Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 124

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.04.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2301186 - Eftirlit með fjárhagsáætlun 2023-2026
Umræður um drög að lokaskýrslu sveitarfélagsins til innviðaráðuneytisins samkvæmt samningi sveitarfélagsins og innviðaráðuneytisins, dags. 27. mars 2023.
Bæjarritari fer yfir drög að lokaskýrslu til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), bæjarstjóra er falið að klára skýrsluna í samræmi við umræður á fundinum og skila til EFS.
Samþykkt
2. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025
Upplýsingar frá mannauðsdeild út mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista víkur af fundi undir þessum lið.
3. 2303777 - Útboð á grasslætti í Árborg
21. fundur umhverfisnefndar frá 1. apríl sl. liður 2. Útboð á grasslætti í Árborg.

Farið yfir niðurstöður úr útboði á grasslætti í Árborg.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Garðaþjónusta Sigurjóns ehf. 32.126.138
Slátturverk ehf. 27.945.286
Þrístólpi 28.007.026
Slegið ehf. 43.950.000
Garðar og tré 61.246.178
Garðlist ehf. 22.281.980
Efstafell ehf. 47.452.806
Fosshamar 27.441.890

Kostnaðarmat verkkaupa 31.885.030

Nefndin leggur til við bæjarráð að samið verði við lægstbjóðenda, Garðlist ehf.

Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli skilyrði. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt
Niðurstöðulisti útboðs Grassláttur í Árborg_270225.pdf
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista kemur aftur inn á fundinn.
4. 2503543 - Samkomulag um móttöku seyru frá Árborg
Tillaga frá 21. fundi umhverfisnefndar frá 1. apríl sl. liður 3. Samkomulag um móttöku seyru frá Árborg.

Kynnt drög að samningi um móttöku seyru úr rotþróm og hreinsivirkjum í Árborg.

Lagður fram samningur um móttöku á seyru úr rotþróm í Árborg við Umhverfis- og tæknisvið Uppsveitar, bs. (UTU) sem er rekstraraðili seyrusvæðisins á Flúðum. Hreinsivirki og rotþrær í Árborg eru um 300 og eru þær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Seyran er meðhöndluð og nýtt til uppgræðslu á ákveðnum svæðum.

Nefndin leggur til við bæjarráð að samið verði við UTU um móttöku á seyru.

Bæjarráð samþykkir samninginn. Jafnframt er bæjarstjóra veitt umboð til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt
5. 2504080 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf 2025
Fundarboð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands ehf 2025 fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl nk. kl. 13:30.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur Álfheiði Eymarsdóttur, Á-lista að vera fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og að Sveinn Ægir Birgisson, D-lista verði til vara.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því að framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands komi til fundar á næsta fund bæjarráðs.
Samþykkt
Tölvupóstur - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands.pdf
6. 2504001 - Stóri plokkdagurinn 2025
Stóri plokkdagurinn 2025 verður 27. apríl nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur íbúa til að taka þátt stóra plokkdeginum.

Tölvupóstur - Stóri plokkdagurinn 2025.pdf
7. 2504052 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 268. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 3. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni). Umsagnafrestur er til og með 23. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Til umsagnar 268. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48_2011 268. mál.pdf
8. 2504057 - EBÍ - fundargerðir og samþykktir
Erindi frá EBÍ, dags. 2. apríl um breytingar á samþykktum fyrir EBÍ sem samþykktar voru á aukafundi fulltrúaráðs 19. mars sl.

Fundargerð fulltrúaráðs EBÍ sem haldinn var 19. mars.

Lagt fram til kynningar.
Bréf-2025-Aðildarsveitarfélög-nýjar samþykktir.pdf
Fundargerð-fulltruaradsfundar-19032025-loka.pdf
Svanur Bjarnason, kemur inn á fundinn undir þessum lið
Bragi Bjarnason, kom inn á fundinn kl. 9:20
9. 2503338 - Samstarf Sveitarfélagsins Árborgar og Vegagerðarinnar
Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis kemur á fundinn.
Rætt um mögulegar þrengingar á Gaulverjabæjarvegi til að auka öryggi hestamanna, umferð og þungatakmarkanir á Ölfusárbrú, áframhaldandi samstarf um uppbyggingu göngu- og hjólastígs milli þéttbýliskjarnanna, lýsingu við gönguþveranir á Stokkseyri og öryggi gangandi vegfarenda um Austurveg á Selfossi. Einnig farið yfir umferðarflæði á svæðinu til framtíðar með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá og aukinnar þungaumferðar gegnum sveitarfélagið.
Svanur Bjarnason, fer af fundinum
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista vék af fundi kl. 10:08
10. 2504124 - Úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir íbúðalóðir við Hjalldæl á Eyrarbakka
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að auglýst verði eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði við Hjalladæl á Eyrarbakka. Um opið útboð verður að ræða sem auglýst verður á vef sveitarfélagsins og útboðsvefurinn nýttur. Tilboðum skal skilað innan auglýsts skilafrests. Bæjarstjóra er veitt heimild til að taka hæsta tilboði sem berst í byggingarrétt á umræddum lóðum að því gefnu að það nái lágmarksverði. Jafnframt er bæjarstjóra veitt heimild til skrifa undir skilyrt veðleyfi vegna fjármögnunar tilboðsgjafa á gatnagerðar- og byggingarréttargjöldum.
Fulltrúar D- og Á-lista greiða atkvæði með málinu en fulltrúi B-lista er á móti. Málið fer því til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Arnar Freyr Ólafsson, fulltrúi B-lista, Framsóknar, lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna metnaðarlausra áætlana meirihluta í lóðaúthlutunum og uppbyggingu á Eyrarbakka og Stokkseyri þá greiði ég atkvæði á móti framlögðum áformum um að bjóða út einungis 3 lóðir á Eyrarbakka. Er einnig haldið til streitu innheimtu á byggingarréttargjaldi sem undirritaður lagði til að yrði afnumin við ströndinga til að auka við áhuga stærri verktaka. Er því áhersluleysi meirihluta mótmælt og óskað eftir því að allt svæðið sem deiliskipulagt hefur verið við Hjalladæl verði boðið út án tafar án þess að innheimta Byggingarréttargjald svo hraða megi uppbyggingu á Eyrarbakka.
Arnar Freyr Ólafsson, fulltrúi Framsóknar

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti bæjarráðs er ósammála afstöðu fulltrúa B-lista. Þegar hafa verið boðnar út einbýlishúsalóðir á Eyrarbakka. Útboðið gefur kost á rað- og parhúsalóðum sem beðið hefur verið eftir. Í framhaldi verður boðinn út annar pakki við Hjalladæl sem gefur enn fleiri lóðir af bæði einbýlis-, par- og raðhúsalóðum.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista
11. 2206157 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Fundur bæjarráðs í dymbilviku og fundir bæjarráðs í 17. og 18. viku þar sem fundardagar koma upp á Sumardaginn fyrsta og 1. maí.

Lagt er til að næstu fundir bæjarráðs verði föstudaginn 25. apríl kl. 8:10 og föstudaginn 2. maí kl. 8:10.

Bæjarráð samþykkir að næstu fundir verði föstudaginn 25. apríl kl. 8:10 og föstudaginn 2. maí kl. 8:10.
Samþykkt
Fundargerðir
12. 2503029F - Umhverfisnefnd - 21
21. fundur haldinn 1. apríl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica