Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 166

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
21.01.2026 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2512021 - Eyrargata 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Shruthi Basappa hönnuður fyrir hönd Arndísar Reynisdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 181,6m² og 703,4m³.
Staðfesting á að lífsferilsgreiningu hafi verið skilað inn til HMS liggur fyrir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti brunavarna Árnessýslu ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
2. 2512182 - Eyrargata 16F - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eggert Guðmundsson hönnuður fyrir hönd Gísla Ragnars Kristjánssonar sækir um leyfi til að endurbyggja hús og breyta núverandi notkun þess í einbýli.
Helstu stærðir eru; 48,8m² og 197,8m³.

Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd
3. 2601022 - Eyravegur 1A-1C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hákon Ingi Sveinbjörnsson hönnuður fyrir hönd Landsbyggð ehf. skilar inn breyttum aðaluppdrætti af útfærslu á prepp eldhúsi fyrir Eyraveg 1A-1C.
Byggingarfulltrúi samþykkir framlagðan aðaluppdrátt með fyrirvara á að hann verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirlits brunavarna Árnessýslu.
Samþykkt
4. 2311116 - Eyravegur 3-5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hákon Ingi Sveinbjörnsson hönnuður fyrir hönd Sigtún Þróunarfélag ehf. skilar inn uppfærðum aðaluppdrætti vegna breytinga á innra skipulagi íbúða.
Byggingarfulltrúi samþykkir framlagðan uppdrátt með fyrirvara á að hann verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti brunavarna Árnessýslu.
Samþykkt
5. 2601017 - Jaðar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vífill Magnússon hönnuður fyrir hönd Finnboga Guðmundssonar sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 185,0m² og 551,0m³.
Staðfesting á að lífsferilsgreiningu hafi verið skilað inn til HMS liggur fyrir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti brunavarna Árnessýslu ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
6. 2209027 - Larsenstræti 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Akurhóla ehf. skilar inn uppfærðum aðaluppdrætti vegna breytinga á innra skipulagi rýma.
Byggingarfulltrúi samþykkir framlagðan uppdrátt með fyrirvara á að hann verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirliti brunavarna Árnessýslu.
Samþykkt
7. 2601251 - Strandgata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Paola Ýr Daziani sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við núverandi vinnustofu.
Helstu stærðir eru; 13,8m².

Byggingarfulltrúi mælist til að málið verði grenndarkynnt á grundvelli 2.mgr 43.gr skipulagslaga númer 123/2010.
Málinu er vísað til skipulagsfulltrúa.
Vísað í teymi
8. 2507120 - Strandgata 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristján Bjarnason hönnuður fyrir hönd Jón Kristins Ásgeirssonar sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 157 og var sett í grenndarkynningu.
Helstu stærðir eru; 80,5m² og 334,1m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Erindið hefur verið grenndarkynnt án athugasemda. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
9. 2601016 - Suðurengi 13 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Guðmundur Hjaltason hönnuður fyrir hönd Ásbjörns Blöndal skilar inn aðaluppdrætti af breyttri notkun á bílskúr.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd
10. 2601134 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Trix ehf vegna gististaðar
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna umsóknar Trix ehf. um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: G - Íbúðir.
Heiti staðar: Heima Selfoss, Eyravegur 21 800 Selfoss F2268312, rýmisnúmer 03 0301 og hámarksfjöldi gesta er 6.

Byggingarfulltrúi mun taka afstöðu til málsins þegar skoðun eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og úttektarmanni byggingarfulltrúa liggur fyrir ásamt umsögn skipulagsfulltrúa.

Frestað

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica