37. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Hlekkur til að horfa á fundinn
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Viðauki nr. 2 Lagt til til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 2. - 2401320 - Lántökur 2024 - Selfossveitur
Eftirfarandi er lagt til:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 85.000.000,- til 15 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2039 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Þá hefur bæjarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurgreiðslu á eldri lánum og til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Fjólu Steindóru Kristinsdóttur, bæjarstjóra, kt. 270272-5849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar. - 2401318 - Lántökur 2024 - Sveitarfélagið Árborg
Eftirfarandi er lagt til:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. fyrir allt að fjárhæð kr. 425.000.000,- til 15 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2039 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum eldri lána á árinu hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Fjólu Steindóru Kristinsdóttur, bæjarstjóra, kt. 270272-5849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. - 2307062 - Eyravegur 40 - Deiliskipulag
Tillaga frá 25. fundi skipulagsnefndar frá 18. mars, liður 2. Eyravegur 40 - Deiliskipulag.
Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 13.3.2024:
Larsen Hönnun, f.h. lóðarhafa leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðir á lóðinni Eyravegur 40. Lóðin sem er 2605m2 að stærð, er skilgreind í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem Miðsvæði, M6. Gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi á lóð með nýtingarhlutfalli allt að 1.5. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 30-35 íbúða. Fjöldi hæða verði frá 3-5, og hámarkshæð húss allt að 17 metrar. Nýtingarhlutfall allt að 1,5 og bílastæði allt að 40. Auk þess er möguleiki á byggingu kjallara. Aðkoma að Eyravegi verði um sameiginlega aðkomu að lóð 38 og mögulega sameiginlega aðkomu að lóð 42.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að deiliskipulagi dags. 17.3.2024, í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga, að teknu tilliti til nýrrar samþykktar Sveitarfélagsins Árborgar um samningsákvæði vegna aukins byggingarmagns og nýtingarhlutfalls. Einnig vill skipulagsnefnd árétta að skilmálar í greinargerð verði uppfærðir er varða hæðir og stöllun byggingar, auk kröfu um sameiginleg dvalarsvæði á þakgarði.
Axel Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls. - 2403338 - Ungmennaráð 2024
Kosning fulltrúa í ungmannaráð Árborgar. - 2209233 - Starfshópur um uppbyggingu sundlaugamannvirkja á Selfossi
Erindisbréf starfshóps um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréfið. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 24. apríl.
Fundargerðir - 2403004F - Umhverfisnefnd - 15
15. fundur haldinn 5. mars. - 2402034F - Menningarnefnd - 5
5. fundur haldinn 6. mars. - 2403009F - Eigna- og veitunefnd - 28
28. fundur haldinn 12. mars. - 2402032F - Skipulagsnefnd - 24
24. fundur haldinn 13. mars. - 2403014F - Fræðslu- og frístundanefnd - 11
11. fundur haldinn 13. mars. - 2403007F - Velferðarnefnd - 8
8. fundur haldinn 14. mars. - 2403018F - Bæjarráð - 80
80. fundur haldinn 21. mars.
Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri