Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 110

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
08.04.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Bæjarstjóri óskaði eftir að tekin yrðu á dagskrá með afbrigðum tvö mál sem ættu sérstaklega að vera á dagskrá bæjarráðs í dag en eru falin undir fundargerð félagsmálanefndar.

1 - Heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð - 2103104
2 - Starfsreglur Barnaverndarnefndar - 2103365

Bæjarráðsfulltrúar samþykkja afbrigðin.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2103104 - Tillaga að heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 24. fundi félagsmálanefndar, frá 30. mars, liður 5. Tillaga að heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð.

Félagsmálanefnd samþykkti samhljóða heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð hjá Sveitarfélaginu Árborg og vísaði þeim til bæjarráðs.

Heiða Ösp Kristjánsdóttir og Guðrún Svala Gísladóttir frá félagsþjónustu Fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið og kynntu breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
 
Gestir
Guðrún Svala Gísladóttir - 17:00
Heiða Ösp Kristjánsdóttir - 17:00
2. 2103365 - Starfsreglur Barnaverndarnefndar
Tillaga frá 24. fundi félagsmálanefndar, frá 30. mars, liður 6. Starfsreglur Barnaverndarnefndar.

Félagsmálanefnd samþykkti starfsreglur og vísaði til bæjarráðs.

Heiða Ösp Kristjánsdóttir og Guðrún Svala Gísladóttir frá félagsþjónustu Fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið og kynntu starfsreglur Barnaverndar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
 
Gestir
Guðrún Svala Gísladóttir - 17:00
Heiða Ösp Kristjánsdóttir - 17:00
3. 2103376 - Umsögn - frumvarp til laga um almannavarnir, almannavarnastig o.fl.
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.
Bæjarráð Árborgar telur breytingarnar í frumvarpinu óheppilegar og til þess fallnar að ábyrgð og valdsvið sveitarstjórna og almannavarnanefnda verði óskýrari.
Umsögn - frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.pdf
4. 2002030 - Viðbragð vegna Kórónaveirunnar og Covid-19
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis, dags. 25. mars.
Lagt fram til kynningar.
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 25.3.2021 - RA (002).pdf
5. 2103198 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindrun
Tillaga frá 64. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. mars, liður 9. Framkvæmdaleyfisumsókn - Hraðahindrun.

Sótt var um framkvæmdaleyfi vegna gerð nýrrar hraðahindrunar í Hagalæk samkvæmt gildandi umferðarskipulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn fyrir hraðahindrun í Hagalæk yrði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir hraðahindrun í Hagalæk.
6. 2103259 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Vatns og hitaveita við Votmúlaveg.
Tillaga frá 64. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. mars, liður 11. Framkvæmdaleyfisumsókn - Vatns- og hitaveita við Votmúlaveg.

Sótt var um framkvæmdarleyfi fyrir lögnum á vatns og hitaveitu við Votmúlaveg.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn fyrir lögnum á vatns- og hitaveitu við Votmúlaveg yrði samþykkt.

bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyf fyrir lögnum á vatns- og hitaveitu við Votmúlaveg.
2764-021-BRE-005-V02-Árborg framkvæmdaleyfi Vesturmúli-Austurmúli.pdf
2764-021-TEI-016-V01-Austurkot - Votmúlavegur hitaveita-350 Austurkot.pdf
2764-021-TEI-016-V01-Austurkot - Votmúlavegur hitaveita-351 Austurkot.pdf
2764-021-TEI-017-V01-Vesturmúli - Lækjarmótavegur vatnsveita-405 Votmúlavegur.pdf
2764-021-TEI-017-V01-Vesturmúli - Lækjarmótavegur vatnsveita-406 Lækjarmótavegur.pdf
7. 2103248 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Leiksvæði við Engjaland
Tillaga frá 64. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. mars, liður 10. Framkvæmdaleyfissumsókn - Leiksvæði við Engjaland.

Sótt var um framkvæmdaleyfi vegna nýs leiksvæðis við Engjaland.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn fyrir leiksvæði við Engjaland yrði samþykkt.

bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyf fyrir fyrir leiksvæði við Engjaland.
Leiksvæði Engjalandi - 10.3 í vinnslu.pdf
8. 2103315 - Tækjageymsla Hrísholt 9 á lóðinni Austurvegur 54
Beiðni Smíðanda ehf. um afnot af húsnæði Svf. Árborgar að Austurvegi 54.
Bæjarráð samþykkir að skúr sem tilheyrði Hrísholti 9 en stendur á lóð Austurvegar 54 verði rifinn til samræmis við gildandi skipulag.
Framkvæmdinni er vísað til Mannvirkja- og umhverfissviðs til úrvinnslu.
Lóðin Austurvegur 54 og Tækjageymsla sem stóð á Hrísholti 9.pdf
9. 2103384 - Beiðni um styrk til kaupa á dráttarvél
Erindi frá Hestamannafélaginu Sleipni, dags. 29. mars 2021, þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á dráttarvél, sem nýtist til viðhalds og uppbyggingar á íþróttasvæði félagsins að Brávöllum.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar ársins 2022.
Beiðni um styrk til kaupa á dráttarvél.pdf
10. 1810218 - Erindisbréf - Samþykktir hverfisráða Árborgar
Málið var áður á dagskrá 18. febrúar sl., þar sem bæjarráð óskaði eftir að núverandi fulltrúar í hverfisráðum sitji áfram til vors og verða þá ný ráð skipuð í maí samkvæmt nýjum, endurskoðuðum samþykktum. Fram að þeim tíma verða samþykktir hverfisráða til endurskoðunar.
Sem liður í vinnu við endurskoðun samþykktanna hefur verið leitað aðkomu RR ráðgjafar við að skoða hlutverk og tilhögun hverfisráða. Verkefnistillaga RR ráðgjafar er hér lögð fyrir bæjarráð til skoðunar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu Róberts Ragnarssonar um vinnutilhögun. Markmið verkefnisins er að meta hvort núverandi fyrirkomulag við hverfisráð sé til þess fallið að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett framog leggja fram tillögur til úrbóta eftir því sem við á.
Kostnaður er um ein milljón króna.
11. 2002030 - Viðbragð vegna Kórónaveirunnar og Covid-19
Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili.
Lagt fram til kynningar.
Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili.pdf
Uppfærð staða verkefna í aðgerðapakka mars 2021.pdf
12. 2102108 - Samþykkt frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál
Samgöngu- og sveitarsjórnarráðuneytið vekur athygli á breytingu á lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur).
Lagt fram til kynningar.
FW: Lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur).pdf
13. 1801139 - Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjamóta
Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 31. mars 2021, um málslok vegna frávikis frá 6. gr., sbr. 7. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 14. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs í landi Lækjarmóta í Árborg.
Bæjarráð samþykkir málalyktir en óskar eftir vinnuskýrslu, þ.e. sundurliðun á vinnu sérfræðings, vegna uppsetts gjalds, kr. 1.584.000,-, áður en til greiðslu kemur.
Málslok - Árborg.pdf
14. 2104449 - Útgáfa skuldabréfa
Tilboð frá Landsbanka og Fossar markaðir lögð fram á fundinum. Lagt er til við bæjarráð að fela Landsbankanum að annast útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa fyrir Svf. Árborg upp á 2,2 milljarða.

HLH ráðgjöf hefur verið bæjarstjóra og fjármálastjóra innan handar í að skoða lánakjör og möguleika á skuldabréfaútgáfu. Landsbankann telur að vænlegt sé að gefa út skuldabréf fyrir Svf. Árborg á markaði fyrir svokalluð rauð og græn skuldabréf, sem eru til fjárfestinga á sviði samfélagslegra mála annarsvegar og umhverfislegra mála hinsvegar. Þar er um mun stærri lánamarkað að ræða til að sækja á, enda margir lífeyrissjóðir sem horfa sérstaklega til ofangreindra þátta þó svo að þetta útiloki ekki þátttöku annarra fjárfesta. Ekki er fullvíst að rauð og græn bréf skili betri kjörum, en með stærri markaði aukast þó líkurnar á því.
Útgáfa grænna og rauðra bréfa er mjög spennandi kostur og gæti mögulega bætt ímynd Árborgar sem sveitarfélags og fjárfestingarkosts, ásamt því að verða hvatning til agaðra vinnubragða í fjárfestingum og fjárfestingaáætlunum.

HLH ráðgjöf hefur kynnt sér þá aðila sem bjóða þjónustu við útboð skuldabréfa og koma bæði Fossar og Landsbankinn vel til greina sem traustir og þrautreyndir aðilar. Samkvæmt meðfylgjandi tilboðum treystir Landsbankinn sér til þess að ljúka útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa fyrir júní mánuð á meðan Fossar gera það ekki.

Bæjarstjóri og fjármálastjóri leggja því til við bæjarráð að Landsbanka verði falið að annast útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa fyrir andvirði 2,2 milljarða.

Bæjarráð samþykkir að hafin verði vinna við útgáfu grænna og rauðra skuldabréfa í samstarfi við Landsbankann og gert ráð fyrir að heildarfjárhæð verði um 2,2 milljarðar.

Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði Gunnars Egilssonar, D-lista.
Minnisbl - skuldabréfaútgáfa.pdf
Fundargerðir
15. 2103023F - Eigna- og veitunefnd - 42
42. fundur haldinn 24. mars.
16. 2103013F - Skipulags og byggingarnefnd - 64
64. fundur haldinn 24. mars.
17. 2103028F - Félagsmálanefnd - 24
24. fundur haldinn 30. mars.
Fundargerðir til kynningar
18. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
896. fundur haldinn 26. mars.
Lagt fram til kynningar.
19. 2102005 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2021
300. fundur haldinn 22. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
20. 2102089 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2021
28. fundur haldinn 19. mars.
Lagt fram til kynningar.
21. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
568. fundur haldinn 24. mars.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica