Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 165

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
17.12.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Jón Þór Jóhannsson f.h. slökkviliðsstjóra, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2301183 - Eyravegur 65/Gagnheið 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi skilar inn uppfærðum teikningum af framkvæmdinni, erindið var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 111.
Byggingarfulltrúi samþykkir framlagðan uppdrátt með fyrirvara á að hann verði lagfærður í samræmi við athugasemdir.
Samþykkt
2. 2512182 - Eyrargata 16F - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eggert Guðmundsson hönnuður fyrir hönd Gísla Ragnars Kristjánssonar sækir um leyfi til að endurbyggja hús og breyta núverandi notkun þess í einbýli.
Helstu stærðir eru; 48,8m² og 197,8m³.

Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna ásamt því að staðfesting á að lífsferilgreiningu hafi verið skilað inn til HMS fylgir ekki umsókn.
Frestað
3. 2512149 - Norðurhólar 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson hönnuður fyrir hönd Fasteignafélag Árborgar slf. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við núverandi leikskóla ásamt hjóla og vagnageymslu.
Helstu stærðir eru; 1064,2m² og 4.587,0m³.
Staðfesting á að lífsferilsgreiningu hafi verið skilað inn til HMS liggur fyrir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
4. 2512083 - Hrísmýri 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Hjaltason hönnuður fyrir hönd Áorka ehf. skilar inn teikningum af skiptingu hús úr 2 verslunarbilum yfir í 3 verslunarbil.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
5. 2401112 - Hellismýri 10 - Afturköllun lóðar
Fulltrúi skipulags- og byggingarfulltrúa hefur verið með í vinnsluferli um nokkurt skeið, afturköllun lóðarinnar Hellismýri 10, á Selfossi. Lóðinni var úthlutað til Byggingatækni ehf, á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 10.2.2021, og hafa engar byggingarframkvæmdir átt sér stað á lóðinni. Hins vegar virðist sem lóðarhafi nýtt lóðina til geymslu fyrir hina ýmsu lausamuni.
Ekki hefur verið brugðist við útsendum bréfum fulltrúa um afturköllun, eða óskum um að lausamunir á lóð verði fjarlægðir. Ákvörðun um afturköllun lóðar er í samræmi við skilmála í úthlutunarreglum sveitarfélagsins Árborgar, og liggur m.a. fyrir úrskurður frá Innviðaráðuneyti þar sem kemur fram vegna stjórnsýslukæru lóðarhafa á hendur sveitarfélaginu Árborg, að málsmeðferð á fyrri stigum máls hafi verið rétt, og afturköllun lóðar staðfest.
Í bréf i dags. 29.10.2025, sendi fulltrúi ítrekun á lóðarhafa og var gefinn frestur til 10.11.2025, til að fjarlægja alla lausamuni af lóð.
Þar sem ekki hefur verið brugðist við af hálfu lóðarhafa, áformar byggingarfulltrúi að beita ákvæðum 56.gr. mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.b., til að knýja fram úrbætur á lóð. Heimildir í lögum og reglugerð kveða á um að beita megi dagsektum allt að 500.000- á dag

Byggingarfulltrúi ákveður að dagsektir skulu vera 30.000- á dag frá og með 29. desember 2025.
Samþykkt
6. 2512222 - Stöðuleyfi - Austurvegur 23 fyrir flugeldasölu
Hjálparsveitin Tintron óskar eftir stöðuleyfi fyrir þremur 20 feta gámum sem notaðir verða til sölu á flugeldum fyrir tímabilið 26.12.2025-10.01.2026
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þremur 20 feta gámum fyrir tímabilið 26.12.2025-10.01.2026.
Samþykkt
7. 2512084 - Tryggvagata 15 - Tilkynningarskyld mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfi
Kjartan Sigurbjartsson hönnuður fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborg sækir um leyfi til að breyta herbergjaskipan innanhús á fundar og saunu rými.
Byggingarfulltrúi staðfestir móttöku tilkynningar, að mannvirkjagerð falli undir 1.mgr. 2.3.6. og að hún samræmist skipulagi.
Samþykkt
8. 2512191 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Art hostel að Hafnargötu 9
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna umsóknar Jiri Komorous um endurnýjun á starfsleyfi vegna reksturs Art Hostel / Fisherinn guesthouse.
Heiti staðar: Fisherinn guesthouse, Hafnargata 9 825 Stokkseyri F2199810, rýmisnúmer 01 0101.

Byggingarfulltrúi getur ekki tekið afstöðu til málsins þar sem að umrætt fasteignanúmer er ekki í eigu umsóknaraðila.
Hafnað
9. 2509400 - Rekstrarleyfisumsögn - Fyrir gistingu í flokki II, Bakkaseli, Stokkseyri fyrir Bakkasel
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Þorvaldar Óskars Gunnarssonar um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: H - frístundahús.

Heiti staðar: Bakkasel, 825 Stokkseyri F2199749, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 5.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica