Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 112

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
01.03.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, aðstoðar byggingarfulltrúi
Næsti afgreiðslufundur byggingarfulltrúa verður haldinn 29.mars næstkomandi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2302280 - Suðurgata 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Knútur Jónasson hönnuður fyrir hönd Ægir Sævarsson sækir um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði. Helstu stærðir eru; 151,0 m² og 695,5m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er ekki í samræmi við deiliskipulag, og er vísað til skipulagsnefndar.

Vegna viðvarandi skorts á heitu vatni í sveitarfélaginu og óvissu um afkastagetu Selfossveitna mun byggingarfulltrúi óska eftir umsögn Selfossveitna og sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs um hvort umrædd lóð geti tengst veitukerfum sveitarfélagsins. Vísast í þeim efnum m.a. til skilyrða sem leiða af byggingarreglugerð sem og skilyrða um byggingarhæfi lóða skv. 3. tölul. 11. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.


2. 2302222 - Suðurleið 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Friðrik Ólafsson hönnuður fyrir hönd Sæmunds Ásgeirssonar sækir um leyfi til að byggja geymslu og vinnustofu. Helstu stærðir eru; 240,0 m² og 964,8 m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.

Vegna viðvarandi skorts á heitu vatni í sveitarfélaginu og óvissu um afkastagetu Selfossveitna mun byggingarfulltrúi óska eftir umsögn Selfossveitna og sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs um hvort umrædd lóð geti tengst veitukerfum sveitarfélagsins. Vísast í þeim efnum m.a. til skilyrða sem leiða af byggingarreglugerð sem og skilyrða um byggingarhæfi lóða skv. 3. tölul. 11. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.
3. 2205157 - Víkurmói 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús H. Ólafsson leggur fram breytta aðaluppdrætti til yfirferðar. Málið var áður fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 92 og var samþykkt byggingaráform.
Helstu stærðir 2.085,6m² & 6.056,0m³

Vegna viðvarandi skorts á heitu vatni í sveitarfélaginu og óvissu um afkastagetu Selfossveitna mun byggingarfulltrúi óska eftir umsögn Selfossveitna og sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs um hvort umrædd lóð geti tengst veitukerfum sveitarfélagsins. Vísast í þeim efnum m.a. til skilyrða sem leiða af byggingarreglugerð sem og skilyrða um byggingarhæfi lóða skv. 3. tölul. 11. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.
4. 2205158 - Víkurmói 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Magnús H. Ólafsson leggur fram breytta aðaluppdrætti til yfirferðar. Málið var áður fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 92 og var samþykkt byggingaráform.
Helstu stærðir 2.085,6m² & 6.056,0m³

Vegna viðvarandi skorts á heitu vatni í sveitarfélaginu og óvissu um afkastagetu Selfossveitna mun byggingarfulltrúi óska eftir umsögn Selfossveitna og sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs um hvort umrædd lóð geti tengst veitukerfum sveitarfélagsins. Vísast í þeim efnum m.a. til skilyrða sem leiða af byggingarreglugerð sem og skilyrða um byggingarhæfi lóða skv. 3. tölul. 11. gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.
5. 2212050 - Gagnheiði 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Grjótgás ehf sækir um byggingarheimild til að byggja við matshluta 3. Helstu stærðir eru; 79,9 m2 og 527,5 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og hefur verið grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.

Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að gert verði grein fyrir breytingum á grunnmynd. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
6. 2202204 - Tryggvagata 10-12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson hönnunarstjóri sendir inn breytta aðaluppdrætti.
Byggingarleyfi var gefið út 30.08.2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytta uppdrætti með fyrirvara um að lagfærð verði hönnun í samræmi við kafla 6. í byggingarreglugerð.
7. 2302251 - Árvegur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigríður Magnúsdóttir hönnunarstjóri hönnuður fyrir hönd Ríkiseigna sækir um leyfi til að byggja húsnæði fyrir varaaflvél fyrir sjúkrahúss Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Helstu stærðir 56,9m² & 262,0m³

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
8. 2302300 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Austurvegur 2
Sveitarfélagið Árborg tilkynnir um framkvæmdir innanhús á 1..hæð að Austurvegi 2 sem eru undanþegnar byggingaleyfi.
Um er að ræða óverulega breytingu á innra skipulagi sem er undanþegin byggingarleyfi og fellur undir grein 2.3.5 staflið a.
Framkvæmdin er samþykkt.
9. 2302223 - Stöðuleyfi - Fangelsið Litla Hraun
Fortis ehf sækir um stöðuleyfi frá 06.02.2023- 06.02.2023 fyrir vinnubúðum vegna framkvæmda á Litla Hrauni.
Umsókn fellur ekki undir ákvæði byggingarreglugerðar varðandi stöðuleyfi.
10. 2302289 - Stöðuleyfi - Suðurgata 14
Oddur Hafsteinsson óskar eftir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir 2 gáma.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi í 3 mánuði þ.e. 01.03.2023-01.06.2023.
11. 2302201 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Sundlaugina á Stokkseyri
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurútgáfu starfsleyfis fyrir sundlaugina á Stokkseyri
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurútgáfu starfsleyfis

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica