Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslu- og frístundanefnd - 24

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
12.11.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Brynhildur Jónsdóttir formaður, D-lista,
Gísli Rúnar Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Ástrós Rut Sigurðardóttir nefndarmaður, Á-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir nefndarmaður, B-lista,
Elísabet Davíðsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir fulltrúi skólastjóra,
Anna Gína Aagestad fulltrúi leikskólastjóra,
Bergdís Bergsdóttir fulltrúi kennara,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla,
Soffía Guðrún Kjartansdóttir fulltrúi leikskólakennara,
Guðmunda Bergsdóttir fulltrúi frístundaþjónustu,
Margrét Björk Brynhildardóttir deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Margrét Björk Brynhildardóttir, deildarstjóri skólaþjónustu


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2511093 - Reglur um þjónustu frístundaheimila í Svf. Árborg
Endurskoðaðar reglur um þjónustu frístundaheimila lagðar fram til staðfestingar.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða.
2. 2511083 - Fáliðunaráætlun leikskóla
Endurskoðun á fáliðunaráætlun leikskóla Árborgar.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fáliðunaráætlun leikskóla Árborgar samhljóða.
3. 2511094 - Stuðningur við börn með fatlanir í íþrótta- og æskulýðsstarfi
Ályktun frá stýrihópi um stuðning við börn með fatlanir í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi lögð fram til afgreiðslu.
Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir ályktun stýrihóps um stuðning við börn með fatlanir í íþrótta-, æskulýðs-og tómstundastarfi í sveitarfélaginu Árborg og leggur til að verkefnið verði fest í sessi.
4. 2511095 - Uppskeruhátíð fræðslu- og frístundanefndar 2025
Reglugerð um kjör á íþróttamanneskjum Árborgar lögð fram til staðfestingar. Lagt er til að uppskeruhátíðin verði haldin 7. janúar næstkomandi.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir reglugerðina og leggur til að Brynhildur Jónsdóttir verði formaður valnefndar. Í nefndinni sitji auk hennar Ástrós Rut Sigurðardóttir og Elísabet Davíðsdóttir. Nefndin samþykkir að uppskeruhátíðin verði haldin 7. janúar nk.
5. 2411287 - Starfsáætlun Sunnulækjarskóla 2025-2026
Starfsáætlun Sunnulækjarskóla skólaárið 2025-2026 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
6. 2511080 - Starfsáætlun Stekkjaskóla 2025-2026
Starfsáætlun Stekkjaskóla skólaárið 2025-2026 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
7. 2511079 - Starfsáætlun Álfheima 2025-2026
Starfsáætlun leikskólans Álfheima skólaárið 2025-2026 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
8. 2511096 - Starfsáætlun frístundaheimilisins Bifrastar 2025-2026
Starfsáætlun frístundaheimilisins Bifrastar 2025-2026 lögð fram til staðfestingar
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
9. 2511097 - Starfsáætlun Frístundaheimilisins Bjarkarbóls 2025-2026
Starfsáætlun frístundaheimilisins Bjarkarbóls 2025-2026 lögð fram til staðfestingar
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
10. 2511098 - Starfsáætlun frístundaheimilisins Stjörnusteina 2025-2026
Starfsáætlun frístundaheimilisins Stjörnusteina 2025-2026 lögð fram til staðfestingar
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
11. 2511099 - Starfsáætlun frístundaheimilisins Hóla 2025-2026
Starfsáætlun frístundaheimilisins Hóla 2025-2026 lögð fram til staðfestingar
Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina.
Erindi til kynningar
12. 2503193 - Staða leikskólamála í Árborg 2025
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs dags. 2. nóvember 2025 um þróun leikskólamála í Árborg og nýtingu húsnæðis lagt fram til kynningar.

Bókun bæjarráðs á 149 fundi var eftirfarandi:
Bæjarráð samþykkir að færanlegar kennslustofur sem standa við Stekkjaskóla og eru nýttar í dag sem leikskóladeildir við Jötunheima verði færðar á lóð í Norðurhólum 5 við hliðina á Jötunheimum. Með því skapast svigrúm til að mæta þörf á leikskólaplássum og horft sé til þess að húsnæðið nýtist á þeim stað næstu árin sem tímabundin lausn fyrir þá starfsemi sem helst er í húsnæðisvanda hverju sinni.

Til kynningar.
13. 2511078 - Læsisstefna Vallaskóla 2025-2026
Læsisstefna Vallaskóla skólaárið 2025-2026 lögð fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundanefnd hrósar Vallaskóla fyrir metnaðarfulla og vel unna læsisstefnu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica