Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 10

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
14.02.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Brynhildur Jónsdóttir formaður, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Gísli Rúnar Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Ellý Tómasdóttir varamaður, B-lista,
Herdís Sif Ásmundsdóttir varamaður, S-lista,
Hilmar Björgvinsson fulltrúi skólastjóra,
Júlíana Tyrfingsdóttir fulltrúi leikskólastjóra,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir ,
Margrét Björk Brynhildardóttir deildarstjóri, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Margrét Björk Brynhildardóttir, deildarstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2402141 - Verklagsreglur um viðbrögð við óásættanlegri-skaðlegri hegðun nemenda í grunnskólum Árborgar
Verklagsreglur um viðbrögð þegar bregðast þarf við/stöðva óásættanlega og/eða skaðlega hegðun nemenda í grunnskólum Árborgar ásamt atvikaskráningu lagðar fram til staðfestingar.
Verklagsreglur um viðbrögð þegar bregðast þarf við/stöðva óásættanlega og/eða skaðlega hegðun nemenda í grunnskólum Árborgar lagðar fram til staðfestingar. Deildarstjóri skólaþjónustu kynnti reglurnar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar starfsfólki fyrir þeirra vinnu og staðfestir reglurnar. Nefndin leggur til að reglunum verði fylgt eftir með kynningum og fræðslu í skólunum.
2. 2402140 - Skóladagatal 2024-2025
Skóladagatal fyrir grunnskóla Árborgar skólaárið 2024-2025 lagt fram til staðfestingar.
Sameiginlegt skóladagatal grunnskóla Árborgar lagt fram til staðfestingar. Skóladagatöl hvers skóla verða lögð fyrir á næsta fundi. Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir sameiginlegt skóladagatal.
3. 2401336 - Starfsáætlun Árbæjar 2023-2024
Starfsáætlun leikskólans Árbæjar 2023-2024 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
4. 2402136 - Starfsáætlun Frístundaheimilisins Eldheima 2023-2024
Starfsáætlun frístundaheimilisins Eldheima 2023-2024 til afgreiðslu.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
5. 2402135 - Starfsáætlun Kópsins 2023-2024
Starfsáætlun frístundaklúbbsins Kópsins til afgreiðslu.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
6. 2402142 - Matsskýrsla Stekkjaskóla 2021-2022
Matsskýrsla Stekkjaskóla 2021-2022 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir matsskýrsluna.
Erindi til kynningar
7. 2204260 - Menntastefna Árborgar
Drög að menntastefnu Árborgar til 2030 til kynningar.
Margrét Björk Brynhildardóttir, deildarstjóri skólaþjónustu og verkefnastjóri stýrihóps um menntastefnu kynnir.

Margrét Björk Brynhildardóttir, deildarstjóri skólaþjónustu og verkefnastjóri stýrihóps um menntastefnu, kynnti drög að menntastefnu Árborgar til 2030. Stýrihópurinn óskar eftir umsögn nefndarinanr fyrir 1. mars. nk. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir kynninguna og hrósar stýrihópnum og ritnefndinni fyrir þeirra störf.
8. 2401163 - Samstarfsverkefni - þróun þjónustu fyrir ungt fólk í Árborg
Gunnar deildarstjóri frístundaþjónustu kynnir verkefnið "frá vanvirkni til þátttöku" og samstarf við Barna- og menntamálaráðuneytið í kringum verkefnið.
Gunnar E. Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu, kynnti verkefnið Frá vanvirkni til þátttöku. Fræðslu- og frístunanefnd þakkar fyrir kynninguna og fagnar þessu spennandi verkefni.
9. 2401140 - Styrkur til nýsköpunar- og skólaþróunarverkefna - fjölskyldusvið Árborgar
Styrkur til nýsköpunar- og skólaþróunarverkefna frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Fræðslu- og frístundanefnd fagnar styrknum og þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir metnaðarfull verkefni og vinnu að þeim.
10. 2109039 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
Skýrsla til Mennta- og barnamálaráðuneytis vegna innleiðingar farsældarlaga í Árborg árið 2023 og samstarfssamningur á milli Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar um innleiðingu laga nr. 862021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir skýrsluna.
11. 2204260 - Menntastefna Árborgar
13. fundur stýrihóps um menntastefnu 24. janúar 2024.
Til kynningar.
12. 2301237 - Samráðsfundur skólastjóra og deildarstjóra
Fundargerðir samráðsfunda skólastjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra skólaþjónustu:
12. desember 2023.
9. janúar 2024
23. janúar 2024
6. febrúar 2024

Til kynningar.
13. 2310160 - Samráðsfundir leikskólastjóra og sviðsstjóra skólaárið 2023-2024
Fundargerð samráðsfundar leikskólastjóra og sviðsstjóra:
5. desember 2023
6. febrúar 2024

Til kynningar.
14. 2212157 - Starfshópur í leik- og grunnskólamálum
Fundargerð starfshóps um frekari uppbyggingu í leik- og grunnskólum Árborgar 14. desember 2023
Til kynningar.
15. 2304273 - Fundargerðir ungmennaráðs Árborgar veturinn 2023-2024
Fundargerð ungmennaráðs frá 8. febrúar til kynningar
Til kynningar.
16. 2304269 - Fundargerðir Stóra teymis frístundaþjónustu
Fundargerð Stóra teymis frístundaþjónustu frá 10. janúar sl. til kynningar
Til kynningar.
17. 2304270 - Fundargerðir forvarnarteymis Árborgar
Fundargerð forvarnarteymis frá 6. febrúar sl. til kynningar
Til kynningar.
18. 2206083 - Skólaráð Stekkjaskóla
Fundargerð skólaráðs Stekkjaskóla frá 22. janúar 2024.
Til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:42 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica