Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 7

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.09.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2209103 - Umsókn um stækkun lóðar - Háheiði 10
Kjartan Sigurbjartsson f.h. Pípulagna Suðurlands, leggur fram fyrirspurn, um hvort leyfi fáist til að stækka lóðina Háheiði 15, um ca 590m2, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.


Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta umferðargreina götuna með tilliti til aðkomu og snúnings í enda götu. Þá þarf að liggja fyrir samþykki meðeigenda í húsi.
2. 2209115 - Ályktun um uppbyggingu á Eyrarbakka - Verndarsvæði í byggð (gönguleiðir og aðkoma hópferðabíla)
Axel Sigurðsson óskar eftir að leggja fram eftirfarandi ályktun fyrir skipulags- og byggingarnefnd:
"Ályktun um uppbyggingu á Eyrarbakka"
„Leggja þarf aukna áherslu á uppbyggingu á verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka, með því að tryggja góð aðgengismál um verndarsvæðin.
Verndarsvæðið að Eyrarbakka, byggt á lögum nr 87.2015 er ætlað að stuðla að verndun sögulegrar byggðar. Innan verndarsvæðisins á Eyrarbakka er að finna eina heillegustu, samfelldu byggð alþýðuhúsa frá því um og eftir áramótin 1900 sem hefur varðveist á Íslandi.
Þar af leiðandi er eftirfarandi áskorun lögð fram til að byggja upp sterkari miðbæ á Eyrarbakka með því að:
- Leggja og klára gangstéttamál á Verndarsvæði 1 með gangstéttum í viðunandi breidd.
- Tryggja byggðasafninu Húsið merkt rútustæði með góðri aðkomu fyrir hópferðabíla“

Markmiðið með þessu er að miðbær byggist betur upp á Eyrarbakka með bættri aðkomu fyrir hópferðabíla og göngumenning myndist

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkominni ályktun Axels sem er góð viðbót við "Verndarsvæði í Byggð".
Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að Verndarsvæði í byggð öðlist gildi og í framhaldi verði fylgt eftir hugmyndavinnu fyrir hin ýmsu svæði.
3. 2208115 - Efnistaka á Mýrdalssandi - Umhverfismatsskýrsla. Umsögn um mat á umhverfisáhrifum
Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar hefur í tölvupósti dags. 11.8.2022 óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Árborg á umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), frá fyrirtækinu EP Power Minerals, vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Mýrdalssandi. Skýrslan er aðgengileg og til kynningar á heimasíðu Skipulagsstofnunar. Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 26.september 2022.
"Fyrirtækið EP Power Minerals, hér eftir nefnt EPPM til styttingar, hyggur á efnistöku á vikri á Mýrdalssandi austan og suðaustan við Hafursey, svokallaðri Háöldu. Vikurinn verður fluttur út til Evrópu, og mögulega N-Ameríku, þar sem hann verður notaður sem íblöndunarefni í framleiðslu á sementi. Vikrinum verður keyrt til Þorlákshafnar þar sem hann er settur um borð í skip sem siglir með hann til sementsframleiðenda, aðallega í Evrópu. Vikrinum er ætlað að koma í stað kolaösku (e. coal fly ash) úr kolaorkuverum sem notuð hefur verið sem íblöndunarefni í sement um áraraðir. Fyrirhugað efnistökusvæði er 15,5 km2 að flatarmáli og benda jarðfræðirannsóknir til þess að auðvinnanlegur vikur innan þess svæðis sé um 146 milljónir m3 . Fyrirhugað er að taka 286 þús m3 af efni fyrsta árið en að fimm árum liðnum verði búið að auka efnistökuna upp í 1,43 milljón m3 (1 milljón tonn) á ári og er stefnt að því að halda þeim afköstum eftir það. Miðað við þær áætlanir ætti vikurlagið á Mýrdalssandi austan og suðaustan Hafurseyjar að duga til efnistöku í rúmlega 100 ár. Um er að ræða efnistöku og haugsetningu sem nemur meira magni en 500.000 m3 og er á svæði sem er stærra en 25 ha. Samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda fellur framkvæmdin því undir flokk A, þ.e. framkvæmd sem ávallt er háð umhverfismati, með vísan í tölulið 2.01 í 1. viðauka laganna."

Skipulags- og byggingarnefnd Árborgar telur varhugavert að bæta áætlaðri umferð þungaflutninga samkvæmt skýrslu Eflu, við viðkæmt vegakerfi Árborgar. Umferð um Austurveg á Selfossi er nú þegar mjög mikil og telur nefndin ekki koma til greina að bæta við umferð þungaflutninga þar í gegn umfram fyrirséða fjölgun á næstu árum. Skoða þyrfti sérstaklega hvort aðrar leiðir innan Árborgar beri áætlaða umferð þungaflutninga til lengri tíma.
Ef áætlanir um efnistöku og útflutning ganga eftir, hlýtur að teljast betri kostur að umferð þungaflutninga fari um nýja brú yfir Ölfusá og nýjan Suðurlandsveg.
Nefndin telur eðlilegt að reynt verði að finna lausn til útskipunar á vikri nærri efnistökusvæði.
4. 2209111 - Vegssvæði úr Hellislandi L162968
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 343m2 lóð, út úr Hellislandi L162968. Þinglýstur eigandií dag er GT ehf. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.


5. 2209112 - Vegstæði - Hellir 161793
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 97,587m2 lóð, út úr Hellislandi L161793. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.

6. 2209126 - Vegstæði - Fossnes L161791
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 43,488m2 lóð, út úr Fossnes L161791. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.

7. 2209127 - Vegastæði - Laugardælaland L202262-L178300
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 2,453m2 lóð, út úr Laugardælalandi L206262. Og eignnig verði stofnuð 15,327m2 lóð, út úr Laugadælalandi L178300. Munu hinar nýstofnuðu lóðir í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.

8. 2209130 - Vegstæði - Hellisland L207408
Sigríður Anna Ellerup f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um að stofnuð verði 19,855m2 lóð, út úr Hellislandi L207408. Mun hin nýstofnaða lóð í framhaldinu verða hluti af nýju vegsvæði Suðurlandsvegar.

9. 2209133 - Fyrirspurn um bráðabrigðarstaðsetnigu fyrir rafstöð
Magnús G. Kristinsson f.h. Björgvins R. Snorrasonar umsjónarmanns fasteigna hjá HSU, sækir um að fá að setja niður tímabundið nýja vara-aflstöð á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að rafstöð verði sett upp á meðan byggingarframkvæmdum stendur. Nefndin bendir fyrirspurjanda að vera í samráði við byggingarfulltrúa vegna hugsanlegs stöðuleyfis. Þá verði hugað að bestu mögulegu staðsetningu rafstöðvar í samráði við byggingarfulltrúa.
10. 2209134 - Úthlutunarreglur lóða.
Lögð er fram tillaga til skipulags- og byggingarnefndar, þess efnis, hvort ekki sé rétt að huga að endurskoðun á reglum varðandi auglýsingu, umsóknir og úthlutanir á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við
endurskoðun á reglum varðandi auglýsingu, umsóknir og úthlutanir á lóðum í Sveitarfélaginu Árborg.
Fundargerðir
11. 2208028F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 99
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 99 - Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica