Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 111

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
15.02.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, aðstoðar byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Erindi til kynningar
13. 2302118 - Húsnæðisáætlun 2023
Sveinn Pálsson byggingarfulltrúi kynnir drög að Húsnæðisáætlun til ársins 2032.
Lagt fram til kynningar.
Almenn afgreiðslumál
1. 2302051 - Austurvegur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnuður fyrir hönd Fossver ehf. sækir um leyfi til að byggja verslunar-,skrifstofu- og íbúðarhúsnæði ásamt kjallara. Helstu stærðir eru; 2615,9m² og 7393,4m³.
Gert er ráð fyrir að byggt verði fjögurra hæða verslunar-, þjónustu- og fjölbýlishús á lóðinni. Húsið kemur í stað núverandi húss (288,1 m²) sem verður fjarlægt.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er ekki í samræmi við deiliskipulag.
Vísað til skipulagsnefndar.

Austurvegur 11 A mótt 06.02.2023.pdf
2. 2301359 - Litla-Hraun fangelsi - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Heba Hertervig hönnuður fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna sækir um leyfi til breytinga innanhúss á matshluta 01 og 07 ( hús 2 og 5) á Litla Hrauni. Rifin er viðbygging við matshluta 1 og húsið fært nær upprunalegu útliti. Umsóknin var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 110 og var málinu þá frestað.
Um er að ræða fyrsta áfanga í gagngerum endurbótum og uppbyggingu á Litla-Hrauni.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir eldvarnareftirlits B.Á. vegna brunahönnunar og athugasemdir byggingarfulltrúa . Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
3. 2302101 - Suðurgata 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild.
Eiríkur Vignir Pálsson hönnuður fyrir hönd Ægir Sævarssonar sækir um leyfi til að byggja sólskála við einbýli. Helstu stærðir eru; 48,1 m2 og 115,4 m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.2 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Suðurgata 19-Sólskáli A mótt 13.02.23.pdf
4. 2301016 - Eyravegur 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson hönnunarstjóri f.h. 101heimur ehf. sækir um leyfi til að breyta notkun húsnæðisins. Málið var áður rætt á fundi 109 en afgreiðslu frestað þar sem byggingarlýsingu vantaði á uppdrátt.
Fyrir liggja uppfærðir aðaluppdrættir og skráningartafla. Ný notkun er heilsurækt og geymslur. Ný notkun er í samræmi við samþykkt aðalskipulag.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.2 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Eyravegur 35 A mótt 13.02.2023.pdf
5. 2301183 - Eyravegur 65/Gagnheið 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi sækir um leyfi til breytinga innan húss og utan. Var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 110.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag.
Gögn liggja fyrir skv. 2.3.2 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Uppf. aðalt. Gagnheiði 32 og Eyravegur 65 inn á gátt 5-2-23.pdf
6. 2302039 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Suðurleið 35
Árni Sólon Steinarsson tilkynnir um uppsetningu smáhýsis á lóð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Umsækjandi (eigandi - einstaklingur/ fyrirtæki) - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.pdf
suðurleið 35 staðsetning.pdf
7. 2302037 - Stöðuleyfi - Suðurleið 35
Árni Sólon Steinarsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám til að nota sem vinnuskúr vegna fyrirhugaðra byggingafræmkvæmda. Óskað er eftir leyfi fyrir tímabilið 01.02.2023 - 01.08.2023
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurleið 35
Umsókn um stöðuleyfi.pdf
8. 2302097 - Stöðuleyfi - Suðurbraut 48
Örlygur Sævarsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Suðurbraut 48.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 13.02.2023-12.02.2024

Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurbraut 48.
Umsókn um stöðuleyfi.pdf
Flatir - gámur.pdf
9. 2301382 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Félagsheimilið Staður
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurútgáfu starfsleyfis fyrir Félagsheimilið Stað.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurútgáfu starfsleyfis.
FW: Starfsleyfi Félagsheimilisins Staðs Eyrarbakka..pdf
2301147HS - Ósk um umsögn.pdf
Umsókn um starfsleyfi - almennt.pdf
10. 2302001 - Hásteinsvegur 42 - Umsagnarbeiðni um staðsetningu ökutækjaleigu.
Samgöngustofa biður um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Hásteinsvegi 42 á Stokkseyri og forsvarsmaður Rafbílaleigunnar verður Jónas Welding. Um er að ræða deilibílaþjónusta þar sem bílarnir verða staðsettir hjá einstaklingum og fyrirækjum um allt land. Það verður því enginn floti af bílum á Stokkseyri þótt heimilisfang leigunnar verði þar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verður engin floti af bílum á lóðinni.
Starfsabyrgartrygging-Valhalla-630309 0340.pdf
FW: 23012136 - Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu.pdf
Valhalla ehf., beiðni um umsögn.pdf
Fwd: Starfsemi deilibíla leigu.pdf
Rafbílaleigan-Nuna.is-Valhalla-Kynning.pdf
11. 2302045 - Eyrarbraut 39 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir íþróttahús Stokkseyrar.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna fyrirhugaðrar endurútgáfu starfsleyfis fyrir íþróttahús Stokkseyrar.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurútgáfu starfsleyfis.
Umsókn um starfsleyfi - almennt.pdf
2302011HS - ósk um umsögn Íþróttahús Stokkseyrar.pdf
12. 2302102 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Rarik ohf.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurútgáfu starfsleyfis fyrir aðveitustöð að Austurvegi 66.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurútgáfu starfsleyfis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica