Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
21.09.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2209164 - Ártún 2a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurbjartur Halldórsson hönnunarstjóri fyrir hönd Dara Ako Ali sækir um leyfi fyrir stækkun á húsi. Helstu stærðir eru; 20,4m2 og 59,0m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
2209164 Ártún 2a A mótt 13.09.2022.pdf
2. 2209199 - Hamravík 13-29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Björgvin Víglundsson hönnuður fyrir hönd Jórvík fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús og 7 íbúða raðhús. Helstu stærðir eru; 242,8m2 og 544,7m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Lóðin telst ekki byggingarhæf skv. Reglum Árborgar um úthlutun lóða þar ekki er búið að tengja götulagnir við dreifikerfi hitaveitu og ekki liggur fyrir hvenær það verður gert. Þá hafa ákvæði samkomulags milli landeigenda og Sveitarfélagins Árborgar varðandi afhendingu byggingarlóða (gr. 1.2), samninga við veitufyrirtæki (gr. 6) og framlagningu tímaáætlana (gr. 9 og 6) ekki verið uppfyllt að hálfu landeiganda.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
Hamravík 13-29 A mótt 15.0.2022.pdf
3. 2209218 - Björkurstekkur 83 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson hönnuður fyrir hönd Stefáns Helgasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 298,4m2 og 975,9m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
4. 2209219 - Háheiði 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson hönnuður fyrir hönd Anpro ehf. sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 1571,4m2 og 10292,8m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Hönnuður - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.pdf
2209219 Háheiði 15 A mótt 19.09.2022.pdf
5. 2209100 - Eyrargata 67, Merkigil - Umsókn um niðurrif
Gísli Ragnar Kristjánson óskar eftir leyfi til að rífa geymsluskúr mhl 030101 29,2 m2.
Byggingaráform vegna stækkunar hússins og fjölgun íbúða úr 2 í 3 voru samþykkt 17.03.2021 að undangenginni grenndarkynningu sbr. umsókn nr. 1909108. Rif á geymsluskúr er innifalið í þeirri samþykkt.
Byggingarheimild fyrir stækkun mhl 01 og rifi mhl 03 verður gefin út þegar byggingarstjóri hefur verið skráður.
Umsókn um byggingarleyfi - Niðurrif.pdf
8200-EG-(Merkigil)-67-A-1-4.pdf
6. 2209116 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Brekkuholt
Steinn Ingi Árnason tilkynnir um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi og óskar eftir leyfi til að breyta þakgerð.
Breyting á þakformi er háð byggingarheimild og ekki nægir að tilkynna framkvæmdina. Byggingarfulltrúi telur að breytingin sé óveruleg og þurfi ekki umfjöllun skipulagsnefndar sbr. gr. 2.3.4.
Sótt er um byggingarheimild á Mín Árborg.

Umsækjandi (eigandi - einstaklingur/ fyrirtæki) - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.pdf
Brekkuholt Þak A01-A1 - Sheet - A01 - A1 - Grunnmynd Þaks og útlit.pdf
7. 2209093 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - Furugrund 17
Eiður Ingi Sigurðsson tilkynnir um samþykki nágranna að Furugrund 38 vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 m.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykki nágranna.pdf
8. 2209153 - Sílalækur 6 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Ingi Björn Guðmundsson tilkynnir um samþykki nágranna að Sílalæk 4 vegna skjólveggs nær lóðarmörkum en 1,8 m.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 e.
9. 2209179 - Búðarstígur 7 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Óðinn Kalevi Andersen f.h. Sveitarfélagsins Árborg tilkynnir um lítilsháttar breytingar á innra skipulagi.
Fyrirhugað er að skipta geymslu í SA-hluta hússins í tvö rými, geymslu og tæknirými.

Byggingarfulltrúi staðfestir að framkvæmdin falli undir 1. mgr. 2.3.6 gr. byggingareglugerðar og samræmist skipulagi.
Umsækjandi (eigandi - einstaklingur/ fyrirtæki) - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.pdf
Búðarstígur 7 Breyting á innra skipulagi 5.9.2022 (1).pdf
10. 2209198 - Björkurstekkur 46 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Guðmundur Garðar Sigfússon tilkynnir um fyrirhugaða uppsetningu á 15 m2 smáhýsi við lóðarmörk i NV horni lóðar sem liggja að götu og opnu svæði.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði smáhýsið staðsett a.m.k 0,5 m frá lóðamörkum við götu/gangstétt s.k.v. gr. 3.2 í Tæknilýsingu fyrir ný hverfi í Árborg og að öðru leyti farið að ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 f og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Umsækjandi (eigandi - einstaklingur/ fyrirtæki) - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.pdf
björ skúr.pdf
11. 2209195 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Hrafntinna Villa Byggðarhorni 40
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis vegna reksturs gistingar fyrir Hrafntinnu Villu Byggðarhorni 40
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og samþykkta uppdrætti og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Umsókn um starfsleyfi - almennt.pdf
12. 2209077 - Norðurgata 18 - Endurnýjun á stöðuleyfi
Hildur Þuríður Eggertsdóttir sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir vinnuskúr.
Gildistími eldra stöðuleyfis var 30.03.2021 - 30.03.2022.

Skv. byggingarreglugerð gr. 2.6.1 er ekki heimilt að veita stöðuleyfi fyrir hús til þessara nota heldur þarf að sækja um byggingarheimild.
13. 2209217 - Stöðuleyfi - Breiðumýrarholt landnr. 194765
Linda Helgadóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 40m2 hús sem verður aðstaða fyrir vinnumenn.
Sótt er um leyfi 01.10.2022-30.09.2023

Skv. byggingarreglugerð gr. 2.6.1 er ekki heimilt að veita stöðuleyfi fyrir hús til þessara nota heldur þarf að sækja um byggingarheimild.
14. 2209133 - Fyrirspurn um bráðabrigðastaðsetningu fyrir rafstöð
Magnús Kristbergsson f.h. Björgvins R. Snorrasonar umsjónamanns fasteigna hjá HSU sækir um stöðuleyfi fyrir vararafstöð á lóð HSU vegna endurnýjunar á eldri stöð,
Samþykkt að veita stöðuleyfi 01.12.2022-30.11.2023.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica