Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 88

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
23.02.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Helga Þórey Rúnarsdóttir varamaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sölvi Leví Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Sölvi Leví Gunnarsson tóku þátt í fundi í gegnum fjarfundarbúnað.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2202173 - Stofnun landeigna - Lækjargarður 2
Björg Sighvatsdóttir leggur fram umsókn um stofnun nýrrar 3,84ha landspildu(Lækjargarður 2) úr landi Lækjamóta L166196. Eftir að spildan hefur verið stofnuð, er ætlunin að sameina nýja spildu við Lækjargarð L166200, og verður hin sameinaða landspilda 39,68ha að stærð og mun þá fá heitið Lækjargarður.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar og heiti hennar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti verði samþykkt.
Samþykkt
2. 2202097 - Sigtún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi byggingarfulltrúa dags.16.2.2022:
Þórey Edda Elísdóttir hönnuður hjá Verkís, leggur fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna viðbyggingar á mannvirkinu Sigtún 1. Núverandi bygging að Sigtúni 1 á Selfossi er nýtt sem leikhús. Nú stendur til að endurnýja og stækka anddyrið við leikhúsið, bæta búningaaðstöðu fyrir leikara, bæta við snyrtingu, bæta aðgengi að leikhúsinu fyrir hreyfihamlaða og efla brunavarnir. Um er að ræða 34,5 m2 viðbyggingu við núverandi leikhús, opnun milli viðbyggingar og leikhússins, endurnýjun á útitröppum, gerð skábrautar og gerð flóttaleiðar úr kjallara eldra húss við Sigtún 1 á Selfossi. Viðbyggingin er timburhús á steyptum grunni á einni hæð.Samkvæmt lóðarblaði frá 2007 er ekki afmarkaður byggingarreitur á lóð.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráform og byggingarleyfi vegna fyrirhugðrar framkvæmdar, enda fylgir viðbygging núverandi byggingarlínu núverandi anddyris á vesturhlið húss. Skipulagsnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Sigtúns 3. Einnig verði óskað eftir umsögn mannvirkja- og umhverfissviðs vegna nálægðar við götu.
3. 2202206 - Heiðarstekkur 1-3. - Bílastæðamál
Bryndís Sveinsdóttir íbúi á Heiðarstekk 1, á Selfossi, leggur fram fyrirspurn í tölvupósti dags. 15.2.2022 ásamt skýringarblaði, þar sem lýst er yfir áhyggjum af bílastæðaskorti við húsið.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að áframsenda fyrirspurn og hugleiðingar Bryndísar til húseiganda og skipulagshöfundar.
Samþykkt
4. 2112016 - Deiliskipulag - Breiðumýrarholt
Hildur Bjarnadóttir f.h. landeigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi sem tekur til tveggja 6.4ha landspildna í landi Breiðumýrarholts, L194764 og L194765. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að á hvorri spildu verði byggingarmagn fyrir frístundahús allt að 250m2, bílskúr allt að 70m2, hesthús allt að 500m2 og skemmu allt að 3000m2. Svæði er í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, skilgreint sem landbúnaðarland, og eru spildurnar skráðar í fasteignaskrá Þjóðskrár sem sumarbústaðarland. Aðkoma að svæðinu er af Holtsvegi og norður Mýrarveg.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga.
Samþykkt
6. 2107156 - Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 3.11.2021 og 9.2.2022:
Lögð er fram lagfærð tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar (Björkurstykkis), vegna lóðarinnar Móstekkur 14-16. Ný tillaga gerir ráð fyrir að byggingarreitur sé færður til á lóðinni og heimilt verði að byggja eina byggingu í stað tveggja áður og íbúðum fjölgað úr 8 í 10 íbúðir. Bílastæði á lóð verða 16. Breytingin kemur til vegna sérstakrar lögunar lóðar. Tillagan hefur verið grenndarkynnt og barst ein athugasemd. Núverandi tillaga hefur verið unnin nánar og kynnt þeim aðila er gerði athugasemdir, og hefur aðilinn gefið jákvæða umsögn um tillöguna í tölvuósti dags. 15.2.2022.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Nefndin leggir til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við ofangreint.
Samþykkt
7. 2202256 - Larsenstræti 2 - Deiliskipulagsbreyting
Larsen hönnun og ráðgjöf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Merkilandstúns (Larsenstræti). Um er að ræða lóðina Larsenstræti 2, sem er skilgreind verslunar- þjónustu og athafnalóð. Breytingin felur í sér að lóðarmörk eru færð örlítið til og verða til samræmis við útgefið lóðablað. Við breytinguna falla úr bílastæði við lóðir 2,4 og 6. Byggingarreitur er minnkaður um nærri helming. Með breytingu verður aðkoma að byggingreit betri, aðföng að Larsendstræti 2 og 4 verða auðveldari, bygging væntanlegs húss á lóð verður einfaldari auk þess sem götuásýnd frá Larsenstræti verður betri.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Larsenstræti 4 og 6, Langholti 1.
Samþykkt
Erindi til kynningar
5. 2202242 - Deiliskipulagstillaga - Eystra Stokkseyrarsel
Oddur Hermannson Landform, f.h. landeiganda (Rekstur og fjármál ehf) leggur fram tillögu í fyrirspurnarformi, að deiliskipulagi búgarðabyggðar, þ.e. blönduð byggð landbúnaðar/íbúðar lóða, í landi Eystra Stokkseyrarsels. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 39 lóðum frá 0,8-1,7 ha búgarðalóðum innan svæðis 1. Allt að 88 lóðum undir íbúðarhús , 0,5 ha að stærð. Þá er hugmynd um sumarhúsalóðir á svæðinu. Loks er gert ráð fyrir um 7,6 ha lóð undir hótel- og gistiþjónustu. Óskað er eftir að meðfylgjandi tillaga verði tekin til sérstakrar skoðunar vegna endurskoðunar aðalskipulags Árborgar 2020-2040, sem nú er í skipulagsferli.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi sé ekki í samræmi við þær áherslur sem settar eru fram við endurskoðun aðalskipulags Árborgar, þar sem lögð er áhersla á að landbúnaðarsvæði sé ekki breytt í íbúðarbyggð. Nefndin vísar einnig erindinu til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Árborgar.
Vísað í nefnd
Fundargerð
8. 2202003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 85
8.1. 2201380 - Björkurstekkur 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Guðmundsson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir 249,0 m2 og 711,5 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að uppdrættir verði leiðréttir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, leiðrétt og undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 2201383 - Bæjartröð 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnunarstjóri f.h. Jón Reynir Jónsson sækir um leyfi til að byggja hesthús.
Helstu stærðir: 155,1 m2 og 631,2 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Framlögð gögn eru ófullnægjandi.
Afgreiðslu frestað.



Niðurstaða þessa fundar
8.3. 2202066 - Engjavík 10-14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson f.h. Jórvík fasteigna ehf. sækir um leyfi til að byggja 3ja íbúða raðhús. Helstu stærðir: 299,4 m2 og 1.244,4 m3.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2202097 - Sigtún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórey Edda Elísdóttir hönnunarstjóri f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að reisa 34,5 m2 viðbyggingu og bæta flóttaleiðir úr húsinu.
Helstu stærðir 34,5 m2 og 119,2 m3.
Fyrirhugað er að rífa núverandi anddyri og byggja og nýtt og stærra ásamt skábraut. Einnig verða steyptar tröppur við kjallara og bætt við hurð.
Viðbyggingin er út fyrir byggingarreit.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2111442 - Björkurstekkur 79 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Óli Rúnar Eyjólfsson fyrir hönd Unnar Eyjólfsdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 300,7 m2 og 1.271,4 m3.
Erindið sem áður var til umfjöllunar á 80. afgreiðslufundi hefr verið grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.6. 2202152 - Suðurbraut 46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson hönnunarstjóri f.h. Óskars Georgs Jónssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Helstu stærðir eru 243,4 m2 og 849,0 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að uppdrættir verði leiðréttir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.7. 2202170 - Björkurstekkur 66 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Ara Sigurðarsonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Helstu stærðir: 185,2 m2 og 786,7 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2202171 - Björkurstekkur 65 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri f.h. Vilhjálms Árna Garðarssonar sækir um lyfi til að byggja einbýlishús.
Helstu stærðir: 210,3 m2 og 876,1 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 2202204 - Sigtún 5 (Tryggvagata 10-12) - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson hönnunarstjóri f.h. Jáverk ehf sækir um leyfi til að byggja 78 íbúða fjölbýlishús.
Helstu stærðir eru 9.988,8 m2 og 31.672,9 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Gögn eru ófullnægjandi.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.10. 21041858 - Austurvegur 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Á 38. afgreiðslufundi 28.04.2021 voru samþykkt áform um að breyta notkun á 2. og 3. hæð hússins að Austurvegi 38 þannig að þar verði 4 íbúðir. Byggingarfulltrúi afturkallaði samþykktina þann 13.07.2021 þar sem í ljós kom að ekki var samstaða meðal allra eigenda um breytinguna og uppdráttur bar með sé að fyrirhugað væri að fjölga eignarhlutum.
Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fjallað um kæru eigenda 2. og 3. hæðar hússins varðandi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 13.07.2021 og fellt úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem snýr að breyttri notkun.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1.
Samþykkt eru áform um að breyta notkun 2. og 3. hæðar hússins þannig að þar verði íbúðir í stað skrifstofa en eignarhlutum verði ekki breytt.
Byggingarheimild vegna breyttrar notkunar á 2. og 3. hæð verður gefin út þegar eftirfarandi gögn skv. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla í samræmi við samþykkt áform, undirritað af hönnuði
- Deili af tengingu brunaaðskiljandi veggjar milli stigagangs og íbúða við útvegg.
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarheimildagjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.11. 2202148 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Ísey skyr bar og Skyrland Brúarstræti 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.12. 2202149 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Takkó, Romano Brúarstræti 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.13. 2202150 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Mjólkurbúið Mathöll Brúarstræti 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.14. 2202153 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Menam Drago Dim Sum Eyravegi 1
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.15. 2202158 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Samúelson Matbar Eyravegi 1
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.16. 2202159 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Smiðjan brugghús Brúarstræti 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
Fundargerð undirrituð af fundarmönnum á rafrænan hátt.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica