Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 148

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
05.05.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leggur til að tekið verði á dagskrá með afbrigðum beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögnum við Suðurhóla. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2204270 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 - innleiðing farsældarlaga í Árborg
Beiðni frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs og deildarstjóra félagsþjónustu, dags. 26. apríl, þar sem óskað var eftir viðauka vegna innleiðingar laga í Árborg um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er tengist jafnframt framlögum Jöfnunarsjóðs.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að útbúa tillögu að viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn.
2. 2204283 - Hjólað í vinnuna 2022
Erindi frá Íþrótta- og Ólympíusamgandi Íslands um vinnustaðakeppnina Hjólað í vinnuna 2022 sem fram fer 4. - 24. maí.
Bæjarráð fagnar framtakinu og hvetur íbúa og starfsmenn sveitarfélagsins til þess að taka þátt í Hjólað í vinnuna 2022.
Hjólað í vinnuna.pdf
Instagram pepp og skráning 20222.pdf
Instagram pepp og skráning 20224.pdf
3. 2204079 - Faghópur um leikskóla
Minnisblað frá faghóp um málefni leikskóla í Árborg, dags. 26. apríl, um næstu skef í fjölgun leikskóladeilda í Árborg.
Bæjarráð samþykkir tillögu faghóps og leggur til við bæjarstjórn að hluti húsnæðisins við Stekkjaskóla verði aðlagað þannig að það nýtist sem 2-3 leikskóladeildir snemma árs 2023. Samhliða verði farið í að undirbúa hönnun og byggingu allt að 6 leikskóladeilda á auðri lóð við Jötunheima. Þannig verður leikskólinn Jötunheimar allt að 12 deildir fullbyggður.
4. 2204312 - Umsókn um styrk - sumarnámskeið í Oxford
Ósk um styrk vegna sumarnámskeiðs hjá Oxford háskóla á komandi sumri.
Bæjarráð fagnar þessu áhugaverða frumkvæði en sveitarfélagið hefur hinsvegar ekki tök á að styrkja einstaka íbúa til þátttöku í námskeiðum.
5. 2204318 - Covid 19 - styrkbeiðni vegna tekjufalls Umf. Selfoss
Erindi frá UMF.Selfoss, dags. 29. apríl, þar sem óskað var eftir styrk vegna tekjufalls UMF.Selfoss í kórónuveirufaraldrinum.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Slík styrkveiting er ekki á fjárhagsáætlun ársins en bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2023 í haust.
Beiðni um styrk v covid-Árborg.pdf
6. 2204210 - Eyravegur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Beiðni Sigtúns þróunarfélags ehf um niðurrif á húsnæði að Eyravegi 3, Fastanr. 2185691 og 2185693.
Óskað var eftir samþykki sveitarfélagsins sem eiganda fyrrgreindra eignahluta.

Bæjarráð samþykkir að niðurrifið eigi sér stað að því gefnu að öllum veðböndum hafi áður verið aflétt.
FMR-Eyravegur 3 Yfirlit staðfangs.pdf
7. 2204314 - Umsögn - frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Erindir frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 29. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsagögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál..pdf
Frumvarp til laga mál 582.pdf
8. 2205019 - Umsögn - frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál..pdf
Frumvarp til laga mál 482.pdf
9. 2205021 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál..pdf
Frumvarp til laga mál 530.pdf
10. 2205030 - Umsögn - frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál..pdf
Frumvarp til laga mál 593.pdf
11. 1504139 - Kaup Vegagerðar á landi vegna Suðurlandsvegar
Lagt er fram til kynningar/samþykktar samningur við Vegagerðina með áorðnum breytingum. Samningurinn var kynntur Vegagerðinni eftir afgreiðslu málsins hjá bæjarstjórn 16. mars sl. og í tilefni af fyrirvara bæjarstjórnar við samninginn var gerður viðbóta fyrirvara af hálfu Vegagerðarinnar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fyrirvara Vegagerðarinnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum og undirrita fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
12. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Varamaður í kjördeildum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Bæjarráð samþykkir að í undirkjörstjórn á Eyrarbakka verði varamaður Gerður Eðvarsdóttir og að í undirkjörstjórn á Stokkseyri verði varamaður Elín Dögg Haraldsdóttir.
13. 21101275 - Viðauki við rekstrarsamning um Selfossvöll
Viðauki við rekstrarsamning um Selfossvöll sem er í gildi milli sveitarfélagsins og Umf. Selfoss. Samningurinn gildir frá 1. janúar - 31. desember 2022.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðaukasamning vegna Selfosshallar, enda er gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun.
Viðauki við rekstrarsamning - fjölnota íþróttahús 2022.pdf
14. 2204325 - Framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur. Heitt vatn. Selfossveitur
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, kt: 630992-2069, óskar eftir framkvæmdarleyfi til rannsóknarborana norðan Ölfusár á Selfossi. Sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir borun á tveimur rannsóknarholum samkvæmt tillögu A og tillögu B sem ISOR hefur sett fram í meðfylgjandi minnisblaði. Útbúa þarf vegslóða að staðsetningum holanna og aðkoma verður skoðuð í samráði vð þá sem málið varðar sem og borverktaka. Á borstað þarf að jafna jörð og útbúa malarplan fyrir bor að standa á. Ráðist yrði í boranir á tímabilinu júní - september 2022 og verktími fyrir hvora holu er ca. 1 mánuður.

Framkvæmdaleyfið verður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar miðvikudaginn 4. maí.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdarleyfi til rannsóknarborana norðan Ölfusár á Selfossi fyrir borun á tveimur rannsóknarholum samkvæmt tillögu A og tillögu B sem sett er fram í minnisblaði Ísor frá 12. apríl 2022.
15. 2203261 - Umsókn um stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022
Umsókn frá Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins um stofnframlög vegna byggingar eða kaupa á 7 íbúðum í Árborg.

Bókun frá 145. fundi bæjarráðs:
Bæjarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir að framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins kæmi á fund bæjarráðs til að ræða erindið ásamt öðrum sameiginlegum hagsmunamálum Brynju og Sveitarfélagsins Árborgar.

Guðbrandur Sigurðsson, kemur inn á fundinn kl. 18:00.

Bæjarráð samþykkir beiðni Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnframlög vegna 7 íbúða.
Viðræðum við Guðbrand Sigurðsson var frestað að sinni.
HMS bréf vegna Brynja - Árborg 2022 - 7 íbúðir.pdf
16. 2203261 - Umsókn um stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022
Erindi frá HMS, dags. 12. apríl, þar sem óskað var eftir staðfestingu um hvort að sveitarfélagið hafi samþykkt umsókn frá Brynju hússjóði ÖBÍ um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Sótt var um vegna kaupa á 7 íbúðum í Árborg fyrir öryrkja.
Bæjarráð staðfestir að hafa samþykkt umsókn Brynju um stofnframlag vegna 7 íbúða.
Stofnframlag sveitarfélags skv. lögum um almennar íbúðir - Brynja hússjóður ÖBÍ.pdf
17. 2204255 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Suðurhólar stofnlagnir
Eggert Þ. Sveinnson f.h. Selfossveitna og Vatnsveitu Árborgar kt. 630992-2069, óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna nýrra stofnlagna vatns- hitaveitu og fjarskipta meðfram Suðurhólum á Selfossi.
Um er að ræða DN250 hitaveitulögn, Ø315 vatnslögn ásamt ídráttarrörum fyrir fjarskiptastrengi.
Tilgangur með lögnunum er að veita heitu og köldu vatni að nýju hverfi við Austurbyggð II, Dísastaðalandi. Einnig yrði til framtíðar hægt að tengja nýja stofna frá Suðurlandsvegi (1), niður með Gaulverjabæjarvegi (33) og þaðan eftir Suðurhólum, og þannig styrkja dreifikerfi vatns- og hitaveitu á svæðinu.
Stefnt er á að framkvæmdir fari fram sumarið 2022, og að þeim verði lokið fyrir haustið.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna nýrra stofnlagna vatns- hitaveitu og fjarskipta meðfram Suðurhólum á Selfossi.
Fundargerðir
18. 2204026F - Eigna- og veitunefnd - 63
63. fundur haldinn 27. apríl.
Fundargerðir til kynningar
19. 2203398 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2022
32. fundur haldinn 11. apríl.
Lagt fram til kynningar en bæjarráð vísar fundargerðinni til frekari úrvinnslu í skipulags- og byggingarnefnd.
Hverfisráð Eyrarbakka fundur 32 með athugas. v. aðalskipulag.pdf
20. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
581. fundur haldinn 25. apríl.
Lagt fram til kynningar.
581. fundur stj. SASS.pdf
21. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
909. fundur haldinn 27. apríl.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 909.pdf
22. 2205054 - Fundargerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga 2022
201. fundur haldinn 3. maí.
Lagt fram til kynningar.
Fundur 201 - 3.5.2022.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica