43. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 21. ágúst 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl. 16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=PfR1n_jVL8Y
Dagskrá
Almenn erindi
- 2312151 - Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 - Breytingar I. á ASK 2024
Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl, liður nr. 4. Tillaga aðalskipulagsbreytingar Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I, eftir kynningu sem fór fram dagana 19.6.2024 til 10.7.2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Tillagan er lögð fram til samþykktar og auglýsingar í samræmi við 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar hafa verið kynntar með skipulagslýsingu, þ.e. samantekt á þeim þáttum sem til stendur að gera breytingar á. Skipulagslýsing var auglýst og kynnt frá 28. febrúar 2024 til og með 26. mars 2024, auk þess sem óskað var eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila auk annarra.
Gerðar eru nokkrar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2020 - 2036. Breytingarnar snúa einkum að þéttbýlinu á Selfossi en einnig eru breytingar á landbúnaðarsvæði og nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í dreifbýli. Um er að ræða eftirtaldar breytingar á greinargerð og uppdráttum:
1. Miðsvæðið M3 breytist í íbúðarbyggð. Heimilt er að vera með hverfisverslun á lóðum næst hringtorgi Eyrarvegar og Suðurhóla.
2. Athafnasvæði fyrir utan á. Unnið er að deiliskipulagi athafnasvæðis AT2. Gerðar eru lítilsháttar breytingar á afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF6 vegna þess og skógræktar- og landgræðslusvæðis SL1.
3. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ8 og þeim hluta samfélagsþjónustu S5 sem nær til leikskólans Glaðheima er breytt í miðsvæði.
4. Iðnaðarsvæðinu I1 er að hluta til breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
5. Sett er inn iðnaðarsvæði I21 og I22 fyrir borholur hitaveitu fyrir utan á. Einnig iðnaðarsvæði I23 fyrir borholur hitaveitu á suðurbakka Ölfusár.
6. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ11 er breytt í athafnasvæði.
7. Íbúðarbyggðinni ÍB27 er breytt til baka í athafnasvæði (AT5), eins og var í eldra skipulagi.
8. Á hluta af opnu svæði OP1, norðan við Sunnulækjarskóla, er heimilt að útbúa aðstöðu fyrir skátana. - Skilmálum fyrir miðsvæðið M5 er breytt og byggingar lækkaðar.
9. Skilmálum fyrir miðsvæðið M6 er breytt og byggingar lækkaðar.
10. Sýslumannstúninu er breytt úr íbúðarbyggð í opið svæði.
11. Syðsta hluta Votmúla 1, Lóustaða 1 og Votmúla 3 er breytt úr landbúnaðarsvæði L2 í L3.
12. Sett er inn nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Stóra-Hrauns og minnkar landbúnaðarsvæði samsvarandi.
13. Settir eru skilmálar fyrir skuggavarp og vindvist. - Endurskoðuð er afmörkun svæða sem vinna á rammahluta aðalskipulags fyrir. Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra aðalskipulags, með síðari breytingum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, með vísan í 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og til samræmis við 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga, og felur skipulagfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar og óska eftir heimild til að auglýsa tillögu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Skipulagsnefnd Árborgar leggur til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt í samræmi við ofangreindar tilvísanir. - 2403017 - Arnberg - Olís - Deiliskipulag lóðar L162959
Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður 5. Tillaga deiliskipulags fyrir lóðina Arnberg á Selfossi að loknu kynningarferli/auglýsingu. Tillagan var í auglýsingu frá 19.6.2024 til 31.7.2024. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins er gerð athugasemd að ekki sé fjallað um fyrirkomulag fráveitu frá bílaþvottastöð og mengunarvarnir ásamt ábendingu um varnir gegn olíumengun og frárennsli frá bílaþvottastöðvum. Í umsögn Vegagerðar er gerð athugasemd á staðsetningu rafhleðslustöðvar með tilliti til skerðingar á vegsýn og umferðaröryggis.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á ábendingar í umsögn Vegagerðarinnar. Megin innihald tillögunnar er að skipuleggja húsakost og byggingarheimildir vegna áforma um byggingu nýrrar bílaþvottastöðvar. Skipulagsnefnd samþykkir auglýsta tillögu að deiliskipulagi, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr.sömu laga. - 2311299 - Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 - breyting á legu
Selfosslínu 1
Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður 3. Tillaga aðalskipulagsbreytingar Árborgar 2020-2036 - breyting á legu Selfosslínu 1, að loknu kynningarferli/auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 29.5.2024 til 10.7.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Fuglaverndurum, Sveitarfélaginu Ölfus, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020- 2036 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna með vísan í ofangreinda tilvísun laga. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til afgreiðslu Skipulagsstofnunar. - 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónustu auk
íbúðabyggðar
Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður nr. 1. Lögð er fram að nýju eftir auglýsingartíma breytt deiliskipulagstillaga fyrir lóðirnar Eyraveg 42 - 44 á Selfossi. Tillagan hefur verið til meðferðar hjá Sveitarfélaginu Árborg, og var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29.11.2023. Tillagan var fyrst auglýst frá 20.12.2023 með athugasemdafresti til 31.1.2024. Engar athugasemdir bárust á þeim tíma. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Vegagerðin gerði athugasemd við tillöguna í umsögn Vegagerðarinnar dags. 9.1.2023, þar sem ekki var fallist á nýja aðkomu inn á lóð 44 við Eyraveg. Í kjölfarið var breytt tillaga lögð fram sem gerir ráð fyrir að aðkoma að lóð 44 verði frá Fossvegi. Þá hafði uppstillingu byggingarklasa fyrir lóð 44 verið snúið við, þannig að opið svæði innan lóðar snúi að Eyravegi. Tillagan var í framhaldi auglýst á ný frá 19.06.2024 til 31.07.2024. Engar athugasemdur bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Vegagerðin gerði athugasemd við tillöguna með bréfi dags. 18.7.2024, sem bendir á fyrri umsögn Vegagerðar frá 09.01.2024, þar sem fjallað er um aðkomur af Eyrarbakkavegi og leggur Vegagerðin til að syðri aðkoma að Eyrarvegi 42 verði lögð af.
Skipulagsnefnd hefur komið til móts við fyrri athugasemdir Vegagerðarinnar og fært aðkomu að Eyravegi 44 inn á Fossveg. Nefndin telur að athugasemdir í umsögn Vegagerðarinnar dags. 18.7.2024 muni rýra verulega gæði lóðarinnar Eyravegur 42. Við lóðina hafa í gegnum tíðina verið tvær aðkomur og hafa þær þjónað vel tilgangi verslunar á lóðinni. Skipulagsnefnd samþykkir auglýsta tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr. sömu laga. - 2310372 - Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar -
Leikskóla
Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður 2. Uppfærð tillaga vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir lóðirnar Norðurhólar 3 og 5 á ný eftir yfirferð Skipulagsstofnunar dags. 9.7.2024, þar sem athugasemdir eru gerðar við að birta auglýsingu um samþykkt breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Gert er grein fyrir umhverfisáhrifum breytingarinnar sbr. gr. 5.4.1 í skipulagsreglugerð. Samkvæmt. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga skal bæjarstjórn taka athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu.
Fyrir liggur umhverfiskýrslu Arkís dags. 9.7.2024, þar sem gerð er grein fyrir og lagt mat á umhverfisáhrif deiliskipulags.
Tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar varðandi umhverfisáhrif breytingartillögu. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi auk umhverfisskýrslu, í samræmi 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna ásamt umhverfisskýrslu til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr. sömu laga. - 2310135 - Vesturbær - Þróunarreitur verslunar- þjónustu og íbúðabyggðar
Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður nr. 7. UNDRA og VSÓ ráðgjöf leggja fram skipulagsbreytingu fyrir Miðsvæði, M7 á Selfossi. Skipulagssvæðið 5,5ha, er hluti af stærra þróunarsvæði meðfram Eyravegi fyrir blandaða byggð íbúða og þjónustu. Heildarsvæðið gæti orðið um 11 ha að stærð. Í fyrsta áfanga (reitir A-F) eru áform um að leggja inn breytingu á deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Fossheiði að Lágheiði og Eyravegi að Gagnheiði innan miðsvæðis M7 og frá Fossheiði að Gagnheiði nr. 9 sunnan megin við Gagnheiði á íbúðasvæði ÍB20. Heildar svæði afmarkast af Eyravegi, Fossheiði, og austanverðu að Heimahaga og Úthaga, og til suðvesturs mót Fossvegi. Á reitum A-J er áætlað að íbúðafjöldi geti orðið 1450 - 1850 íbúðir, auk 11.000m2 undir verslunar- og þjónustu á jarðhæðum.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsingu vegna breytingartillögu með vísan til 43.gr. og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og til samræmis við gr. 5.2.4 í skipulagsreglugerð nr.90/2013, og samþykkir að lýsing verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna til samræmis við ofangreindar tilvísanir. Skipulagsfulltrúa verið falið að leita umsagnar Skipulagsstofnunar auk annarra umsagnaraðila. - 2404231 - Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 - Breytingar II. á ASK 2024
Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður nr. 6. Tillaga aðalskipulagsbreytingar Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar II, eftir kynningu (skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga),sem fór fram 17.7.2024 til 8.8.2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Ein umsögn barst frá Isavia á kynningartíma sem fjallar um hindranasvæði flugvallarins.
Um er að ræða breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2020-2036, á Selfossi. Austurvestur flugbrautin á Selfossflugvelli er stytt svo hún sé aðeins á landi í eigu Sveitarfélagsins Árborgar en ekki á landi í einkaeigu. Sömuleiðis er opna svæðið OP1 minnkað og verður aðeins á landi í eigu sveitarfélagsins. Þéttbýlismörkum Selfoss er breytt til samræmis. Landbúnaðarland L2 er stækkað yfir það svæði sem var opið svæði og flugvöllur.
Breytingar eru eftirfarandi:
1. Selfossflugvöllur. Vesturbraut flugvallarins er stytt, tekin er út sá hluti hennar sem er á landi í einkaeigu. Hindranaflötum er breytt til samræmis.
2. Opið svæðið OP1 er minnkað norðan Selfossflugvallar og verður aðeins á landi í eigu sveitarfélagsins.
3. Landbúnaðarsvæði L2 er stækkað yfir það svæði sem var opið svæði og flugvöllur.
4. Þéttbýlismörkum Selfoss er breytt og aðlöguð að breyttri afmörkun Selfossflugvallar og opins svæðis.
5. Kjallarar á Selfossi. Heimilt verður að vera með bílakjallara á Selfossi og gildir það líka um flóðasvæði, en kjallarar á slíkum svæðum skulu uppfylla tiltekin skilyrði.
6. Lóðin Austurvegur 20 verður öll miðsvæði. Í dag er um helmingur hennar samfélagsþjónusta. Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra aðalskipulags, með síðari breytingum. Gerð er breyting á greinargerð og uppdráttum: Gildandi og breyttur aðalskipulagsuppdráttur fyrir Selfoss, í mkv. 1:10.000. Ásamt breyttum uppdrætti fyrir dreifbýli í mkv. 1:50.000. Greinargerð með forsendum og umhverfismatsskýrslu. Bókun fundarins er að Ísavia hafi í umsögn sinni dags. 24.7.2024 bent á að hindrunarfletir séu takmarkaðir og byggð sé of nálægt flugvelli. Skipulagsnefnd bendir á að hindranasvæðið er sýnt á gildandi og breyttum uppdrætti. Og í greinargerð er tekið fram að það sé ekki nákvæmlega útfært en við gerð deiliskipulags skuli það skoðað betur og afmarkað nákvæmar. Þetta er einnig tekið fram í skilmálum fyrir atvinnusvæði og íbúðarbyggð í nágrenni flugvallarins. Nefndin telur að athugasemd Isavia kalli ekki á breytingar á tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 í samræmi við 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst, í samræmi við 31. gr. sömu laga, og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja breytingartillöguna til auglýsingar í samræmi við ofangreindar tilvísanir í skipulagslögum. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagstillöguna til athugunar áður en tillagan verður auglýst. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
15. fulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar á aðalfund SASS, HSL og Bergrisans, þar sem íbúar Árborgar eru komnir yfir 12.000.
Fundargerðir - 2406018F - Bæjarráð - 93
93. fundur haldinn 27. júní. - 2406024F - Bæjarráð - 94
94. fundur haldinn 11. júlí. - 2407003F - Bæjarráð - 95
95. fundur haldinn 25. júlí. - 2407011F - Bæjarráð - 96
- 2407012F - Umhverfisnefnd - 18