1. 2503041 - Larsenstræti 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurlaug Sigurjónsdóttir hönnuður fyrir hönd Hagar ehf. skilar inn breytingum á viðbyggingu. Helsta breytingin er að hækka hluta af viðbyggingu um 40cm.
Byggingarfulltrúi samþykkir framlagðan uppdrátt með fyrirvara á að hann verði lagfærður í samræmi við athugasemdir.
Samþykkt
2. 2506379 - Móstekkur 96 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Örn Þrastarsonar sækir um leyfi til að byggja einbýli. Helstu stærðir eru; 247,6m² og 920,2m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður i samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
3. 2506320 - Norðurbraut 48 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Svanur Þór Brandsson hönnuður fyrir hönd Jón Lárussonar sækir um leyfi til að byggja einbýli. Helstu stærðir eru; 181,2m² og 824,5m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður i samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
4. 2506408 - Ólafsvellir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Indro Indriði Candi hönnunarstjóri fyrir hönd Bjarna Bjarnasonar sækir um skráningarbreytingu á húsnæðinu ásamt útlitsbreytingu.
Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna.
Frestað
5. 2505132 - Reyrhagi 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kári Eiríksson hönnuður fyrir hönd Eignanet ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýli. Helstu stærðir eru; 151m² og 636,0m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður i samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
6. 2502239 - Baugstjörn 17 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - Smáhýsi
Steindór Guðmundsson eigandi af Baugstjörn 17 og Ásdís H. Hilmarsdóttir & Gunnfríður Ingimundardóttir eigandur af Baugstjörn 19 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
7. 2506375 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Líf Kíró Selfoss ehf að Austurveg 9
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna breytingar á útgefnu starfsleyfi, hvort að starfsemi sé í samræmi við samþykkta notkun rýmis 01 0202 á Austurveg 9
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttekt þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
8. 2506197 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir 8 Plánetur ehf. vegna tækifærisleyfi að Hrismýri 5
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar 8 Plánetur ehf. um nýtt tækifærisleyfi til áfengisveitinga að Hrísmýri 5, F2186463. Dagsetning viðburðar er frá 10.07.2025-12.07.2025
Byggingarfulltrúi getur ekki veitt jákvæða umsögn þar sem að það voru gerðar athugasemdir við öryggisúttekt.
Frestað
9. 2507009 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Knattspyrnudeild UMF Selfoss vegna grill á kjöti á Kótelettunni
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Knattspyrnudeildar UMF Selfoss vegna grill á kjöti á svæði Kótelettunar Hrísmýri 6. 10.07.2025-12.07.2025
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist notkun lóðar og þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
10. 2507010 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Knattspyrnufélags Árborgar vegna Sumar á Selfossi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Knattspyrnufélags Árborgar vegna tímabundins starfsleyfi fyrir útihátíðina Sumar á Selfossi í Sigtúnsgarði tímabilið 07.08.2025-10.08.2025
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun lóðar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.