45. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 2. október 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=PgqzxBt9KjU
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2401351 - Grundarhverfi Selfossi - Furugrund 24B - Breyting og lagfæring á
deiliskipulagi íbúðabyggðar
Tillaga frá 34. fundi skipulagsnefndar frá 25. september, liður 1. Grundarhverfi Selfossi - Furugrund 24B - Breyting og lagfæring á deiliskipulagi íbúðabyggðar.
Lögð er fram tillaga að breyttu og lagfærðu deiliskipulagi fyrir "Grundarhverfið" á Selfossi.
Tillagan var samþykkt í bæjarráði Árborgar 11.7.2024. Tillaga var auglýst í Lögbirtingarblaði og Dagskránni frá 17.7.2024 - 29.8.2024, auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar (arborg.is) og skipulagsgátt (skipulagsgatt.is).
Ein athugasemd barst, þar sem fram kemur að við frágang lóða í hverfinu, kringum aldamótin síðustu, hafi lóðarhöfum verið gefinn kostur á að sjá um umrætt viðbótarland, enda væri þar lagnabelti. Bæjarfélagið hafi lagt fram þökur, en íbúar séð um slátt. Þá er minnst á að mön sem er framan við viðbótarsvæði, hefði átt að vera í umsjón sveitarfélagsins, sem hefði lofað slætti 1 - 2 sinnum á hverju sumri. Þá er minnst á kvaðir vegna lagna og sett fram sú ósk að allar kvaðir vegna lagna verði felldar út.
Skipulagsnefnd þakkar fyrir ábendingar frá aðilum í Grundarhverfi. Ekki liggja fyrir neinir undirritaðir samningar um "viðbótarland". Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að felld verði út ákvæði vegna kvaða um lagnir á svæðinu. Veitufyrirtæki verða að hafa óheftan aðgang að sínum veitumannvirkjum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010. - 2409077 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 34. fundi skipulagsnefndar frá 25. september sl. liður 2. 2409077 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting.
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Árbakka í landi Laugardæla á Selfossi. Breytingin snýr eingöngu að skilmálum, sem felur í sér tilfærslu á íbúðarheimildum fyrir lóðirnar Þórisvað 10 og Ásavað 20 - 30. Íbúðum við Þórisvað 10 fjölgar úr 50 í 60 og íbúðum við Ásavað 20 - 30 fækkar úr 125 í 115.
Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða, þar sem einungis er verið að færa til byggingarmagn innan svæðis, sem mun ekki hafa áhrif á heildarbyggingarmagn skipulags, og mun nýtingarhlutfall haldast óbreytt. Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags breytast ekki.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulaginu og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 2408235 - Ástjörn 13 - Deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 34. fundi skipulagsnefndar frá 25. september sl., liður 3. Ástjörn 13 - Deiliskipulagsbreyting.
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina Ástjörn 13. Breytingin felur í sér færslu og snúning á byggingarreit. Bílaplan og aðkoma breytist lítilega. Að öðru leiti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags. Skipulagsnefnd telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða, þar sem einungis er verið að snúa byggingarreit. Fyrir liggur skuggavarpsgreining sem bendir til að mjög óveruleg áhrif verði til við breytinguna. Skilmálar gildandi deiliskipulags breytast ekki.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulaginu og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 2409210 - Kotleysa Lnr. 165553 - Nýtt lóðablað
Tillaga frá 34. fundi skipulagsnefndar frá 25. september sl., liður 4. Kotleysa Lnr. 165553 - Nýtt lóðablað.
Í samræmi við lög um skráningu og merkingu fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er lögð fyrir skipulagsnefnd merkjalýsing, fyrir jörðina Kotleysa L165553. Merkjalýsing er unnin af Jóhönnu Sigurjónsdóttur frá Eflu. Afmörkun Kotleysu sýnir fram á stærð upp á 91,5ha í heild. Allir skráðir eigendur aðliggjandi jarða hafa skrifað undir lýsinguna, til samþykkis afmörkun. Aðliggjandi jarðir eru Brautartunga L165537, Keldnakot L165552, Vestri-Grund L165575, Stokkseyri L165571, Traðarholt m/Ranakoti L165568.
Merkjalýsing er eftirfarandi:
Afmörkun jarðarinnar er skv. Landamerkjabréfi úr landamerkjabók Árnessýslu, bréf nr. 147, bls. 162 - 163, dags. maí 1886: ,,Traðarholtstorfunnar í Stokkseyrarhreppi eru þessi:
1. Úr "Barnasetslækjarkjapti" ræður ræður bein stefna í Vörðu í Vaðhólum, og aptur frá henni í Graán stein fyrir ofan Grímsdæl, og frá henni í Flóðkýl fyrir austan Grjótlækjartún, og svo þaðan í jarðfastan stein á sjóarbakka, síðan ræður sjónhending í Bollasker, sem er fram í Brimgarði.
2. Úr Barnanesslækjarkjapti; ræður fyrst Barnanesslækur, þá "Hörpuhólslækur" allt upp í Leiðólfsstaðavatn, síðan ræður lækurinn, sem Toptahlöð eru á, beint vestur í "Brattsholtsvatni", en frá "Seigludragi" liggja mörkin fram í "Glámu," þaðan ræður "Nesslækur" fram að Kirkjubrú, en frá henni sjónhending um "Andatjarnir" út í Stokkseyrarmörk en þau eru frá Brandhól, sjónhending um Kotleysu eða eldhúsið þar í markavörðuna sem er á sjóarbakkanum austan Rauðárhól og liggja síðan austan á Langarifi beint fram í brimgarð." Innan þessara téðu landamerkja liggur talsvert af landi jarðarinnar Kotleysu, sem virðist hafa verið byggð bæði úr Stokkseyrar og Traðarholtslandi. Traðarholt á rétt til Selstöðu á Stokkseyrarmýri, gegn reiðingsristu í Blönduleir í Traðarholtsengjum" og skv. Landskiptasamningi Traðarholtstorfunnar frá 25. júní 1933: Sjávarland: Landamerki milli Kotleysu og Stokkseyrar: frá landi Jóns Pálssonar sunnanverðu, fram í Markavörðu á hábakka, og þaðan fram Langarif, í brimgarð. Landamerki milli Kotleysu og Ranakots: frá landi Jóns Pálssonar, sunnanverðu, í stefnu á Búrfellsöxl, í Kálfstind í Grímsnesi, sömu stefnu til suðurs, í Markastein á hábakka, og þaðan í miðja Markarás, sem er út af innsta lóni, þaðan sömu stefnu í Olnbogalón norðanvert, og þaðan fram í brimgarð. Heimaland: Landamerki milli Kotleysu og Stokkseyrar: Úr Götuflóðum, sjónhending til austurs í stefnu á Markavörðu, austur í Kotleysuvatn syðra, eftir girðingu, sem þar er. Mörk til norðurs eru úr götuflóðum, eftir háflaginu í Lambhaga, milli Brautartungu og Kotleysu, upp í skurð, sem er á milli Hoftúns og Kotleysuengja, upp í Króksgarð, og ræður svo garðurinn mörkum, milli Hoftúns, upp í Andatjarnir. Landamerki milli Kotleysu og Keldnakots: Úr Andatjörnum, eftir áveituskurði, austur í hinn mikla áveituskurð, eftir hinum gamla Brattsholtsmarkaskurði, beina stefnu milli Brattsholts og Kotleysu, í Nesflóð, og ráða svo Nesflóð mörkum milli Kotleysu og Traðarholtskots. Girðing ræður svo mörkum úr Nesflóðum, fram Stelpuheiði, í suðurátt, á móts við Leirflóð. Landamerki milli Kotleysu og Ranakots: eftir áðurnefndri girðingu við Leirflóð og þaðan í klettinn Stelpu í Stelpuheiði og niður Traðarholtsvatn, austan við Steinboga.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsingu fyrir Kotleysa L165553, og mælist til að bæjarstjórn samþykki framlagða merkjalýsingu. - 2310372 - Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar -
Leikskóla
Tillaga frá 34. fundi skipulagsnefndar frá 25. september sl., liður 6. Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar - Leikskóla.
Lögð er fram uppfærð tillaga vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir lóðirnar Norðurhólar 3 og 5, eftir lokayfirferð Skipulagsstofnunar dags. 6.9.2024, þar sem athugasemdir eru gerðar við að birta auglýsingu um samþykkt breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda, þar sem skipulagsmörk skarast við aðliggjandi deiliskipulög, með vísan í gr. 5.3.1 í skipulagsreglugerð. Fyrir liggur uppfærður uppdráttur með heildarafmörkun svæðis og hafa deiliskipulagsmörk gagnvart Björkurstekk verið færð upp fyrir hringtorg við Suðurhóla-BjörkurstekkNorðurhóla.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lagfærða skipulagstillögu og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í B-deild stjórnartíðinda. Þá leggur nefndin til að í framhaldinu verið farið í að skoða þá skörun á deiliskipulögum sem eiga sér stað milli Björkurstykkis og Gagnheiðar. - 2403017 - Arnberg - Olís - Deiliskipulag lóðar L162959
Tillaga frá 34. fundi skipulagsnefndar frá 25. september sl., liður 7. Arnberg - Olís - Deiliskipulag lóðar L162959.
Lögð er fram tillaga að nýju eftir athugun Skipulagsstofnunar dags. 9.9.2024, fyrir lóðina Arnberg L162959 á Selfossi. Skipulagsstofnun bendir á í yfirferð sinni að leggja þurfi fram mat á umhverfisáhrifum tillögunnar til samræmis við gr. 5.4 í skipulagsreglugerð, m.t.t. sjónrænna áhrifa og mögulegrar mengunar þvottastöðvar. Þá er bent á skörun í afmörkun deiliskipulags við deiliskipulag Fossness frá 2007.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umhverfismat Ask Arkitekta dags. 18.9.2024 og uppfærðan uppdrátt dags. 18.9. 2024, og mælist til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja uppfærðan uppdrátt Ask arkitekta auk umhverfismats, og fela skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og í B-deild Stjórnartíðinda. Þá leggur nefndin til að í framhaldinu verið farið í að skoða þá skörun á aðliggjandi deiliskipulagi. - 2401320 - Lántökur 2024 - Selfossveitur
Eftirfarandi er lagt fram:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með á fundi bæjarstjórnar að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Selfossveitna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 104.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til endurfjármögnun á afborgunum eldri lána félagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn í félaginu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra, kt. 250481-5359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. - 2401318 - Lántökur 2024 - Sveitarfélagið Árborg
Eftirfarandi er lagt fram:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með á fundi bæjarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 430.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Braga Bjarnasyni, bæjarstjóra, kt. 250481-5359 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. - 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Viðauki nr. 6
Á fundi 101. bæjarráðs, 26. september sl. var tekinn fyrir viðauki nr. 6 og eftirfarandi bókað:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024 vegna aukins kostnaðar í barnavernd.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er aukinn kostnaður um kr. 22.000.000,-. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 22.000.000,- og lækkar því rekstrarafgangur A hluta í kr. - 964.395.000,- Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð um kr. 22.000.000,- og lækkar rekstrarafgangur samantekin A og B hluta í kr. - 59.711.000,-. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. - 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Viðauki nr. 7
Á fundi 101. bæjarráðs, 26. september sl. var tekinn fyrir viðauki nr. 7 og eftirfarandi bókað:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024 vegna útdeilingar á launapotti.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er enginn aukinn kostnaður. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 0,- og er því rekstrarafgangur óbreyttur í A hluta kr. -964.395.000,-. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- og er því rekstrarafgangur samantekin A og B hluta óbreyttur í kr. -59.711.000,-. Ekki þarf að mæta viðaukanum með lækkun á handbæru fé. - 2403013 - Úrgangsþjónusta Árborg - Söfnun og vinnsla úrgangs fyrir heimili,
stofnanir og gámastöð
Þjónustusamningur við Íslenska Gámafélagið um úrgangsþjónustu fyrir Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 23. október.
Fundargerðir - 2408019F - Ungmennaráð - 5/2024
5. fundur haldinn 26. ágúst. 5. september. - 2408015F - Eigna- og veitunefnd - 33
33. fundur haldinn 27. ágúst. - 2408012F - Skipulagsnefnd - 33
33. fundur haldinn 28. ágúst. - 2408025F - Bæjarráð - 98
98. fundur haldinn 5.september. - 2409009F - Bæjarráð - 99
99. fundur haldinn 12. september. - 2409005F - Menningarnefnd - 7
7. fundur haldinn 10. september. - 2409007F - Fræðslu- og frístundanefnd - 14
14. fundur haldinn 11. september. - 2409006F - Velferðarnefnd - 11
11. fundur haldinn 12. september. - 2409016F - Bæjarráð - 100
100. fundur haldinn 19. september. - 2409023F - Bæjarráð - 101
101. fundur haldinn 26. september.