|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista, Óskar Örn Vilbergsson varamaður, D-lista, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson . |
|
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, Aðstoðar byggingarfulltrúi. |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2208269 - Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi |
Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Langholti 1. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulags og byggingarnefnd bendir lóðarhafa á að huga að aðgengi gangandi og hjólandi innan lóðar og góð aðstaða sé fyrir hjólreiðamenn. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2207191 - Heiðarstekkur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagðan lóðaruppdrátt en bendir á að skoða þarf staðsetningu sorpgerðis í samræmi við byggingarreglugerð. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2208135 - Fossnes svæði 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin. Nefndin beinir því til forsvarsmanna lóðarhafa að huga vel að aðgengi, ásýnd og frágangi lóðar umhverfis húsin, og að vinnu við deiliskipulag verði hraðað eins og kostur er. |
Samþykkt |
|
|
|
4. 2206121 - Háheiði 15 - Umsókn um stækkun á byggingarreit |
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun á byggingarreit, og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna að lóðarblaði til samræmis við umsókn. |
Samþykkt |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 |