46. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 23. október 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2406196 - Reglur um leikskóla í Árborg 2024
Tillaga frá 15. fundi fræðslu- og frístundanefndar frá 9. október, liður 1. Reglur um leikskóla í Árborg 2024.
Lögð er fram tillaga að breytingu á grein 3.4. í reglum um leikskóla í Árborg varðandi afgreiðslu umsókna um leikskóladvöl utan Árborgar.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti samhljóða fyrir sitt leyti breytingu á grein 3.4. í Reglum um leikskóla í Árborg og vísaði til samþykktar í bæjarstjórn. - 2312151 - Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I. á ASK 2024
Tillaga frá 35. fundi skipulagsnefndar frá 16. október sl. liður 2. Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I. á ASK 2024.
Sveitarfélagið Árborg hefur haft til meðferðar breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036. Nokkrar breytingar eru gerðar á aðalskipulaginu, sem snúa einkum að þéttbýlinu á Selfossi, ásamt breytingum á landbúnaðarsvæði og nýju svæði fyrir samfélagsþjónustu í dreifbýli. Um er að ræða eftirtaldar breytingar á greinargerð og uppdráttum:
1. Miðsvæðið M3 breytist í íbúðarbyggð. Heimilt er að vera með hverfisverslun á lóðum næst hringtorgi Eyrarvegar og Suðurhóla.
2. Athafnasvæði fyrir utan á. Unnið er að deiliskipulagi athafnasvæðis AT2. Gerðar eru lítilsháttar breytingar á afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF6 vegna þess og skógræktar- og landgræðslusvæðis SL1.
3. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ8 og þeim hluta samfélagsþjónustu S5 sem nær til leikskólans Glaðheima er breytt í miðsvæði.
4. Iðnaðarsvæðinu I1 er að hluta til breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
5. Sett er inn iðnaðarsvæði I21 og I22 fyrir borholur hitaveitu fyrir utan á. Einnig iðnaðarsvæði I23 fyrir borholur hitaveitu á suðurbakka Ölfusár.
6. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ11 er breytt í athafnasvæði.
7. Íbúðarbyggðinni ÍB27 er breytt til baka í athafnasvæði (AT5), eins og var í eldra skipulagi.
8. Á hluta af opnu svæði OP1, norðan við Sunnulækjarskóla, er heimilt að útbúa aðstöðu fyrir skátana.
9. Skilmálum fyrir miðsvæðið M5 er breytt og byggingar lækkaðar.
10. Skilmálum fyrir miðsvæðið M6 er breytt og byggingar lækkaðar.
11. Sýslumannstúninu er breytt úr íbúðarbyggð í opið svæði.
12. Syðsta hluta Votmúla 1, Lóustaða 1 og Votmúla 3 er breytt úr landbúnaðarsvæði L2 í L3.
13. Sett er inn nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Stóra-Hrauns og minnkar landbúnaðarsvæði samsvarandi.
14. Settir eru skilmálar fyrir skuggavarp og vindvist.
15. Endurskoðuð er afmörkun svæða sem vinna á rammahluta aðalskipulags fyrir.
Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra aðalskipulags, með síðari breytingum Lýsing á verkefninu hefur verið kynnt/auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 28. febrúar til 26. mars 2024. Óskað var eftir umsögnum umsagnaraðila.
Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga með auglýsingum í blöðum, auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu Árborgar og skipulagsgátt.is. Kynningartími tillögu var frá 19. júní til 10. júlí 2024. Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 21. ágúst 2024 var tillagan samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og til athugunar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við 3. mgr. 30. gr. sömu laga.
Breytingin var send Skipulagsstofnun til athugunar með bréfi dags. 22. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir heimild til auglýsingar. Athugun Skipulagsstofnunar barst skipulagsfulltrúa Árborgar með bréfi dags. 19.9.2024, þar sem nokkrar athugasemdir eru gerðar við greinargerð og stafræn gögn. Óskaði stofnunin eftir viðbrögðum við athugasemdum áður en tillagan yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
Athugasemdir Skipulagsstofnunar innan greinargerðar snúa að skipulagsákvæðum vegna hámarskfjölda íbúða á landnotkunarreitum og áætlað heildarbyggingarmagn þar sem áformuð uppbygging er. Bent er á að samræma þurfi upplýsingar um áætlaðan heildarfjölda íbúða og óbyggðra íbúða fyrir ÍB7, fella þarf út ákvæði fyrir VÞ11 og að lokum vísa í nýju Landsskipulagsstefnuna 2024 - 2038.
Athugasemdir vegna stafrænna gagna snúa að því að samræma þurfi upplýsingar stafrænna gagna um stærð landnotkunarreita við það sem kemur fram í greinargerð og taka fram heildarfjölda heimilla íbúða en ekki fjölda óbyggðra íbúða. Einnig þarf að taka fram heildarbyggingarmagn og setja á stærð landnotkunarreita fram í hekturum (ha) með einum aukastaf. Viðbrögð skipulagsnefndar við athugun skipulagsstofnunar dags. 19.9.2024:
Um athugasemdir greinargerðar:
Í gildandi aðalskipulagi er ekki fjallað um hámarksfjölda íbúða heldur aðeins mögulegan fjölda nýrra íbúða. Það verði einnig gert í aðalskipulagsbreytingunni. Áætlaður fjöldi nýrra íbúða á ÍB7 verður leiðréttur. Ákvæði fyrir verslunar- og þjónustusvæðið VÞ11 verða felld út og verður þar vísað í nýja Landskipulagsstefnu.
Um athugasemdir stafrænna gagna:
Ekki verður tekið fram heildarbyggingarmagn. Ekki sé þörf á breytingu á samræmingu upplýsinga um stærð landnotkunarreita, en stærð þeirra er sú sama og í stafrænum gögnum og í greinargerð, einnig fyrir I1 og AF6. Ekki er talin þörf á breytingu vegna stærð landnotkunarreita í hekturum með einum aukastaf, þar sem það er nú þegar sett fram á þann hátt. Í eigindatöflu dettur út aukastafur ef hann er 0.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðalskipulagsbreytingar og viðbrögð við athugun Skipulagsstofnunar, og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja ofangreindar breytingar og viðbrögð við athugun Skipulagsstofnunar á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 til auglýsingar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 2409290 - Eyravegur 42, 42B og Fossvegur 3 - Merkjalýsing
Tillaga frá 35. fundi skipulagsnefndar frá 16. október sl. liður 5. - Eyravegur 42, 42B og Fossvegur 3 - Merkjalýsing.
Í samræmi við lög um skráningu og merkingu fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024, er lögð fyrir skipulagsnefnd merkjalýsing, fyrir jörðina Kotleysa L165553. Merkjalýsing er unnin af Jóhönnu Sigurjónsdóttur frá Eflu.
Greinargerð:
Merkjalýsing er unnin í samræmi við deiliskipulag fyrir Eyraveg 42 -44 , sem er í skipulagsferli og einnig í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Árborgar 2020 - 2036.
Eyravegur 42 er skráð 14786 m² í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um 3622,7 m², sem sameinast Fossvegi 3 (Eyravegi 44).
Lóðin stækkar þá til norðurs inn í Selfossland, L186665 um 169 m² og verður samtals 11332,3 m².
Stofnuð er lóðin Eyravegur 42B sem er 87,4 m². Á lóðinni verður spennistöð.
Eftir það verður Eyravegur 42 11244,9 m².
Á lóðinni eru þrír matshlutar sem allir verða áfram á lóðinni.
01 verslun, 02 Verslun, gróðurhús og 03 Lyftarahleðsla.
Kvöð er á Eyravegi 42 um aðgengi að Eyravegi 42B.
Ekki var hægt að nota gögn fyrir lóðarmörk á milli Eyravegs 40 og 42 vegna þess að þau eru í öðru hnitakerfi.
Eyravegur 44 breytir um staðfang og verður Fossvegur 3.
Fossvegur 3 er skráð 3323,5 m² í fasteignaskrá HMS en eftir minnkun Eyravegs 42 stækkar lóðin um 3622,7 m² og verður þá 6946,2 m².
Eyravegur 44a er skráð 897,6 m² í fasteignaskrá HMS og sameinast Fossvegi 3. Eftir stækkun og sameiningu verður Fossvegur 3 7843,8 m².
Lóðin stækkar þá einnig til norðurs inn í Selfossland, L186665 um 579,5 m² og verður 8423,3 m².
Engir matshlutar eru skráðir á lóðirnar.
Kvöð er á lóðinni vegna stofngjalda holræsa og vatnsveitu skv. þingl. skjali með skjalnúmerið 433-X-000425/2006.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða merkjalýsingu.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja merkjalýsinguna. - 2408199 - Kjarasamningar 2024
Umræður um stöðu kjarasamninga hjá sveitarfélögum. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 13. nóvember n.k.
Fundargerðir - 2409008F - Eigna- og veitunefnd - 34
34. fundur haldinn 24. september. - 2408024F - Skipulagsnefnd - 34
34. fundur haldinn 25. september. - 2409031F - Bæjarráð - 102
102. fundur haldinn 3. október. - 2410010F - Ungmennaráð - 6/2024
6. fundur haldinn 7. október. - 2410008F - Fræðslu- og frístundanefnd - 15
15. fundur haldinn 9. október. - 2410006F - Bæjarráð - 103
103. fundur haldinn 17. október.