Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 126

Haldinn í Hveragerði,
28.04.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2504097 - Innra mat á starfi frístundaheimila Árborgar
Skýrsla um innra mat á frístundastarfi Frístundaheimila Árborgar.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð þakkar greinagóða skýrslu um málefni frístundaheimila í Árborg.
Veggspjald á íslensku um markmið og viðmið í starfi frístundaheimila.pdf
2. 2504098 - Starfsemi frístundaheimila 2025
Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra frístundaþjónustu um breytingar á frístundaþjónustu Árborgar.
Bæjarráð samþykkir að frístundaheimilið Eldheimar, safnfrístund fyrir 3. - 4. bekk á Selfossi verði lögð niður frá og með 1.ágúst nk. Árgangarnir snúi á ný til frístundaheimila Bifrastar, Bjarkarbóls og Hóla næsta skólaár.

Jafnframt samþykkir bæjarráð í samræmi við tillögur fjölskyldusviðs, aukin starfshlutföll þriggja sérfræðinga frístundaheimila úr 67% í 85% og tímabundna ráðningu faglegs ráðgjafa fyrir frístundaheimili sveitarfélagsins í 60% starfshlutfall frá og með 1.ágúst nk. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en tillögurnar rúmast innan fjárhagsáætlunar með fyrrgreindum breytingum og tilfærslu fjármagns innan málaflokksins. Bæjarstjóra er falið að undirbúa viðauka þess efnis og leggja til samþykktar hjá bæjarstjórn.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica