Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 124

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
09.09.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir varamaður, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2108273 - Beiðni um upplýsingar vegna ársreiknings 2020 og fjárhagsáætlun 2021
Beiðni frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 19. ágúst, um upplýsingar vegna ársreiknings 2020 og fjárhagsáætlun 2021.

Bæjarráð fól bæjarstjóra og fjármálastjóra að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

Lagt fram til kynningar.
2. 2102225 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15
Beiðni frá Anpro ehf., dags. 17. ágúst, þar sem óskað var eftir framlengdu vilyrði fyrir lóð nr. 15 við Háheiði.
Bæjarráð bendir umsækjanda á að sækja um úthlutun lóðarinnar á grundvelli þess vilyrðis sem veitt var.
Beiðni um framlengingu vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.pdf
3. 2102247 - Kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg 2021
Kjörskrá Sveitarfélagsins Árborgar í alþingiskosningum 25. september nk.
Kjörskrá lögð fram á fundinum til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir framlagða kjörskrá og felur bæjarstjóra umboð til að yfirfara og staðfesta breytingar sem kunna að verða gerða á kjörskránni fram til kosninga.
4. 2102247 - Breyting á kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg 2021
Erindi frá Þjóðskrá, dags. 31. ágúst, með ábendingu um leiðréttingu kjörskrár.
Bæjarráð staðfestir framlagða kjörskrá með þeirri breytingu sem fram kemur í bréfi Þjóðskrár dags. 31. ágúst sl. og felur bæjarstjóra umboð til að yfirfara og staðfesta þær breytingar sem kunna að vera gerðar á kjörskránni fram til kosninga.
5. 2109013 - Ársþing SASS 2021
Ársþing SASS og aðalfundir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, og Sorpstöðvar Suðurlands verður haldið á Stracta hóteli Hellu 28. og 29. október nk.
Lagt fram til kynningar.
Bréf með kjörbréfum 2021.pdf
6. 2109021 - Evrópsk samgönguvika 16.-22. september 2021
Hvatning frá Landssamtökum hjólreiðamanna, dags. 27. ágúst, um að sveitarfélög með þéttbýli á landsbyggðinni taki þátt í samgönguviku 16. - 22. september nk. til að ýta undir sjálfbærar samgöngur.
Lagt fram til kynningar.
2021_08_27_BrefUT_LHM_Samgonguvika.pdf
7. 2109054 - Beiðni um tilnefningu fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands
Erindi frá Ungmennaráði Suðurlands, dags. 1. september, þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið tilnefni einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands.
Bæjarráð vísar erindinu til Ungmennaráðs Árborgar og óskar eftir því við ráðið að það skipi einn aðalmann og einn varamann til setu í Ungmennaráði Suðurlands.
Erindi á sveitarfélögin um tilnefningu fulltrúa 2021.pdf
8. 2003206 - Ákvörðun ráðherra - starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga Covid19
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 2. september, þar sem tilkynnt var að ráðuneytið hafði birt í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að breytingum á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013.
Lagt fram til kynningar.
Til allra sveitarfélaga.pdf
9. 1710065 - Vinnuslys - slysabætur
Gögn málsins vera kynnt á settum fundi bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir minnisblaði með skýringum á uppgjöri tryggingafélagsins, skilmálum þeirra trygginga sem um ræðir og hlutdeild sveitarfélagsins í greiðslunni áður en tekin verður endanleg afstaða til málsins.
10. 2006234 - Viðverustefna
Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra um framgang viðverustefnu.
Bæjarráð þakkar greinargott minnisblað sem lagt er fram til kynningar.
minnisblað_viðverustefna_innleiðing_060921.pdf
11. 2109108 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Heildarkostnaður við knatthús
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D lista, dags. 6. september, þar sem óskað var eftir að fá uppgefinn sundurliðaðann heildar kostnað við knatthúsið eins og framkvæmdin stendur í dag.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til fjármálastjóra og mannvirkja- og umhverfissviðs og óskar eftir svörum fyrir næsta funda ráðsins.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Kostnaður við knatthús.pdf
12. 2005171 - Endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega
Tillaga frá fjármálastjóra, dags. 7. september, þar sem lagt var til að gerður yrði endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega þegar tekjuupplýsingar frá ríkisskattstjóra fyrir árið 2020 lægi fyrir. Fjármálastjóri lagði til að þetta vinnulag yrði framvegis þar sem gert er ráð fyrir þessu í áætlun hvers árs.
Bæjarráð samþykktur að gerður verði endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega þegar tekjuupplýsingar frá ríkisskattstjóra fyrir undanliðið ár liggja fyrir. Þetta vinnulag verði viðhaft, til samræmis við fjárhagsáætlun, þar til annað verður ákveðið.
Tillaga um endurútreikning á afslætti á fasteignaskatti og fráveitugjaldi 2021.pdf
Fundargerðir til kynningar
13. 2101373 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2021
213. fundur haldinn 27. ágúst.
Samþykkt um vatnsvernd. Verður tekið til afgreiðslu á aðalfundi í október.

Lagt fram til kynningar.
213_fundur_fundargerd.pdf
14. 2102089 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2021
30. fundur haldinn 7. júní.
31. fundur haldinn 15. júlí.

Lagt fram til kynningar.
30. stjórnarfundur Bergrisans bs. dagskrá (3).pdf
31. fundur stjórnar Bergrisans bs.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica