Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 143

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
25.09.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varamaður, D-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðuðu forföll og í þeirra stað komu Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Axel Sigurðsson, Á-lista inn á fundinn. Brynhildur Jónsdóttir, D-lista er formaður á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2509014 - Sveitarfélagamörk - Árborg og Flóahreppur
Bókun Flóahrepps, dags. 16. september - færslur á sveitarfélagamörkum og sameiningarmál.
Lögð fram bókun Flóahrepps. Bæjarráð Árborgar virðir niðurstöðu sveitastjórnar Flóahrepps en bendir jafnframt á að á undanförnum árum hafi verið stigin stór skref á landsvísu við sameiningar sveitarfélaga, íbúum til heilla. Ósk Sveitarfélagsins Árborgar um opið samtal milli sveitarfélaganna um hugsanlega sameiningu stendur áfram. Sveitarfélögin eru nú þegar í samvinnu um ýmsa þjónustu við íbúa samkvæmt samningum. Í opnu samtali þyrfti eðlilega að ræða alla þjónustuþætti með hag íbúa að leiðarljósi.
Samþykkt
Tölvupóstur - Bókun sveitarstjórnar Flóahrepps.pdf
2. 2410227 - Stefnumótun Grænamörk 5
Lagt fram minnisblað um rekstrarfyrirkomulag í Grænumörk 5.
Bæjarráð samþykkir að leggja fyrir stjórn Leigubústaða Árborgar tillögu um að Leigubústaðir Árborgar taki við umsjón með útleigu og rekstri íbúðanna í Grænumörk 5 á Selfossi frá og með 25. september 2025.

Bæjarráð samþykkir að leiguverð íbúða í almennri leigu í Grænumörk verði leiðrétt til samræmis við almennt markaðsverð skv. leiguvefsjá HMS. Hækkunin verði innleidd í tveimur þrepum frá og með 1. janúar 2026 og 1. janúar 2027. Þá yrði leigan bundin við vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2026.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að næstu fimm íbúðir í húsinu við Grænumörk 5 sem losna til útleigu verður úthlutað skv. reglum Árborgar um leiguhúsnæði sem fellur undir Leigubústaði Árborgar til íbúa 67 ára og eldri. Nýtingin yrði óháð fjölda íbúða sem leigðar verða til íbúa sem þegar leigja í húsinu við Grænumörk 5 og uppfylla skilyrði Leigubústaða Árborgar.

Bæjarráð leggur til að niðurstöður ákvarðana bæjarráðs verði kynntar á næsta fundi öldungaráðs Árborgar ásamt því að haldinn verði kynningarfundur með íbúum Grænumerkur 5, mánudaginn 29. september nk. kl. 17:00 í aðalsalnum í Grænumörk.
Samþykkt
3. 2508239 - Stefna í tölvuinnkaupum sveitarfélagsins
Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 12. september með tillögu um stefnumörkun í tölvubúnaði fyrir nemendur í grunnskólum Árborgar.
Bæjarráð samþykkir tillögu að tölvubúnaði í grunnskólum Árborgar sem felur í sér að allir nemendur 7. - 10. bekkjar í grunnskólum Árborgar hefðu aðgang að fartölvu í daglegu skólastarfi. Einnig að nemendur í 1. - 6. bekk hefðu aðgang að spjald- eða fartölvu a.m.k. 2-3 daga í viku.

Bæjarráð leggur til að gerð verði innleiðingaráætlun miðað við fjölda nemenda í hverri skólastofnun vísar málinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Samþykkt
4. 2509299 - Bergrisinn - staðsetning á búsetuúrræði
Erindi frá skrifstofustjóra Bergrisans bs, dags. 17. september, þar sem óskað er eftir að næsta búsetuúrræði á vegum félagsins verði staðsett í Árborg.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa, í samráði við fjölskyldusvið, að leggja fram valkosti um mögulega staðsetningu næsta búsetuúrræðis í Sveitarfélaginu Árborg.
Samþykkt
Tölvupóstur - Staðsetning á næsta búsetuúrræði Bergrisans - beiðni til Árborgar.pdf
5. 2509247 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025
Upplýsingar um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025.
Lagt fram til kynningar.
Framkvæmdastjórar sveitarfélaga.pdf
6. 2509297 - Stefnumótun til 2030 - Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Erindi frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 16. september, þar sem sveitarfélögum á starfssvæðinu og öðrum hagsmunaaðilum er boðið að leggja fram ábendingar og hugmyndir í stefnumótunarvinnu fyrir HSU.
Bæjarráð þakka fyrir erindið og vísar því til skoðunar hjá fagsviðum sveitarfélagsins. Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þjónustu HSu fyrir íbúa og gesti á Suðurlandi sem hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Bæjarráð vonar að stefnumótunarvinnan nýtist vel til að bæta þjónustuna enn frekar ásamt því að auka líkur á frekari fjármögnun frá ríkinu til að byggja upp húsnæði og innviði starfsemi Hsu til framtíðar.
Samþykkt
Tölvupóstur - Þátttaka í stefnumótunarvinnu Heilbrigðisstofnun Suðurlands til ársins 2030.pdf
Stefna HSU.pdf
7. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Fundartími bæjarráðs þar sem að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður 2. október nk.
Lagt er til að næsti fundur bæjarráðs verði miðvikudaginn 1.október kl.7:30. Fundargögn verða send út mánudaginn 29. september.
Samþykkt
Fundargerðir
8. 2509007F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 24
24. fundur haldinn 18. september.
Fundargerðir til kynningar
9. 2502030 - Fundargerðir stjórnar SASS 2025
626. fundur haldinn 5. september.
Lagt fram til kynningar.
626. fundargerð SASS_060925.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:51 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica