49. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 4. desember 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2206047 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins
Árborgar kjörtímabilið 2022 - 2026
Fyrri umræða.
Tillaga frá 108. fundi bæjarráðs, liður 3. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar kjörtímabilið 2022 - 2026.
Lagðar eru fram tillögur að breytingum á samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar um stjórn og fundarsköp ásamt viðauka við samþykktirnar. Breytingarnar eru til að skýra fullnaðarafgreiðsluheimildir sveitarfélagsins og gera breytingar er snúa að nefndaskipan.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að klára tillögur að breytingunum á samþykktunum og viðaukanum í samræmi við umræður á fundinum og vísi til afgreiðslu í bæjarstjórn. - 2411247 - Reglur - styrkur til náms í leikskólakennarafræðum í Árborg
Tillaga frá 16. fundi fræðslu- og frístundanefndar frá 27. nóvember sl. liður 4. Reglur - styrkur til náms í leikskólakennarafræðum í Árborg.
Breyting á reglum um styrk til náms í leikskólakennarafræðum til afgreiðslu.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglubreytingarnar fyrir sitt leiti samhljóða og vísar erindinu áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu. - 2312151 - Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I. á ASK 2024
Tillaga frá 37. fundi skipulagsnefndar, frá 27. nóvember sl. liður 1.
Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I. á ASK 2024.
Mál áður á dagsskrá skipulagsnefndar 6. nóvember.
Gerð hefur verið smávægileg breyting á greinargerð.
Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar I. á ASK 2024.
Sveitarfélagið Árborg hefur haft til meðferðar breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036. Nokkrar breytingar eru gerðar á aðalskipulaginu, sem snúa einkum að þéttbýlinu á Selfossi, ásamt breytingum á landbúnaðarsvæði og nýju svæði fyrir samfélagsþjónustu í dreifbýli.
Um er að ræða eftirtaldar breytingar á greinargerð og uppdráttum:
1. Miðsvæðið M3 breytist í íbúðarbyggð. Heimilt er að vera með hverfisverslun á lóðum næst hringtorgi Eyrarvegar og Suðurhóla.
2. Athafnasvæði fyrir utan á. Unnið er að deiliskipulagi athafnasvæðis AT2. Gerðar eru lítilsháttar breytingar á afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF6 vegna þess og skógræktar- og landgræðslusvæðis SL1.
3. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ8 og þeim hluta samfélagsþjónustu S5 sem nær til leikskólans Glaðheima er breytt í miðsvæði.
4. Iðnaðarsvæðinu I1 er að hluta til breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
5. Sett er inn iðnaðarsvæði I21 og I22 fyrir borholur hitaveitu fyrir utan á. Einnig iðnaðarsvæði I23 fyrir borholur hitaveitu á suðurbakka Ölfusár.
6. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ11 er breytt í athafnasvæði.
7. Íbúðarbyggðinni ÍB27 er breytt til baka í athafnasvæði (AT5), eins og var í eldra skipulagi.
8. Á hluta af opnu svæði OP1, norðan við Sunnulækjarskóla, er heimilt að útbúa aðstöðu fyrir skátana.
9. Skilmálum fyrir miðsvæðið M5 er breytt og byggingar lækkaðar.
10. Skilmálum fyrir miðsvæðið M6 er breytt og byggingar lækkaðar.
11. Sýslumannstúninu er breytt úr íbúðarbyggð í opið svæði.
12. Syðsta hluta Votmúla 1, Lóustaða 1 og Votmúla 3 er breytt úr landbúnaðarsvæði L2 í L3.
13. Sett er inn nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Stóra-Hrauns og minnkar landbúnaðarsvæði samsvarandi.
14. Settir eru skilmálar fyrir skuggavarp og vindvist.
15. Endurskoðuð er afmörkun svæða sem vinna á rammahluta aðalskipulags fyrir.
Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra aðalskipulags, með síðari breytingum.
Lýsing á verkefninu hefur verið kynnt/auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 28. febrúar til 26. mars 2024. Óskað var eftir umsögnum umsagnaraðila.
Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga með auglýsingum í blöðum, auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu Árborgar og skipulagsgátt.is. Kynningartími tillögu var frá 19. júní til 10. júlí 2024.
Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 21. ágúst 2024 var tillagan samþykkt til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og til athugunar hjá Skipulagsstofnun í samræmi við 3. mgr. 30. gr. sömu laga. Breytingin var send Skipulagsstofnun til athugunar með bréfi dags. 22. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir heimild til auglýsingar. Athugun Skipulagsstofnunar barst skipulagsfulltrúa Árborgar með bréfi dags. 19.9.2024, þar sem nokkrar athugasemdir eru gerðar við greinargerð og stafræn gögn.
Óskaði stofnunin eftir viðbrögðum við athugasemdum áður en tillagan yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Athugasemdir Skipulagsstofnunar innan greinargerðar snúa að skipulagsákvæðum vegna hámarksfjölda íbúða á landnotkunarreitum og áætlað heildarbyggingarmagn þar sem áformuð uppbygging er.
Bent er á að samræma þurfi upplýsingar um áætlaðan heildarfjölda íbúða og óbyggðra íbúða fyrir ÍB7, fella þarf út ákvæði fyrir VÞ11 og að lokum vísa í nýju Landsskipulagsstefnuna 2024 - 2038. Athugasemdir vegna stafrænna gagna snúa að því að samræma þurfi upplýsingar stafrænna gagna um stærð andnotkunarreita við það sem kemur fram í greinargerð og taka fram heildarfjölda heimilla íbúða en ekki fjölda óbyggðra íbúða. Einnig þarf að taka fram heildarbyggingarmagn og setja á stærð landnotkunarreita fram í hekturum (ha) með einum aukastaf.
Bætt hefur verið í greinargerð Aðalskipulags Árborgar 2020 - 2036, frá því að athugun skipulagsstofnunar barst. Bætt var við umfjöllun um vatnaáætlun og vatnshlot. Í umhverfismatsskýrslu var bætt við mati á áhrifum á vatn og gróður og dýralíf. Unnið er að deiliskipulagi svæðis fyrir samfélagsþjónustu á Stóra-Hrauni og stækkar það svæði úr um 69 ha í um 114 ha vegna nákvæmari útfærslu.
Settir eru ýtarlegri skilmálar fyrir uppbyggingu og að forðast skuli að raska stærra landi en nauðsyn krefur. Viðbrögð skipulagsnefndar við athugun skipulagsstofnunar dags. 19.9.2024: Um athugasemdir greinargerðar: Í gildandi aðalskipulagi er ekki fjallað um hámarksfjölda íbúða heldur aðeins mögulegan fjölda nýrra íbúða. Það verði einnig gert í aðalskipulagsbreytingunni. Áætlaður fjöldi nýrra íbúða á ÍB7 verður leiðréttur. Ákvæði fyrir verslunar- og þjónustusvæðið VÞ11 verða felld út og verður þar vísað í nýja Landskipulagsstefnu.
Um athugasemdir stafrænna gagna:
Ekki verður tekið fram heildarbyggingarmagn. Ekki sé þörf á breytingu á samræmingu upplýsinga um stærð landnotkunarreita, en stærð þeirra er sú sama og í stafrænum gögnum og í greinargerð, einnig fyrir I1 og AF6. Ekki er talin þörf á breytingu vegna stærð landnotkunarreita í hekturum með einum aukastaf, þar sem það er nú þegar sett fram á þann hátt. Í eigindatöflu dettur út aukastafur ef hann er 0.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem fram hafa komið á tillögunni og einnig viðbrögð við athugun Skipulagsstofnunar, og mælist til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja ofangreindar breytingar og viðbrögð við athugun Skipulagsstofnunar á breyttu Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 til auglýsingar, í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 2411188 - Miðbær Selfoss. Tryggvatorg og árbakkasvæði - Dælustöð - DSK.Br.
Tillaga frá 37. fundi skipulagsnefndar frá 27. nóvember sl. liður 3. Miðbær Selfoss. Tryggvatorg og árbakkasvæði - Borholuhús. DSK.Br.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir, Verkís f.h. Selfossveitna leggur fram tillögu að breytingu deiliskipulags miðbæjar Selfoss, Tryggvatorg og Árbakkasvæði skv. meðfylgjandi uppdrætti og greinargerð dags. 14.11.2024. Breytingin tekur til vestasta hluta gildandi deiliskipulags og er svæðið um 0,37 ha að stærð.
Afmörkuð er 334 m2 lóð fyrir nýja dælustöð fyrir vinnslu og dælingu jarðhitavatns úr borholu SE45. Lóðin er í minnst 10m fjarlægð frá árbakka og er byggingarreitur afmarkaður 2m frá lóðarmörkum. Tildrög breytingarinnar er aukin þörf fyrir afhendingu heitavatns á Selfossi vegna mikillar uppbyggingar og íbúafjölgunar. Nýtanlegt jarðhitavatn hefur fundist með borun holu SE45 á bökkum Ölfusár innan marka deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv.41 gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv.43.gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41.gr sömu laga. - 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónustu auk
íbúðabyggðar
Tillaga frá 37. fundi skipulagsnefndar frá 27. nóvember sl. liður 5.
Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónustu auk íbúðabyggðar. Lagfærð gögn vegna deiliskipulags verslunar- og þjónustu auk íbúðarbyggðar við Eyraveg 42 - 44 eru hér lögð fram á ný eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Tillagan var auglýst fyrst frá 20.12.2023 til 31.1.2024.
Engar almennar athugasemdir bárust á þeim tíma. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Vegagerðin gerði athugasemd við tillöguna í umsögn sinni dags. 9.1.2023, þar sem ekki var fallist á nýja aðkomu inn á lóð 44 við Eyraveg. Í kjölfarið var breytt tillaga lögð fram sem gerir ráð fyrir að aðkoma að lóð 44 verði frá Fossvegi. Þá hafði uppstillingu byggingarklasa fyrir lóð 44 verið snúið við, þannig að opið svæði innan lóðar snúi að Eyravegi.
Tillagan var í framhaldi auglýst á ný frá 19.06.2024 til 31.07.2024. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Vegagerðin gerði athugasemd við tillöguna með bréfi dags. 18.7.2024, sem bendir á fyrri umsögn Vegagerðar frá 09.01.2024, þar sem fjallað er um aðkomur af Eyrarbakkavegi og leggur Vegagerðin til að syðri aðkoma að Eyrarvegi 42 verði lögð af.
Tillagan er lögð fyrir skipulagsnefnd að nýju, þar sem villa var í bókun fundar skipulagsnefndar 14.8.2024. Skipulagsnefnd hefur komið til móts við fyrri athugasemdir Vegagerðarinnar og fært aðkomu að Eyravegi 44 inn á Fossveg.
Nefndin telur að athugasemdir í umsögn Vegagerðarinnar dags. 18.7.2024 muni rýra verulega gæði lóðarinnar Eyravegur 42. Við lóðina hafa í gegnum tíðina verið tvær aðkomur og hafa þær þjónað vel tilgangi verslunar á lóðinni. Skipulagsnefnd telur að með því að hafa einungis útakstur af syðri aðkomu muni það bæta umferðarflæði frá lóð og auka öryggi Tillagan var send til afgreiðslu Skipulagsstofnunar með bréfi dags. 5.9.2024 og niðurstaða bæjarstjórnar Árborgar auglýst í Dagskránni, Lögbirtingablaði og á heimasíðu Árborgar dags. 19.9.2024.
Skipulagsstofnun bendir á nokkra þætti sem þarf að bregðast við áður en hægt er að samþykkja deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda með bréfi dags. 26.9.2024. Gera þurfi grein fyrir umhverfismati áætlunarinnar og niðurstöðu í greinargerð, niðurstöðu kortlagningar af hávaða, samræma upplýsingar um heimilaðan fjölda íbúða og setja fram í skilmálatöflu heimilað byggingarmagn ofan- og neðanjarðar, þar sem gert er ráð fyrir bílakjöllurum.
Komið hefur verið til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar með uppfærðum uppdrætti, hljóðvistargreiningu og umhverfisskýrslu og eru báðar skýrslur lagðar fram í skipulagsnefnd skv. meðfylgjandi gögnum. Skipulagsnefnd samþykkir framkomið minnisblað um hljóðvistargreiningu og umhverfisskýrslu auk uppfærslu á uppdrætti og greinargerð skipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. - 2410079 - Austurvegur 61 - 63. - Deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 37. fundi skipulagsnefndar frá 27. nóvember sl. liður 7. Austurvegur 61 - 63. - Deiliskipulagsbreyting.
Kristinn Ragnarsson f.h. Reyrus ehf. leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurvegur 61 og 63 á Selfossi. Á lóðinni Austurvegur 61 stendur einnar hæða íbúðarhús með risi ásamt stakstæðri bílgeymslu og á lóðinni Austurvegur 63 stendur tveggja hæða tvíbýlishús ásamt stakstæðri bílgeymslu.
Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi byggingar á lóðunum verði rifnar og lóðirnar sameinaðar í eina lóð. Gert er ráð fyrir byggingu á 3 - 4 hæða fjölbýlishúsi auk kjallara. Fjöldi íbúða allt að 21. Þá er einnig gert ráð fyrir bílgeymslu neðanjarðar fyrir 20 bíla og 4 bílastæðum ofanjarðar ásamt leiksvæði. Fyrir liggur skuggavarpsgreining sem sýnir áhrif, bæði af 3 hæðahús og 4 hæða húsi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv.41.gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. 43.gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41.gr. sömu laga. Skipulagsnefnd telur að þar sem lágreist byggið standi nærri skipulagsmörkun sé nauðsynlegt að íbúum við Heiðmörk verði kynnt tillagan sérstaklega. - 2411340 - Breytingar á reglum um akstursþjónustu við fatlað fólk
Tillaga frá 13. fundi velferðarnefndar frá 28. nóvember, liður 8. Breytingar á reglum um akstursþjónustu við fatlað fólk Lagt er fyrir Velferðarnefnd uppfærðar reglur um akstursþjónustu fatlaðra. Velferðarnefnd tekur undir mikilvægi þess að sett séu inn ákvæði um aðstoð fylgdarmanna í ferðaþjónustu fatlaðra.
Að mati nefndarinnar er þjónustan mikilvæg viðbót við þjónustu við fatlaða og er ætlað að auka tækifæri þeirra til að taka þátt í samfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi.
Velferðarnefnd samþykkir reglurnar og felur deildarstjóra að útfæra verklag varðandi mat á fylgd í ferðaþjónustu. Velferðarnefnd vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. - 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Viðauki nr. 8.
Á 108. fundi bæjarráðs, 21. nóvember sl. var tekinn fyrir viðauki nr. 8 og eftirfarandi bókað: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024 vegna uppgjörs á samningi um Bankann - vinnustofu sem gerður var 1. júlí 2021.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 9.285.000. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 9.285.000,- og er því rekstrarafgangur í A hluta kr. - 976.680.000,-. Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 9.285.000,- og er því rekstrarafgangur samantekins A og B hluta kr.- 68.996.000,- Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. - 2411097 - Gjaldskrár 2025
Síðari umræða.
1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili, frístundaklúbba og sumarfrístund 2025
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskólum Árborgar 2025
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum Árborgar 2025
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Árborg 2025
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2025
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega stuðningsþjónustu í Árborg 2025
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2025
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 5 og Austurveg 51 2025
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá húseigna 2025
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2025
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá íþróttahúsa í Árborg 2025
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2025
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fánaborgir 2025
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingardeild 2025
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2025
16) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2025
17) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir gámasvæði Árborgar 2025
18) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Selfossveitur 2025
19) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsveitu 2025
Lagt er til að gjaldskrárnar verði samþykktar. - 2410311 - Fjárhagsáætlun 2025 - 2028
Síðari umræða.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun 2025 - 2028.
Fundargerðir - 2411013F - Bæjarráð - 108
108. fundur haldinn 21. nóvember. - 2411020F - Bæjarráð - 109
109. fundur haldinn 28. nóvember.