31. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn fimmtudaginn 21. desember 2023 í gegnum fjarfundarbúnað, kl.12:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2311163 - Útsvarsprósenta 2024
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. desember. Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar. Með samkomulaginu er gert ráð fyrir að hámarksútsvar sveitarfélaga hækki um 0,23%.
Með breytingunni var samhliða gerð breyting á álagningu tekjuskatts þannig að heildarálögur á íbúa munu ekki hækka þrátt fyrir að sveitarfélagið nýti sér heimild til hækkunar útsvars.
Með ákvörðun á fundi bæjarstjórnar Árborgar hinn 29. nóvember sl. var ákveðið að útsvarsprósenta 2024 að viðbættu álagi yrði 16,214% af útsvarsstofni.
Eftirfarandi tillaga er lögð fram.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir bæjarstjórn Árborgar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% frá því sem áður hafði verið ákveðið og verði 16,444%.