| Bæjarstjórn - 66 |
Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi, 03.12.2025 og hófst hann kl. 16:00 |
|
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar, Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari. |
|
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari |
|
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Almenn erindi |
| 1. 2506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting |
Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingu á deiliskipulagi svæðisins á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati bæjarstjórnar hefur verið brugðist við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna tillögunnar á kynningartímanum. |
| V318 BR DSK Uppdráttur 251125.pdf |
| Athugasemd íbúa við Sigtún 34, Tryggvagata 36 dskbr..pdf |
| Athugasemd FSU 17.10.2025, Tryggvagata 36 dskbr..pdf |
| Athugasemd íbúa við Tryggvagötu 34, Tryggvagata 36 dskbr.pdf |
| Athugasemd íbúa við Tryggvagötu 32, Tryggvagata 36 dskbr..pdf |
| Athugasemd íbúa við Sigtún 31, Tryggvagata 36, dskbr..pdf |
|
|
|
| 2. 2511323 - Miðsvæði M5 og M6; Tillaga óverulegrar breytingar á aðalskipulagi |
| Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
|
|
| 3. 2511226 - Samþykktir Listasafns Árnesinga 2025 |
| Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
| Samþykkt fyrir Listasafn Árnesinga samþykktar á aðalfundi 14.10.2025.pdf |
| 35. fundur HÁ haustfundur 14.10.2025.pdf |
|
|
|
| 4. 2511227 - Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga 2025 |
| Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
| Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga samþykktar á aðalfundi 14.10.2025.pdf |
| 35. fundur HÁ haustfundur 14.10.2025.pdf |
|
|
|
| 5. 2511228 - Samþykktir Byggðasafns Árnesinga 2025 |
| Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
| Samþykkt fyrir Byggðasafn Árnesinga samþykktar á aðalfundi 14.10.2025.pdf |
| 35. fundur HÁ haustfundur 14.10.2025.pdf |
|
|
|
| 6. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 |
Til máls taka Bragi Bjarnason, bæjarstjóri, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, D-lista.
Tillagan er borin undir atkvæði og er samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum; 6 atkvæðum D-lista, 1 atkvæði Á-lista og 2 atkvæðum B-lista. Bæjarfulltrúar S-lista sitja hjá. |
| Viðauki 8 - Fjárhagsáætlun 2025_2.pdf |
|
|
|
|
|
| 8. 2203180 - Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna |
Til máls taka Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum; 6 atkvæðum D-lista og 1 atkvæði Á-lista. Bæjarfulltrúar B-lista og S-lista sitja hjá. |
| Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Sveitarfélaginu Árborg 1.12.2025.pdf |
|
|
|
| 9. 2510388 - Fjárhagsáætlun 2026-2029 |
Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Fjóla St. Kristinsdóttur, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Ellý Tómasdóttir, B-lista.
Fundarhlé er tekið kl. 18:05. Fundi fram haldið kl. 18:13.
Fjárhagsáætlun 2026 og 3ja ára áætlun eru bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum; 6 atkvæðum D-lista og 1 atkvæði Á-lista. Bæjarfulltrúar B-lista og S-lista sitja hjá.
Bragi Bjarnason, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun: Hér liggur fyrir samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árin 2026-2029. Það er bæjarfulltrúum D- og Á-lista gleðilegt að samþykkja fjárhagsáætlun sem sýnir áframhaldandi bata í rekstri og ávinning til íbúa. Áætlunin endurspeglar árangur síðustu ára og hvernig ábyrgur rekstur getur skapað svigrúm til lækkunar gjalda og álaga. Núverandi meirihluti leggur áherslu á að tryggja grunnþjónustu við íbúa á öllum aldri og forgangsraða í þágu farsældar og velferðar. Lántaka er í lágmarki, fasteignafjöld lækka, frístundastyrkur hækkar um 25% og áfram er fjárfest í framkvæmdum mikilvægra innviða samfélagsins. Árangur undanfarinna ára og viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins staðfestir að stefna bæjarstjórnar er að virka. Við stöndum við loforðin og núna þegar svigrúm er til staðar eru gjöld og álögur lækkaðar á íbúa og fyrirtæki. Álögur sem skila yfir 330 milljónum í aukna ráðstöfun fyrir íbúa og fyrirtæki í Árborg Bæjarfulltrúar D- og Á-lista sem skipa meirihluta bæjarstjórnar vilja þakka öllum þeim sem hafa komið að vinnunni og lagt ómetanlegt framlag til verksins. Gleðjumst yfir jákvæðri niðurstöðu en höldum áfram skýrri sýn á stefnuna að ná meiri árangri fyrir Árborg okkar allra. Bragi Bjarnason, D-lista Kjartan Björnsson, D-lista Sveinn Ægir Birgisson, D-lista Brynhildur Jónsdóttir, D-lista Helga Lind Pálsdóttir, D-lista Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, leggur fram eftirfarandi bókun:
Við rýni á fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir fjárhagsárið 2026, kemur í ljós að rekstur sveitarfélagsins fer versnandi, skuldir aukast milli ára ásamt því að gjöld í aðalsjóði hækka umfram tekjuaukningu. Innviðaskuld sveitarfélagsins eykst þar sem fjárfestingar halda ekki í við þjónustuþörfina. Í því sambandi má m.a. nefna uppbyggingu leikskóla sem er engan veginn í samræmi við fyrirliggjandi þörf fyrir leikskólapláss í sveitarfélaginu. Ekkert hefur borið á tekjuskapandi hugmyndum svo auka megi enn frekar við tekjur sveitarfélagsins. Undirrituð vilja koma á framfæri þakklæti til starfsmanna sveitarfélagsins fyrir þeirra dýrmæta framlag við fjárhagsáætlunargerðina og margar góðar tillögur sem nýst hafa til að rýna rekstur Sveitarfélagsins Árborgar enn frekar. Undirritaðir bæjarfulltrúar sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2026.
Undir þetta skrifa: Arnar Freyr Ólafsson, B-lista Ellý Tómasdóttir, B-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista |
| Greinargerð fjárhagsáætlunar 2026_seinni umræða.pdf |
| Sveitarfélagið Árborg fjárhagsáætlun 2026-2029 seinni umræða áætlun til birtingar_Lokaútg..pdf |
|
|
|
| 10. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026 |
| Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 11. 2510033F - Velferðarnefnd - 21 |
|
|
|
| 12. 2511006F - Fræðslu- og frístundanefnd - 24 |
| Til máls tekur Brynhildur Jónsdóttir, D-lista. |
|
|
|
| 13. 2511014F - Eigna- og veitunefnd - 48 |
|
|
|
| 14. 2511016F - Bæjarráð - 151 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:22 |
|