Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 40

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
20.10.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarstjóri
Fulltrúar ungmennaráðs:
Atli Dagur Guðmundsson

Ásrún Aldís Hreinsdóttir

Elín Karlsdóttir

Elín Þórdís Pálsdóttir

Emelía Sól Guðmundsdóttir

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir

Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar. Einnig óskar hann eftir að taka inn á afbrigðum liði nr. 1, 2,4 og 5 af 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. október.

Var það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennráðs Árborgar.

Ásrún Aldís Hreinsdóttir, frá ungmennaráði, tók til máls og sagði frá verkefnum ungmennaráðs og því sem áunnist hefur hjá ráðinu og framundan er.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 21101364 - Tillaga frá UNGSÁ um betri fræðslu um geðheilbrigðismál og sálfræðiþjónustu í grunnskólum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að ítarlegri og betri fræðsla verði um geðheilbrigði í grunnskólum Árborgar og að bætt verði úr sálfræðiþjónustu.

Okkur í ungmennaráðinu finnst alla umfjöllun varðandi geðheilbrigði vanta innan grunnskóla og að það þurfi að fá aðkeypta fræðslu inn í skólana varðandi þessi málefni. Okkur finnst þetta mikilvægt svo krakkar geti áttað sig betur á andlegri heilsu sinni og að þau skilji hugtök sem eru notuð í þessum geira. Þetta er eitthvað sem ætti ekki að vera feimnismál og þess vegna er mikilvægt að bæta umfjöllun sérstaklega innan skólanna þar sem upplýsingar koma frá fagaðilum en ekki frá ótraustum heimildum t.d. á netinu. Okkur langar einnig að brýna það að sálfræðiþjónusta í skólum ætti að vera sýnilegri, það er okkar reynsla að erfitt sé að afla sér upplýsinga um þessa þjónustu og að krakkar viti ekki hvert þeir eigi að leita.

Ásrún Aldís Hreinsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.
2. 21101365 - Tillaga frá UNGSÁ um menningarsalinn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að menningarsalurinn verði kláraður sem fyrst.

Okkur finnst mikilvægt að viljinn til að leggja lokahönd á menningarsalinn verði framfylgt. Við viljum líka að viðræður við ríkisstjórn varðandi salinn verði haldið áfram svo loks verði hægt að klára hann. Salurinn er nú töluvert eldri við hér í ungmennaráðinu, okkur finnst vanta aðstöðu til tónleikahalda og stærri viðburða hér á Suðurlandi. Einnig er þetta gríðarlega stór hluti af menningu og frábært væri að hafa svona góða menningarmiðstöð hér í Árborg.

Ásrún Aldís Hreinsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarstjórnarfundar í nóvember.
3. 21101366 - Tillaga frá UNGSÁ um að fjölga rafhleðslustöðvum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að gerðar verði fleiri rafhleðslustöðvar.

Það eru einungis níu rafhleðslu stöðvar innan Árborgar og þar af bara tvær stöðvar við Stokkseyri og Eyrabakka. Það er virkilega lítið miðað við að það búi nær ellefu þúsund íbúar hér í Árborg. Það er sífelld fjölgun á fólki í Árborg og sömuleiðis fjölgar rafbílum. Því viljum við hafa frumkvæði og fjölga rafhleðslustöðvum í samræmi við þá þróun. Mikilvægt er að bæta grænar samgöngur og þetta er skref í rétta átt. Til að byrja með væri hægt að bæta við rafhleðslustöðvum við alla grunnskóla, helstu íþróttamiðstöðvar og stofnanir sveitafélagsins.

Elín Þórdís Pálsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
4. 21101369 - Tillaga frá UNGSÁ um að hafa skógræktardag í grunn- og leikskólum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að hafa skógræktardag í grunn- og leikskólum sveitafélagsins.

Við höfum hugsað okkur að nemendur og starfsfólk gróðursetji í samstarfi við skógræktina, það myndi kolefnisjafna þá fjölgun sem hefur verið síðustu ár í sveitafélaginu. Þessi dagur gæti ýtt undir jákvæða sýn næstu kynslóða varðandi umhverfismál og kolefnisjöfnun. Einnig væri sniðugt að halda fræðslu varðandi umhverfismál í tengslum við daginn.

Elín Þórdís Pálsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslu- og umhverfisnefndar.
5. 21101379 - Tillaga frá UNGSÁ um gangstéttir og gangbrautir
Ungmennaráð Árborgar leggur til að gangstéttir og gangbrautir í sveitarfélaginu verði uppfærðar.

Margar gangstéttir í sveitarfélaginu eru fullar af sprungum og orðnar lélegar, t.d. í Sigtúni og Grashaga. Þetta vandamál eykur líkurnar á slysum, sérstaklega með aukinni notkun rafhlaupahjóla, einnig er þetta ósnyrtilegt. Bæta þarf gangbraut yfir Engjaveg við Sigtún. Þar á milli er mikil umferð bæði af gangandi og hjólandi vegfarendum sem fara þar á milli oft eða jafnvel daglega. Þar er líka mikil bílaumferð sem eykur slysahættu. Að lokum þarf að betrumbæta fjölmargar gangbrautir og mála þær upp á nýtt.

Emelía Sól Guðmundsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
6. 21101381 - Tillaga UNGSÁ um að settar verði upp klukkur í nýju íþróttahöllinni
Ungmennaráð leggur til að sett verði klukka bæði inn í nýju íþróttahöllina og sömuleiðis utan á hana.

Við leggjum til að klukka verði sett upp inn í nýju höllina þar sem engin klukka er nú þegar þar inni, þessi klukka þyrfti einungis að sýna tíma. Einnig væri tilvalið að setja klukku utan á höllina á þá hlið sem snýr að gervigrasvellinum, bæði sést sáralítið á þá sem er nú þegar hjá aðalvellinum. Lagt er til að klukkan utan á húsinu myndi sína bæði tíma og stöðu leikja, frábært væri að hafa klukku sem keppendur geta líka séð þar sem margoft eru spilaðir leikir á gervigrasinu.

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
7. 21101382 - Tillaga frá UNGSÁ um rennibrautir í Sundhöll Selfoss
Ungmennaráð Árborgar leggur til þess að rennibrautir sundhallar Selfoss verði betrumbættar eða skipt út.

Okkur í ungmennráðinu finnst vera þörf á breytingum á rennibrautum sundhallar Selfoss. Rennibrautirnar eru orðnar lúnar og gamaldags, því er kominn tími á breytingar, hægt væri t.d. að horfa til Sundlaugarinnar í Mosfellsbæ eða Sundlaugarinnar í Vestmanneyjum fá þaðan innblástur. Til dæmis er ostarennibrautin orðin lúin og hægt væri að skipta henni út fyrir nýrri og hentugri rennibrautir. Þetta gæti bæði dregið að fólk og skapað góða umfjöllun um sundlaugina.

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
8. 21101395 - Tillaga frá UNGSÁ um lýsingu á göngustígum
Ungmennaráð Árborgar leggur til þess að bætt verði lýsingu a göngustígum sveitarfélagsins.

Við leggjum til að komið verði fyrir ljósastaurum á göngustíg landa hverfis og tjarnahverfis, einnig á stígum í nágrenni við frjálsíþróttavöll Selfoss. Þetta ljósastauraleysi skapar mikla hættu þar sem þessir göngustígar eru í alfaraleið og margir ungir krakkar nota þessa stíga á leið sinni í skólann. Þetta skapar sérstaklega mikil óþægindi og hættu yfir vetrartímann þar sem dimmt er stóran hluta sólarhringsins.

Atli Dagur Guðmundsson tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
9. 21101401 - Tillaga UNGSÁ um fleiri strætóferðir um helgar í Árborg
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fleiri strætóferðir verði um helgar, milli Eyrarbakka, Stokkseyrar og Selfoss.

Nú eru farnar 5 ferðir um helgar og eru þær allt frá klukkutíma fresti yfir í 2. og hálfan tíma bið. Þetta hentar ekki þeim aðilum sem þurfa að mæta á æfingar eða í vinnu um helgar, ekki bara að komast a Selfoss heldur einnig að fara heim. Við leggjum til að bæta við 2 - 3 ferðum í viðbót á dag.

Elín Karlsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarstjóra .
10. 21101405 - Tillaga UNGSÁ um bíllausa viku í Árborg
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sett verði í gang bíllaus vika þar sem íbúar eru hvattir að sleppa því að nota bíla og fara í staðin á hjóli eða gangandi til staða.

Fyrir þetta verkefni þyrfti fjármögnun í auglýsingar og hugsanleg verðlaun fyrir þá aðila sem standa sig best. Hentugasta tímasetningin væri ágúst/september eða apríl/maí vegna veðurs. Hægt væri að fá lögreglu, slysavarnafélagið eða umhverfissamtök til að flytja utanaðkomandi kennslu fyrir ungmenni. Sniðugt væri að auglýsa m.a. í Dagskránni og á samfélagsmiðlum t.d. á íbúagrúppum sveitarfélagsins á Facebook og Instagramsíðu Árborgar. Það væri eflandi og skemmtilegt skref í átt að umhverfisvænu sveitarfélagi.

Elín Karlsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.
11. 2108082 - Óveruleg deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði
Tillaga frá 74. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 11. ágúst, liður 10. Óveruleg deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði
Lögð var fram óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurheiði. Megin markmið deiliskipulagsbreytingar var að nýtingu á svæðinu og afmarka lóðir fyrir spennistöðvar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að farið yrði með deiliskipulagsbreytinguna sem óverulega í samræmi við 44. gr. skipulagslaga.

Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins sjálfs, lagði skipulagsnefnd til að fallið yrði frá grenndarkynningu og tillagan samþykkt.


Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2839-100-DSK-001-V07 Víkurheiði deiliskipulagsbreyting II ágúst 2021r.pdf
12. 2109141 - Stóra-Sandvík 5 - Umsókn um stofnun nýrrar landspildu
Tillaga frá 77. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 22. september, liður 1. Stóra-Sandvík 5 - Umsókn um stofnun nýrrar landspildu.

Hannes Jóhannsson, þinglýstur eigandi Stóru-Sandvíkur 5, L166212, lagði fram umsókn um stofnun 1,0 ha. spildu úr landinu skv. meðfylgjandi gögnum. Óskað var eftir því að heiti nýrrar spildu yrði Stóra-Sandvík 5A

Skipulags- og byggingarnefnd gerði ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.

Tillaga frá 126. fundi bæjarráðs frá 30. september, bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að landskiptin yrðu samþykkt ásamt heitinu á spildunni.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Stóra-Sandvik1 afstöðumynd.pdf
Loftmynd.pdf
Uppdr´ttur af stærð og hnitum spildu. (ófullnægjandi uppdráttur).pdf
13. 1711056 - Deiliskipulagsbreyting - Dísarstaðaland
Tillaga af 77. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september, liður 9. Deiliskipulagsbreyting - Dísarstaðaland.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðarlandi sem nær yfir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands, var samþykkt til auglýsingar af bæjarstjórn Árborgar þann 21. febrúar 2018. Frá samþykkt tillögunnar til auglýsingar hafði verið unnið skv. henni, en komið hafði í ljós að tillagan tók aldrei formlega gildi með birtingu auglýsingar í b-deild stjórnartíðinda.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að tillaga að
deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðarlandi yrði endurauglýst vegna tímafresta.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að
tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Austurbyggð deiliskipulags breyting.pdf
14. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Erindi frá 78. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. október, liður 4. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Húsasmiðjan ehf. óskaði eftir því að gerð yrði breyting á deiliskipulagi fyrir Larsenstræti. Tillagan gerði ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 yrðu sameinaðar í eina lóð. Aðkoma að lóðunum yrði sem fyrr frá Larsenstræti en einnig yrði gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Sú tenging var einungis hugsuð fyrir þungaflutninga og stórar flutningabifreiðar og ekki ætluð almennri umferð. Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. ágúst, þar sem afgreiðslu var frestað óskað frekari gagna.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls og óskar eftir að gert verði hlé á fundinum.
Hlé gert á fundi kl. 18:07.
Fundi fram haldið kl. 18:23
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti tillögunni.
Hlé gert á fundi kl. 18:25.
Fundi fram haldið kl. 18.35
Kjartan Björnsson, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista gera ekki athugasemdir við uppbyggingu fyrirtækja í Sveitarfélaginu Árborg heldur þvert á móti fagna því. Þegar gerðar eru stórvægilegar breytingar á deiliskipulagi sem áður hefur verið lagður mikill kostnaður í samanber gatnagerð, lagnir ofl er eðlilegt að aðili sem óskar breytinga á skipulaginu beri sjálft kostnað af þeim breytingum en ekki Sveitarfélagið. Um getur verið að ræða stórfelldar fjárhæðir. Það er hlutverk okkar kjörinna fulltrúa að gæta hagsmuna Sveitarfélagsins.

Gunnar Egilsson, Kjartan Björnsson, Brynhildur Jónsdóttir og Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúar D-lista.

Forseti bæjarstjórnar óskar eftir að bæjarstjóri taki saman minnisblað um málið.

LSS-0401-deiliskipulagsbreyting 2021.pdf
15. 2101098 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 26-30
Tillagaf frá 78. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. október, liður 5. Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 26-30.
Oddur Hermannsson f.h. Bjarna Kristjánssonar lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyraveg 26-30, Selfossi. Lýsing tillögunnar var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og brugðist hafði verið við þeim við gerð tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Eyravegur26-30-03_DSK-A1-05.pdf
16. 21051106 - Deiliskipulag - Móskógar L 193753
Tillaga frá 78. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. október, liður 6. Deiliskipulag - Móskógar L 193753.
Tillagan var auglýst frá 30. júní 2021 með athugasemdafresti til og með 11. ágúst 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar, en umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Tillagan tók til bygginga á tveimur lóðum, hvor um sig 1ha, sem skipt er úr jörðinni Móskógum. Heimilt yrði að byggja íbúðarhús, bílskúr og skemmu á hvorri lóð.
Brugðist hafði verið við umsögn Vegagerðarinnar varðandi aðkomu að lóðunum og útfærsla tengingar unnin í samráði við Vegagerð. Skerpt hafði verið á texta varðandi veitur í samræmi við umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8948-001-01-DSK-V04-Mógskógar-DSK.pdf
17. 21101276 - Fundargerðir almannavarnarráðs Árborgar 2021-2022
Erindisbréf Almannavarnarráðs Árborgar

Tillaga frá 1. fundi Almannavarnarráðs Árborgar, dags. 9 október. Ráðið lagði til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að erindisbréfi Almannavarnaráðs Árborgar yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Erindisbréf ARÁ_lokadrög.pdf
Fundargerð 1 - 091021.pdf
18. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Breyting á fulltrúum M-lista í umhverfisnefnd.
Lagt er til að Arnar Hlynur Ómarsson verði aðalmaður í umhverfisnefnd í stað Guðrúnar Jóhannsdóttur og Tómas Ellert Tómasson verði varamaður.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
19. 1901289 - Reglur um leikskólaþjónustu
Tillaga frá 37. fundi fræðslunefndar frá 13. október, liður 1.

Fræðslunefnd lagði til við bæjarstjórn að breytingar á reglunum yrðu samþykktar og hækkun á rekstrarkostnaði vegna breytingarinnar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Reglur um leikskólaþjónustu.

Tillaga að breytingu á einum kafla í reglum um leikskóla í Árborg út frá bókun fræðslunefndar undir dagskrárlið 2 á 36. fundi fræðslunefndar 8. september 2021.

Opnunartími, skipulagsdagar og lokanir leikskóla.

Almennur opnunartími leikskóla er frá kl. 07:45 til 16:30. Þó getur vistun aldrei verið styttri en fjórir tímar á dag. Vistunartími getur verið sveigjanlegur frá kl. 12:00 á daginn.

Leikskólar eru lokaðir vegna skipulags- og námskeiðsdaga, leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa. Sjá leikskóladagatöl leikskólanna.

Leikskólar Árborgar eru lokaðir vegna sumarleyfa í samtals 20 virka daga í júlí ár hvert. Foreldrar geta sótt um að hámarki 10 daga í aukið sumarfrí fyrir börn sín í samfellu við sumarlokun leikskólanna og fengið leikskólagjöld felld niður þann tíma. Fyrirkomulagið getur verið á þá leið að foreldrar taki einhverja daga fyrir sumarlokun og einhverja daga eftir. Einnig geta þeir tekið 10 daga samfellt fyrir eða eftir sumarlokun. Umsókn um aukið sumarfrí þarf að berast í gegnum leikskólakerfið Völu (vala.is) fyrir 1. mars ár hvert.

Leikskólar Árborgar eru lokaðir á aðfangadag og gamlársdag.

Leikskólagjöld eru felld niður vegna virkra daga milli jóla og nýárs, vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma, enda hafa foreldrar sótt um niðurfellingu í leikskólakerfinu Völu (vala.is) fyrir 15. desember ár hvert.

Leikskólar Árborgar geta þurft að loka vegna veðurs og er þá farið eftir leiðbeiningum frá Almannavörnum og að höfðu samráði við yfirstjórn sveitarfélagsins, leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir,S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.
Forseti leggur til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar í fjárhagsáætlunarvinnu.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tillaga að breytingu á einum kafla í reglum um leikskóla í Árborg 6.10.2021.pdf
20. 2103256 - Frístundamiðstöð - hönnun og framkvæmdir
Tillaga starfshóps um frumhönnun frístundamiðstöðvar.

Starfshópur um frumhönnun frístundamiðstöðvar lagði til við bæjarstjórn út frá fyrirliggjandi gögnum að farið yrði í fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna fyrir 1.áfanga, tengibyggingu og frágang lóðar við frístundamiðstöð. Lagt var til að verkefnið yrði sett inn á fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2022 og 2023 með það að markmiði að hafin yrði starfsemi í húsnæðinu í lok sumars 2023.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Gunnar Egilsson, D-lista situr hjá.
Tillaga starfshóps til bæjarstjórnar Árborgar 11.okt´21 - uppfærð.pdf
Yfirlitsmynd frístundamiðstöð .pdf
21. 2011149 - Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Nauthagi
Tillaga frá 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. október, liður 2. Aðalskipulagsbreyting - Nauthagi.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir Nauthaga var auglýst frá 25. ágúst 2021, með athugasemdafresti til og með 6. október 2021. Tillagan tók til breytinga á hluta af vestasta reit ú2 þar sem íbúðarbyggð kæmi í stað opins svæðis til sérstakra nota. Vestasti hluti ú2 er um 8.000m2 að stærð og minnkaði hann í um 6.200m2. Fyrirhuguð íbúðarlóð var u.þ.b. 2.000m2 að stærð og á henni var gert ráð fyrir um 700m2 byggingu með 6-8 íbúðum á einni hæð.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir höfðu ekki borist frá lögbundnum umsagnaraðilum. Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila og að þær leiði ekki til breytinga á tillögunni, lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Arborg_Adalsk-breyt-Nauthagi-01_Reitur-06.pdf
22. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga af 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. október, liður 4. Tillaga að deiliskipulagi Árbakka.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Árbakka var samþykkt í bæjarstjórn Árborgar þann 28. apríl 2021. Í kjölfarið var tillagan send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í erindi
Skipulagsstofnunar dags. 12. ágúst 2021 voru gerðar athugasemdir við tillöguna og að sveitarfélagið birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Athugasemdir snúa m.a. að samræmi við aðalskipulag, viðbrögð við umsögnum umsagnaraðila og samræmi við aðliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir Austurveg 65. Brugðist hafði verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og yfirlit yfir þær og viðbrögð voru sett fram í skjalinu "Viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar" dags. 19. október 2021.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að leiðrétt tillaga ásamt fylgiskjölum yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar að nýju í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar.pdf
1715-Greinargerð með deiliskipulagi-03.pdf
1715-01-DEILISKIPULAGSBREYTING-04.pdf
Umsögn Skipulagsstofnunar - deiliskipulagsbreyting Árbakka.pdf
23. 2102349 - Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi
Tillaga frá 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. október. liður 1. Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi.

Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 25. ágúst 2021, með athugasemdafresti til og með 6. október 2021. Tillagan tók til nýrrar lóðar við Nauthaga 2 á Selfossi. Markmið deiliskipulagsins var að byggja
upp íbúðar- og þjónustukjarna með 6-8 íbúðum vegna sértækra búsetuskilyrða sem Bergrisinn bs. mun standa að.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir höfðu ekki borist frá lögbundnum umsagnaraðilum. Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila og að þær leiði ekki til breytinga á tillögunni, lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Nauthagi-ibudarkjarni-01_Dsk-A2.pdf
24. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Tillaga af 79. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. október, liður 5. Aðalskipulag Árborgar 2020-2036.

Sveitarfélagið Árborg hafði að undanförnu unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar. Tillagan hafði verið kynnt íbúum á opnum fundum á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Aðalskipulag var skipulagsáætlun sem tók til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi var sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar 2020-2036 yrði samþykkt til auglýsingar og send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr.
30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2839-111-V04-Forsendur-umhverfissk_Arborg.pdf
2839-111-V06-Greinargerd_Arborg.pdf
Fundargerðir
25. 2108025F - Skipulags og byggingarnefnd - 76
76. fundur haldinn 8. september.
26. 2109003F - Fræðslunefnd - 36
36. fundur haldinn 8. september.
27. 2109007F - Eigna- og veitunefnd - 50
50. fundur haldinn 8. september.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls undir lið nr. 6- Breytingar á ráðhúsi Árborgar - Austurvegi 2.
28. 2109004F - Félagsmálanefnd - 27
27. fundur haldinn 8. september.
29. 2109010F - Frístunda- og menningarnefnd - 26
26. fundur haldinn 13. september.
30. 2109015F - Bæjarráð - 125
125. fundur haldinn 16. september.
31. 2109013F - Skipulags og byggingarnefnd - 77
77. fundur haldinn 22. september.
32. 2109022F - Bæjarráð - 126
126. fundur haldinn 30. september.
Gunnar Egilsson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 7-Hólar, L165547- Deiliskipulag fyrir svínabú.
33. 2109025F - Skipulags og byggingarnefnd - 78
78. fundur haldinn 6. október.
34. 2110001F - Umhverfisnefnd - 19
19. fundur haldinn 5. október.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 1- Aspir við Austurveg-ábending lögreglu.
35. 2110009F - Bæjarráð - 127
127. fundur haldinn 14. október.
Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 2- Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista verðmat á landi og landskipti.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls undir lið nr. 2-Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista, verðmat á landi og landskipti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Lagt hefur verið fram verðmat á lóðinni Dísarstaðir land 4 í Árborg, landnúmer L207515, fastanúmer 234-1068. Lóðin er framlag Hannesar Þórs ehf til makaskiptasamnings félagsins við Svf. Árborg. Framlag Svf. Árborgar til samningsins eru lóðirnar Tjarnarlækur og Tjarnarlækur millilóð. Matsverðið getur þó aldrei skorið úr um hvert yrði raunverulegt markaðsverð, enda er gerður fyrirvari um 5-7% skekkjumörk í matinu. Landið sem Svf. Árborg tekur í skiptum er talið verðminna vegna nálægðar við hesthúsabyggð sem rýrir kosti landsins til íbúðabyggðar. Landið sem Hannes Þór ehf tekur í skiptunum hentar hinsvegar vel til íbúðabyggðar.

Undirrituð vilja að eftirfarandi staðreyndir komi fram í framhaldi af gagnrýni bæjarfulltrúa D-lista á makaskiptasamning Svf Árborgar og Hannesar Þórs ehf.

Í gildandi aðalskipulagi var fest í sessi framtíðar athafnasvæði hestamanna og hesthúsabyggðar á Selfossi. Með því var land úr jörðinni Dísarstöðum skilgreint sem framtíðarbyggingarland fyrir áframhaldandi uppbyggingu hestamanna á Selfossi og umræður um hugsanlegan flutning hverfisins þaggaðar niður.

Landið sem þannig hafði verið skilgreint í aðalskipulagi sem vettvangur hestamennsku var ekki í eigu sveitarfélagsins. Það var því óhjákvæmilegt að leitað yrði samninga við landeiganda um einhvers konar kaup á því landi sem um ræðir. Þeim viðræðum er nú lokið með farsælli niðurstöðu.

Makaskiptasamningurinn leiðir til þess að Austurbyggð ehf mun byggja íbúðir á því landi sem sveitarfélagið afsalar til félagsins. Öllum íbúðarlóðunum verður svo afsalað aftur til sveitarfélagsins eftir því sem hverfin byggjast og eru það sömu skilmálar og gilt hafa um öll fyrirtæki sem hafa gert samninga um uppbyggingu á einkalöndum á undanförnum árum. Einnig fær sveitarfélagið í umræddum makaskiptasamningi 3 ha úr landi Dísarstaða þar sem fyrirhuguð er bygging nýs grunnskóla.

Við vinnslu málsins var haft samráð við stjórn hestamannafélagsins Sleipnis um færar leiðir og samningaviðræður við landeiganda fylgdu svo í kjölfarið. Það var þó algjörlega undir landeiganda komið að samþykkja eða hafna umleitan sveitarfélagsins og má þakka fyrir samningsvilja hans. Sveitarfélagið Árborg hefur frá upphafi komið að uppbyggingu þessa svæðis fyrir hestaíþróttir að Brávöllum og er það að dómi undirritaðra fráleitt að halda ekki áfram stuðningi og uppbyggingu á umræddu svæði.

Makaskiptasamningurinn sem nú hefur verið gerður er lykillinn að því að bæjaryfirvöld viðurkenni þá frábæru starfssemi í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs sem hestamannafélagið Sleipnir hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Það er stundum svo, þegar gerðir eru samningar eins og þessir, að erfitt er að horfa á krónu á móti krónu, til þess eru hagsmunaþættir og hagsmunamat of ólíkt.

Það er skoðun undirritaðra samfélagslegur ávinningur þessa samnings til lengri tíma sé sveitarfélaginu hagstæður og liður í því að gera sveitarfélagið að enn eftirsóttari búsetukosti.

----------

Það er því fjarstæðukennt að horfa þannig á málið að sveitarfélagið sé að tapa á þeim makaskiptum sem hér um ræðir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica