Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 39

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
15.09.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2108274 - Kosning í bæjarráð
Tillaga frá 122. fundi bæjarráðs frá 26. ágúst sl. liður 8. Varamenn í bæjarráði.

Á fundi bæjarráðs þann 8. júlí síðastliðinni kom upp ágreiningur um það hvort kalla mætti inn varamenn í bæjarráð af framboðslista þeirra framboða sem eiga aðalfulltrúa í bæjarráði. Miklu varðar að fá skorið úr ágreiningnum og því leitaði bæjarstjóri álits lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjóns Bragasonar.
Í svari Guðjóns kom fram að þetta væri heimilt. Guðjón taldi þó, að þar sem ágalli var á kosningu í bæjarráð á fundi bæjarstjórnar í sumar væri rétt að endurtaka kosninguna og framkvæma hana á þann hátt sem bæjarmálasamþykkt mælir fyrir um.


Bæjarráð lagði því til við bæjarstjórn að kosning í bæjarráð yrði endurtekin á næsta fundi bæjarstjórnar.

Lagt er til að eftirfarandi bæjarfulltrúar skipi bæjarráð:
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista og
Gunnar Egilsson, D-lista
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Lagt er til að:
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista verði formaður og Tómas Ellert Tómasson, M-lista verði varaformaður.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Kosning varamanns í kjördeild á Eyrarbakka.
Lagt er til að Rannveig Brynja Sverrisdóttir verði varamaður í kjördeild á Eyrarbakka í stað Þórarins Th. Ólafssonar.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 21046847 - Deiliskipulagsbreyting - Jórvík 1
Tillaga frá 76. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 8. september, liður 7. Deiliskipulagsbreyting - Jórvík 1.

Afgreiðslu erindisins var frestað á 75. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Jórvík 1. Markmið breytingarinnar var að bæta nýtingu byggingarlands og innviða en minnka vægi bílastæða og umferðar á svæðinu. Tillagan gerði ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra fjölbýlishúsa yrði hækkað og heimilað yrði aukinn fjöldi íbúða á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinu mun fjölga úr 144 í 228.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Jórvík1 - DSK - tillaga að breytingu.pdf
Jórvík1 - DSK - tillaga að breytingu - skýringauppdráttur.pdf
4. 2109087 - Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú
Tillaga frá 76. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 8. september sl. liður 9. Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú.
Ásgeir Jónsson f.h. Síld og Fiskur ehf kt. 590298-2399, lagði fram skipulagslýsingu til kynningar. Lýsingin tók til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar,í landi Hóla, þar sem fyrirhugað var að gera deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert var ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti lýsingu, og mæltist til að bæjarstjórn Árborgar samþykkti fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 3.9.2021. Skipulagsfulltrúa var falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Lýsing mun verða send Flóahreppi, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands og öðrum umsagnaraðilum eftir þörfum.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
5. 2107008F - Skipulags og byggingarnefnd - 74
74. fundur haldinn 11.ágúst.
6. 2108019F - Frístunda- og menningarnefnd - 25
25. fundur haldinn 23. ágúst.
Kjartan Björnsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls undir lið nr. 3- Nafn á fjölnota íþróttahús á Selfossvelli.
7. 2108014F - Bæjarráð - 122
122. fundur haldinn 26. ágúst.

8. 2108013F - Skipulags og byggingarnefnd - 75
75. fundur haldinn 25. ágúst.
9. 2108020F - Fræðslunefnd - 35
35. fundur haldinn 25. ágúst

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls undir lið nr. 4 - Undirbúningur og framkvæmdir við Stekkjaskóla.
10. 2108022F - Eigna- og veitunefnd - 49
49. fundur haldinn 25. ágúst.
11. 2108026F - Bæjarráð - 123
123. fundur haldinn 2. september.
Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls undir lið nr. 3 - Rekstraraðili fyrir hjúkrunarheimili í Árborg.
12. 2109006F - Bæjarráð - 124
124. fundur haldinn 9. september.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:22 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica