40. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn mánudaginn 27. maí 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=M3UHpmeZTNg
Dagskrá
Almenn erindi
- 2311161 - Gjaldskrár 2024
Tillaga frá 6. fundi menningarnefndar, frá 21. maí, liður 4. Tillaga að gjaldskrá fyrir leigu á fánaborgum.
Farið yfir tillögu að gjaldskrá fyrir leigu á fánaborgum. Menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að gjaldskrá og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrána. Nefndin telur að flöggun og fánaborgir eigi ekki að tilheyra menningardeildinni. - 2310372 - Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar - Leikskóla
Tillaga frá 29. fundi skipulagsnefndar, frá 22. maí, liður 1.
Frestað mál frá 28 fundi skipulagsnefndar, þar sem tillaga var tekin til afgreiðslu að loknum auglýsingartíma, og eftirfarandi var bókað: "Skipulagsnefnd telur að megináhrif tillögunnar snúi að íbúum við Dranghóla 41 - 51, auk Dranghóla 10 - 12. Einnig að Heiðarstekk 1 - 3, Móstekk 7 - 51 meðfram Suðurhólum auk Melhóla 1 - 19, og að litlum hluta Hraunhólum. Nefndin bendir á að í kafla 3.1.1 aðalskipulags Árborgar, er átt við að nýbyggingar íbúðabyggðar, ekki verslunar- og þjónustu. Í kafla 3.1.3, í Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, er eftirfarandi listað upp:
Stefna. Að verslunar- og þjónustusvæði verði fjölbreytt og þjóni öllu sveitarfélaginu sem og nærsveitum. Að uppbygging á verslunar- og þjónustusvæðum sé með þeim hætti að hún stuðli að gönguvænu umhverfi og styðji við vistvænar samgöngur. Með gönguvænu umhverfi er átt við að leitast sé eftir að tryggja umferðaröryggi gangandi vegfaranda og aðgengi fyrir alla. Almennir skilmálar. Við deiliskipulagsgerð skal hugað að öruggum og aðgengilegum gönguleiðum á og við rýmisfrek bílastæði og að tryggt sé að gönguleiðir innan lóða tengist stígakerfi sveitarfélagsins utan þeirra. Húsnæði á verslunar- þjónustusvæðum verði að jafnaði á 3 - 6 hæðum, eins og nánar er skilgreint í deiliskipulagi.
Nýtingarhlutfall er á bilinu 1,0 - 2,5. Ef verið er með bílastæðakjallara getur nýtingarhlutfall verið allt að 3,0. Heimilt er að vera með djúpgáma fyrir sorp. Úr töflu 3. VÞ9 - Norðurhólar - 4,7 ha - Á svæðinu er fyrirhugað að verði verslun með dagvöru og aðra þjónustu fyrir hverfin í kring.
Nýtingarhlutfall á bilinu 1,0 - 2,5. Skipulagsnefnd áréttar að auglýst tillaga er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar, þar sem tiltekið er í kafla 3.1.3, að hús skuli að jafnaði vera 3 - 6 hæðir. Hins vegar telur nefndin sig geta komið til móts við athugasemdir og samþykkir að tillögunni verði breytt á þann veg að áætluð hæð verslunar- og þjónustuhúss, verði lækkuð úr 12m hámarkshæð niður í 10m hámarkshæð, með heimild til 2 hæða byggingar, með lágreistu þaksniði. Einnig verði möguleiki á að bygging verði með flötu þaki, og þá verði hámarkshæð 9m. Vegna lögunar lóðar telur nefndin að færsla bílastæða til norðurs sé ekki möguleiki. Við vinnslu uppfærðrar tillögu verður gerð aukin krafa um gróður á lóðarmörkum.
Nefndin telur að um óveruleg áhrif sé að ræða gagnvart byggingu á tveimur til þremur hæðum gagnvart vindstrengjum á alla þá aðila sem gerðu athugasemdir. Margar af fasteignunum séu fjarri áhrifasvæði nýs verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Nefndin telur rétt að koma til móts við athugasemdir íbúa gagnvart hæð byggingar og mun koma fram með tillögu sem sýni fram á hús á tveimur hæðum með hámarkshæð 10m. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúi kalli eftir uppfærðri tillögu með ofangreindum breytingum, og verði tillagan lögð fram til samþykktar á næsta fundi skipulagsnefndar."
Lögð er fram breytt tillaga þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir íbúa í Dranghólum og Móstekk og bygging verslunar- og þjónustuhúss lækkað. Breytt tillaga gerir ráð fyrir að verslunar- og þjónustuhús verið lækkað um eina hæð, þ.e. verði tveggja hæða hús með 9m hámarkshæð með lágreistu þaksniði, og eða bygging verði með flötu þaki, og þá hámarkshæð 8m. Þá hefur verið skerpt á texta í greinargerð varðandi látlausa og glýjulausa lýsingu, auk kvaða um gróður á lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr. sömu laga. - 2206048 - Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022 - 2026
Tillaga er um að, Bragi Bjarnason, til heimilis að Berghólum 26, 800 Selfossi, verði ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar til loka kjörtímabils. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
1. Kosning forseta til eins árs.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018, með síðari breytingum. Kjósa skal formann og varaformann. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 46. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018, með síðari breytingum.
a) Undirkjörstjórn 1 (Selfoss). Þrír fulltrúar og þrír til vara.
b) Undirkjörstjórn 2 (Selfoss). Þrír fulltrúar og þrír til vara.
c) Undirkjörstjórn 3 (Selfoss). Þrír fulltrúar og þrír til vara.
d) Undirkjörstjórn 4 (Selfoss). Þrír fulltrúar og þrír til vara.
e) Undirkjörstjórn 5 (Selfoss). Þrír fulltrúar og þrír til vara.
f) Undirkjörstjórn 6 (Stokkseyri og póstnúmer 801 utan Tjarnarbyggðar). Þrír fulltrúar og þrír til vara.
g) Undirkjörstjórn 7 (Eyrarbakki og Tjarnarbyggð). Þrír fulltrúar og þrír til vara. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. B-lið. 46 gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018, með síðari breytingum:
1. Velferðarnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
2. Menningarnefnd Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
3. Fræðslu,- frístundanefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
4. Skipulagsnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi lögum og erindisbréfi fyrir nefndina.
5. Eigna- og veitunefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina.
6. Umhverfisnefnd. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. erindisbréfi fyrir nefndina. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosning í nefndir, stjórnir eða til að sækja aðalfundi til fjögurra ára sbr. C-lið 46. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018, með síðari breytingum:
1. Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Fjórtán fulltrúar og fjórtán til vara skv. gildandi samningi um samtökin.
2. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands. Einn fulltrúi og einn til vara skv. gildandi samningi um stofnunina.
3. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Fjórtán fulltrúar og fjórtán til vara.
4. Almannavarnanefnd Árnessýslu. Einn fulltrúi og einn til vara skv. gildandi samningi um nefndina.
5. Fulltrúaráðsfundur Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands. Einn fulltrúi og einn til vara skv. gildandi lögum um félagið.
6. Héraðsnefnd Árnesinga. Ellefu fulltrúar og Ellefu til vara skv. gildandi samningi um nefndina.
7. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm fulltrúar og fimm til vara skv. gildandi reglum um þingið.
8. Samstarfsnefnd með starfsmannafélögum. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
9. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands. Einn fulltrúi og einn til vara skv. gildandi samningi um félagið.
10. Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf. Einn fulltrúi og einn til vara skv. samþykktum félagsins.
11. Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ses. Einn fulltrúi og einn til vara skv. samþykktum félagsins.
12. Aðalfundur Bergrisans bs. Fjórtán fulltrúar og fjórtán til vara.
13. Aðalfundur Sandvíkurseturs ehf. Einn fulltrúi og einn til vara skv. samþykktum félagsins.
14. Aðalfundur Borgarþróunar ehf. Einn fulltrúi og einn til vara skv. samþykktum félagsins.
15. Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf. Einn fulltrúi og einn til vara skv. samþykktum félagsins.
16. Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar slf, einn fulltrúi og einn til vara skv. samþykktum félagsins.
17. Aðalfundur Verktækni ehf. Einn fulltrúi og einn til vara skv. samþykktum félagsins.
18. Öldungaráð. Í öldungaráði sitja sjö fulltrúar og fjórir til vara. Þrír fulltrúar kosnir af bæjarstjórn að loknum bæjarstjórnarkosningum, og einn til vara. Félag eldri borgara á Eyrarbakka kýs einn fulltrúa og annan til vara. Félag eldri borgara á Selfossi kýs einn fulltrúa og annan til vara. Umsjónarmenn félagsstarfs á Stokkseyri kjósa einn fulltrúa og annan til vara. Heilbrigðisstofnun Suðurlands tilnefnir einn fulltrúa. Bæjarstjórn tilnefnir formann ráðsins en ráðið kýs sér varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og bæjarstjórnar. Við kosningu í ráðið skal gætt að kynjahlutföllum og aldursdreifingu. Deildarstjóri stoð- og stuðningsdeildar skal sitja fundi ráðsins og hefur málfrelsi og tillögurétt.
19. Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks. Í samráðshópnum skulu sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn og þrír til vara og þrír fulltrúar tilnefndir af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks og þrír til vara. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um þjónustu við fatlað fólk skuli viðkomandi sveitarfélög og hagsmunasamtök fatlaðs fólks á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu hópsins. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Almannavarnarráð Árborgar, þrír fulltrúar og þrír til vara. - 2203180 - Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna
Lagðar fram endurskoðaðar reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna, ásamt greinargerð.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 12. júní.
Fundargerðir - 2405010F - Ungmennaráð - 3/2024
3. fundur haldinn 6. maí. - 2405009F - Eigna- og veitunefnd - 31
31. fundur haldinn 7. maí. - 2405003F - Umhverfisnefnd - 16
16. fundur haldinn 7. maí. - 2404030F - Skipulagsnefnd - 28
28. fundur haldinn 8. maí. - 2405013F - Bæjarráð - 87
87. fundur haldinn 16. maí. - 2405020F - Bæjarráð - 88
88. fundur haldinn 23. maí.
Sigríður Vilhjálmsdóttir, staðgengill bæjarstjóra