36. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=8cOlrdQMPEo
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2206047 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins
Árborgar kjörtímabilið 2022 - 2026
Síðari umræða. - 2403122 - Mannauðsstefna Sveitarfélagsins Árborgar
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja Mannauðsstefnu Sveitarfélagsins Árborgar. - 2403145 - Árvegur 1 - DSK.br. Viðbyggingar Björgunarfélags
Tillaga frá 24. fundi skipulagsnefndar, frá 13. mars, liður 3. Árvegur 1 - DSK.br. Viðbyggingar Björgunarfélags.
Páll Bjarnason f.h. Björgunarfélags Árborgar, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 2018.
Breytingartillaga gerir ráð fyrir að stækka byggingarreit og að heimilt verði að byggja við Björgunarmiðstöð bæði til norðurs og til vesturs. Hámarkshæð húss verði allt að þrjár hæðir eða 10.5m hæð. Heimilt verða að byggja kjallara undir millibyggingu og nýtingarhlutfalli allt að 0,5m, þ.e. hámarksbyggingarmagn allt að 3.724m2.
Skipulagsnefnd samþykkti breytingartillögu í samræmi við 43.gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og samþykkti að tillagan yrði auglýst skv. 41.gr. sömu laga, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. 43.gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41.gr. sömu laga. - 2403146 - Eyravegur 28-30 - Óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi
Tillaga frá 24. fundi skipulagsnefndar frá 13. mars, liður 5. Eyravegur 28 - 30 - Óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi.
Ragnar Magnússon f.h. Funaberg ehf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Eyravegs 26 - 30, sem öðlaðist gildi 11.3.2022. Í gildandi deiliskipulagi er uppgefið nýtingarhlutfall á uppdrætti 1,65, en í skilmálatöflu 1,14. Tillaga að óverulegri breytingu gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall í skilmálatöflu verið aukið úr 1,14 í 1,5. Ekki er gert ráð fyrir hækkun húsa. Að öðru leiti gilda fyrri skilmálar gildandi skipulags. Aukningin samræmist gildandi aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, þar sem svæðið er skilgreint sem Miðsvæði (M6), og er þar gert ráð fyrir nýtingarhlutfalli frá 1,0 - 2,5.
Skipulagsnefnd samþykkti óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. sömu grein skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda. - 2403246 - Reglur um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til
sveitarstjórnarkosninga í Árborg
Tillaga frá bæjarfulltrúum S-lista um reglur um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Svf. Árborg. - 2403248 - Endurskoðun á gjaldskrárhækkunum 2024
Tillaga frá bæjarfulltrúum S-lista um endurskoðun á gjaldskrárhækkunum 2024.
Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar til að gjaldskrárhækkanir fyrir árið 2024 sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun 2024 - 2027 fyrir Svf. Árborg verði endurskoðaðar í samræmi við þau tilmæli sem beint var til allra sveitarfélaga á Íslandi vegna langtíma kjarasamninga sem undirritaðir hafa verið. Sérstaklega er um að ræða þær hækkanir sem bitna harðast á viðkvæmustu hópum samfélagsins eins og ungum barnafjölskyldum, öldruðum og tekjulágum svo dæmi séu tekin.
Enn fremur skuldbindur sveitarfélagið sig til að taka þátt í því verkefni að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir nemendur í grunnskólum í Árborg í samstarf við ríkisvaldið og með fyrirliggjandi kostnaðarþátttöku þess. Þessar aðgerðir taka mið af heildarniðurstöðu kjarasamninga.
Greinargerð:
Ljóst er að til þess að samningsmarkmið nái fram að ganga með tilheyrandi lækkun á vöxtum og verðbólgu þurfa allir að ganga í takt.
Svf. Árborg getur ekki setið eftir og komið í veg fyrir kjarabata þann sem gert er ráð fyrir að samningarnir innifeli með óhóflegum skattahækkunum og álögum á íbúanna.
Það er sérstaklega mikilvægt fyrir Svf. Árborg að vextir og verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum.
Ávinningur af því yrði væntanlega margfaldur í formi lægri fjármagnsgjalda borið saman við tekjur þær sem gjaldskrár- og skattahækkanir gefa af sér.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson, S-lista.
Fundargerðir - 2402019F - Skipulagsnefnd - 23
23. fundur haldinn 28. febrúar. - 2403001F - Bæjarráð - 78
78. fundur haldinn 7. mars. - 2403013F - Bæjarráð - 79
79. fundur haldinn 11. mars.