Bæjarráð - 124 |
Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, 10.04.2025 og hófst hann kl. 08:10 |
|
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista, Bragi Bjarnason bæjarstjóri, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari. |
|
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2301186 - Eftirlit með fjárhagsáætlun 2023-2026 |
Bæjarritari fer yfir drög að lokaskýrslu til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), bæjarstjóra er falið að klára skýrsluna í samræmi við umræður á fundinum og skila til EFS. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025 |
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista víkur af fundi undir þessum lið.
|
3. 2303777 - Útboð á grasslætti í Árborg |
Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli skilyrði. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. |
Samþykkt |
Niðurstöðulisti útboðs Grassláttur í Árborg_270225.pdf |
|
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista kemur aftur inn á fundinn.
|
|
|
4. 2503543 - Samkomulag um móttöku seyru frá Árborg |
Bæjarráð samþykkir samninginn. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2504080 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf 2025 |
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur Álfheiði Eymarsdóttur, Á-lista að vera fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og að Sveinn Ægir Birgisson, D-lista verði til vara.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því að framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands komi til fundar á næsta fund bæjarráðs. |
Samþykkt |
Tölvupóstur - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands.pdf |
|
|
|
6. 2504001 - Stóri plokkdagurinn 2025 |
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur íbúa til að taka þátt stóra plokkdeginum.
|
Tölvupóstur - Stóri plokkdagurinn 2025.pdf |
|
|
|
|
|
Svanur Bjarnason, kemur inn á fundinn undir þessum lið Bragi Bjarnason, kom inn á fundinn kl. 9:20
|
9. 2503338 - Samstarf Sveitarfélagsins Árborgar og Vegagerðarinnar |
Rætt um mögulegar þrengingar á Gaulverjabæjarvegi til að auka öryggi hestamanna, umferð og þungatakmarkanir á Ölfusárbrú, áframhaldandi samstarf um uppbyggingu göngu- og hjólastígs milli þéttbýliskjarnanna, lýsingu við gönguþveranir á Stokkseyri og öryggi gangandi vegfarenda um Austurveg á Selfossi. Einnig farið yfir umferðarflæði á svæðinu til framtíðar með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá og aukinnar þungaumferðar gegnum sveitarfélagið. |
|
Svanur Bjarnason, fer af fundinum
|
|
|
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista vék af fundi kl. 10:08
|
10. 2504124 - Úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir íbúðalóðir við Hjalldæl á Eyrarbakka |
Fulltrúar D- og Á-lista greiða atkvæði með málinu en fulltrúi B-lista er á móti. Málið fer því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Arnar Freyr Ólafsson, fulltrúi B-lista, Framsóknar, lagði fram eftirfarandi bókun: Vegna metnaðarlausra áætlana meirihluta í lóðaúthlutunum og uppbyggingu á Eyrarbakka og Stokkseyri þá greiði ég atkvæði á móti framlögðum áformum um að bjóða út einungis 3 lóðir á Eyrarbakka. Er einnig haldið til streitu innheimtu á byggingarréttargjaldi sem undirritaður lagði til að yrði afnumin við ströndinga til að auka við áhuga stærri verktaka. Er því áhersluleysi meirihluta mótmælt og óskað eftir því að allt svæðið sem deiliskipulagt hefur verið við Hjalladæl verði boðið út án tafar án þess að innheimta Byggingarréttargjald svo hraða megi uppbyggingu á Eyrarbakka. Arnar Freyr Ólafsson, fulltrúi Framsóknar
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista leggja fram eftirfarandi bókun: Meirihluti bæjarráðs er ósammála afstöðu fulltrúa B-lista. Þegar hafa verið boðnar út einbýlishúsalóðir á Eyrarbakka. Útboðið gefur kost á rað- og parhúsalóðum sem beðið hefur verið eftir. Í framhaldi verður boðinn út annar pakki við Hjalladæl sem gefur enn fleiri lóðir af bæði einbýlis-, par- og raðhúsalóðum. Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista Sveinn Ægir Birgisson, D-lista
|
|
|
|
11. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026 |
Bæjarráð samþykkir að næstu fundir verði föstudaginn 25. apríl kl. 8:10 og föstudaginn 2. maí kl. 8:10. |
Samþykkt |
|
|
|
|
Fundargerðir |
12. 2503029F - Umhverfisnefnd - 21 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35 |
|