Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Skjalavarsla

Opið: mán. til fim. kl. 09 - 15, fös. kl. 09 - 12

Sími: 480 1900
Ráðhúsinu, Austurvegi 2 | 800 Selfoss

Skjalasafn bæjarskrifstofanna hefur utanumhald utan um þau erindi sem berast þangað og þaðan og afgreiðslu þeirra, skráir þau og sendir áfram til starfsmanna. Skjalasafnið heldur utan um málasafnið í kerfi sem heitir OneCrm. Þar er einnig unnið að frágangi á eldri skjölum, vinnuskjölum starfsmanna og bókhaldsskjölum, til grisjunar og geymslu. Starfsmenn skjalasafnsins eiga í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga.

Íbúagáttin Mín Árborg er einnig á höndum skjalasafnsins.

Skjalasafnið er hluti af stjórnsýslusviði sveitarfélagsins og er stoð við starfsfólk þess. Lög nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands og reglugerð nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn mynda ramma utan um starfsemi skjalasafna en upplýsingalög nr. 50/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993 hafa einnig áhrif á starfsemi þess.

Í farvatninu eru eyðublöð fyrir beiðnir um skjöl en fram að því er vænst þess að íbúar óski eftir skjölum í tölvupósti eða skriflega.

Skjalastjóri: Signý Harpa Hjartardóttir | signy@arborg.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica