35. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 6. mars 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=XgYpgKqc-bo
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2206047 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins
Árborgar kjörtímabilið 2022 - 2026
Fyrri umræða. - 2402314 - Tóftir L165567 - Deiliskipulag frístundahúsa
Tillaga frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 28. febrúar, liður 4. Tóftir L165567 Deiliskipulag frístundahúsa.
Landhönnun slf, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Tófta L165567. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 4 frístundahúsum, á tæplega 5ha spildu, sunnan Holtsvegarvegar. Hvert frístundahús verður allt að 40m2 að stærð, og hámarksmænishæð allt að 5m. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 4 manns í hverju húsi.
Tillagan er í samræmi við kafla 4.2.1. í Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mæltist til að bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, og fæli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2311332 - Hjalladæl - Deiliskipulag íbúðabyggðar Eyrarbakka
Tillaga frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 28. febrúar, liður 5. Hjalladæl - Deiliskipulag íbúðabyggðar Eyrarbakka.
Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Hjalladæl lögð fram að lokinni auglýsingu skv.41.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan var auglýst frá 20.12.2023, með athugasemdafresti til og með 31.1.2024. Engar athugasemdir bárust, en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Brunavörnum Árnessýslu, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands. Minjastofnun bendir á nokkra staði sem beri að hafa varann á, þar sem nokkuð sé um minjar á svæðinu samkvæmt skráningu fornleifafræðings frá árinu 2021. Einnig bendir Náttúrufræðistofnun á að forðast beri mikið rask, sem geti haft áhrif varptíma mófugla.
Vegna ábendinga Minjastofnunar Íslands um umsögn frá 1.2.2024, hefur verið bætt inn eftirfarandi texta í greinargerð skipulagsins:
Áður en framkvæmdir hefjast við framlengingu Hjalladælar eða við norðanverða Túngötu, hvort sem er nýbygging húsa eða viðbyggingar við núverandi hús, þarf að grafa könnunarskurði innan byggingarreita. Kanna þarf hvort leifar þeirra fornleifa sem skráðar eru á svæðinu leynist undir sverði í samræmi við umsögn MÍ (MÍ202402-0001/6.09/K.M.) Öðrum atriðum í skipulagstillögunni er ekki breytt.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og fæli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við ofangreinda tilvitnun í skipulagslaga. - 2310372 - Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar -
Leikskóla
Tillaga frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 28. febrúar, liður 6. Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar - Leikskóla.
Lögð er fram tillaga Arkís að breytingu á gildandi deiliskipulagi Norðurhóla 3, sem öðlaðist gildi 18,7,2007. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að deiliskipulagssvæðið stækkar til vesturs, þannig að lóðin Norðurhólar 5, (verslunar- og þjónustulóð) verður að öllu leyti innan marka deiliskipulagssvæðisins. Markmið skipulagsbreytingar er að skilgreina breyttar lóðarstærðir, byggingarreiti, byggingarheimildir, þakform og hæðir fyrir lóðirnar Norðurhólar 3 og 5. Á lóðinni Norðurhólar 3 er gert ráð fyrir stækkun lóðar(verður 10.145m2) og aukið byggingarmagn á einni hæð, upp á 2.300m2. Bílastæðfjöldi verður 49. Göngustígar verða allan hringinn í kringum báðar lóðir, sem auðveldar allt aðgengi á svæðinu.
Á lóðinni Norðurhólar 5 er gert ráð fyrir stærð lóðar upp á 5.156m2 auk byggingarmagns upp á rúma 2800m2. Hæðir byggingar geta verið frá 1 - 3, og skal efsta hæð vera inndregin. Hámarks byggingarmagn með kjallara er allt að 3800m2. Mesta hæð byggingar allt að 12.0m. Auk bílastæða á lóð, verður gert ráð fyrir allt að 6 hleðslustæðum fyrir rafbíla.
Lóðin Norðurhólar 3 er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, sem samfélagsþjónusta (S 11). Lóðin Norðurhólar 5 er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, sem Verslunar- og þjónustu lóð (VÞ 9).
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykkti tillöguna, og fæli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2211216 - Yfirdráttarheimild fyrir Sveitarfélagið Árborg
Lagt er til að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar heimili framlengingu á óbreyttri yfirdráttarheimild hjá Landsbanka Íslands á reikningum Sveitarfélagsins Árborgar að upphæð allt að kr. 400.000.000 til sveiflujöfnunar í rekstri. - 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins 2022 - 2042
Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendisins 2022 - 2042 eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Tillagan var auglýst frá 15. nóvember 2023 til og með 19. janúar 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu auk samantektar á andsvörum og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendisins mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða og fyrirliggjandi tillögu og greinargerðir að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið.
Fundargerðir - 2402015F - Bæjarráð - 75
75. fundur haldinn 15. febrúar. - 2402009F - Umhverfisnefnd - 14
14. fundur haldinn 13. febrúar. - 2402016F - Fræðslu- og frístundanefnd - 10
10. fundur haldinn 14. febrúar. - 2402003F - Skipulagsnefnd - 22
22. fundur haldinn 14. febrúar. - 2402022F - Bæjarráð - 76
76. fundur haldinn 22. febrúar. - 2402029F - Bæjarráð - 77
77. fundur haldinn 29. febrúar.