601095 - Grænarmörk, Austurvegur; Deiliskipulag Grænumarkarhverfis
Lagt er fram til kynningar og umræðu innan nefndarinnar fyrirhugað deiliskipulag lóðarinnar Grænumarkar 1, 3 og aðliggjandi svæða.
Lagt fram til kynningar.
5. 2601097 - Hellisland svæði 36; beiðni um breytingu á deiliskipulagi
Lögð er fram beiðni um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóðar Hellislands svæðis 36, L188146. Í umsóknni felst breyting á byggingarreit lóðarinnar með þeim hætti að hann verði dreginn í 5 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 10 metra til austurs.
Skipulagsnefnd Árborgar gerir ekki athugasemdir við framlagða beiðni. Mælist nefndin til þess að máið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði grenndarkynnt næstu nágrönnum eftir að fullnægjandi tillaga deiliskipulagsbreytingar liggur fyrir.
Samþykkt
6. 2508038 - Fossnes og Mýrarland - Breyting á Deiliskipulagi verslunar-þjónustu, athafna- og iðnaðarsvæða
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem tekur til lóða Breiðumýrar 8 og 10 í tengslum við uppbyggingu Eimskip Ísland ehf á lóðunum.
Skipulagsnefnd Árborgar gerir ekki athugasemdir við framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt
Fundargerðir
7. 2512009F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 165
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 165.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica