26. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 18. október 2023 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=E5bt-lhJn5k
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2310219 - Hnjótur - skipti á landi
Samkomulag vegna lagningu göngustígs um Litla Hraun lóð 3 (L217283) og jörðina Hnjót (L166149).
Sveitarfélagið Árborg hefur í hyggju að leggja göngustíg niður að Eyrarbakka og Stokkseyri sem mun m.a. liggja um lóðina Litla-Hraun lóð 3, sem er í eigu sveitarfélagsins, og jörðina Hnjót.
Sveitarfélagið hefur náð samkomulagi við landeiganda og samþykkir sveitarfélagið að kaupa og landeigandi að afsala sveitarfélaginu úr jörð sinni land undir göngustígin í tengslum við framangreindar framkvæmdir. - 2310135 - Vesturbær - Þróunarreitur verslunar- þjónustu og íbúðabyggðar
Tillaga frá 15. fundi skipulagsnefndar frá 11. október, liður 5. Vesturbær - Þróunarreitur verslunar- þjónustu og íbúðabyggðar.
Hans Heiðar Tryggvason frá UNDRA ehf , í umboði eigenda og væntanlegra umboðsgjafa, kynnti fyrir skipulagsnefnd Árborgar áform um uppbyggingu verslunar- og þjónustu, auk íbúðasvæðis á reit sem afmarkast af Eyravegi-Fossvegi-Fossheiði og Gangheiði/Hagar.
Ofnagreindir aðilar óska eftir heimild Sveitarfélagsins Árborgar í samræmi við 2. mgr. 38.gr Skipulagslaga nr. 123/2010, til að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð fyrir svæðið, í áföngum, í nánu samráði við Sveitarfélagið Árborg, auk annarra hagsmunaaðila sem að málinu munu koma. Deiliskipulagið sem er á skilgreindu miðsvæði í gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, mun verða í samræmi við ákvæði þess.
Skipulagsnefnd þakkaði fyrir kynninguna, og lýsti yfir ánægju með metnaðarfull áform fyrir uppbyggingu íbúðarhverfis, auk verslunar- og þjónustu á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn Árborgar, að UNDRA ehf, í umboði lóðarhafa á svæðinu og í umboði væntanlegra umboðsgjafa yrði heimilt að hefja undirbúning að deiliskipulagsgerð á sinn kostnað í samræmi við ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Yrði þá unnin skipulagslýsing fyrir svæðið, í fyrsta fasa, áður en til afgreiðslu deiliskipulagstillögu kæmi. Einnig yrði haldinn íbúafundur, þar sem áformin yrðu kynnt með ítarlegum hætti.
Skipulagsnefnd lagði áherslu á, að vinna við lýsingu og deiliskipulagsgerð yrði unnin í nánu samstarfi við skipulagsnefnd, bæjaryfirvöld, mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar, hagsmunaaðila og aðra þá er málið snertir. Þá yrði einnig sérstaklega hugað að áfangaskiptingu deiliskipulags og uppbyggingar. - 2310089 - Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 5. fundi velferðarnefndar frá 10. október, liður 6. Lagt er til samþykktar breytingar á reglum um félagslegt leiguhúsnæði í sveitarfélaginu Árborg. Lögð er til hækkun á tekju og eignamörkum.
Velferðarnefnd tók undir tillögur starfsmanna Velferðarþjónustunnar um hækkun tekju-og eignarmarka í reglum um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Taldi velferðarnefnd einnig mikilvægt að tengja tekju- og eignamörk við reglugerð nr. 183/2020 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfeignarstofnanir og almennar íbúðir.
Velferðarnefnd samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti og lagði til að bæjarstjórn samþykkja þær.
Fundargerðir - 2309019F - Skipulagsnefnd - 14
14. fundur haldinn 27. september. - 2309024F - Menningarnefnd - 3
3. fundur haldinn 27. september. - 2309032F - Bæjarráð - 56
56. fundur haldinn 5. október. - 2309026F - Ungmennaráð - 12/2023
12. fundur haldinn 26. september. - 2310005F - Bæjarráð - 57
57. fundur haldinn 12. október.
Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri