Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 128

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
08.05.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025
Upplýsingar frá mannauðsdeild út apríl 2025.
Lagt fram til kynningar.
2. 2504378 - Fundarboð og kjörbréf fulltrúa - aðalfundur Öldrunaráðs Íslands 2025
Erindi frá Öldrunarráði Íslands, dags. 29. apríl, þar sem boðað er til aðalfundar Öldrunarráðs Íslands sem haldinn verður 15. maí nk., aðildarfélög eru beðin um að tilkynna þátttöku á aðalfund með því að senda kjörbréf.
Bæjarráð felur Fjölskyldusviði að tilnefna fulltrúa til að sitja aðalfundinn og koma upplýsingunum á framfæri.
Samþykkt
Aðalfundarboð ÖÍ 2025.pdf
3. 2504380 - Styrkbeiðni - Austurleiðarrúta á Skógarsafn
Erindi frá Rótarýklúbbi Rangæinga, dags. 29. apríl, þar sem óskað er eftir styrk kr. 180.000,- til að gera fyrstu rútu Austurleiðar hf L 502 að safngrip fyrir Samgöngusafn Skógarsafns.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
Samþykkt
Tölvupóstur - styrkumsókn til að gera upp Austurleiðarrútu fyrir Skógasafn.pdf
4. 2504362 - Umsögn - frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 270. mál.
Bæjarstjóra var falið á 127. fundi bæjarráðs að vinna umsögn og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð Árborgar ítrekar fyrri umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og tekur í meginefnum undir þær breytingar sem koma fram í frumvarpinu. Í lagafrumvarpinu eru löngu tímabærar breytingar á regluverki jöfnunarsjóðs sem tekur betur mið af stöðu og gerð sveitarfélaga í dag. Má þar sem dæmi nefna að árið 1990 voru sveitarfélög landsins 204 en eru í dag 62 talsins. Á umræddu tímabili hafa litlar breytingar verið gerðar á grunnreglum úthlutunar hjá sjóðnum. Greiðslur jöfnunarsjóðs hafa umtalsvert vægi í tekjum sveitarfélaga og mikilvægt að sambærileg sveitarfélög fái sambærileg framlög með tilliti til tekna og rekstri málaflokka sem falla undir sjóðinn.

Að öðru leyti telur bæjarráð Árborgar að tillögur frumvarpsins séu vandaðar og til þess fallnar að styrkja stöðu sveitarfélaga landsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn ráðsins fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt
Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 270. mál..pdf
Tölvupóstur - Til umsagnar 270. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
5. 2505017 - Ábending - Bæjargarðurinn á Selfossi - Sigtúnsgarður
Erindi frá íbúum við Sigtún, dags. 2. maí, þar sem fram koma ábendingar og athugasemdir varðandi bæjargarðinn á Selfossi og næsta nágrenni hans.
Bæjarráð þakkar fyrir góðar ábendingar. Nú er starfandi vinnuhópur um hönnun Sigtúnsgarðs og bæjarráð vísar erindinu til skoðunar í hópinn.
Samþykkt
Bæjargarðurinn á Selfossi - undirritað.pdf
Fundargerðir til kynningar
6. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
978. fundur haldinn 30. apríl.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 978.pdf
7. 2504104 - Fundargerð héraðsþing HSK 2024
Þinggerð 103. Héraðsþing HSK haldinn 27. mars.
Ársskýrsla HSK 2025.
Bréf til sveitarfélaga eftir héraðsþing HSK 2025.

Lagt fram til kynningar.
arsskyrsla_HSK_vefutgafa_2024.pdf
Bréf til sveitarfélaga eftir héraðsþing HSK 2025.pdf
Thinggerd_HSK_2025.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica