50. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 18. desember 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Tillaga frá 110. fundu bæjarráðs, frá 5. desember sl. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að vísa viðauka nr. 9 til samþykktar hjá bæjarstjórn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024 vegna eignadeildar, vatnsveitu og Selfossveitna. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 29.730.000. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 23.000.000,- og er því rekstrarafgangur í A hluta áætlaður kr. - 996.680.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 29.730.000,- og er því rekstrarafgangur samantekins A og B hluta kr.-98.726.000,-.
Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. - 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs frá 12. nóvember, liður 3. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024. Viðauki nr. 10.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024 vegna breytinga á fjárfestingaáætlun.
Fjárfestingaáætlun 2024 hækki um 268 m.kr.
Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. - 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs frá 12. nóvember sl. liður 4. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024. Viðauki nr. 11.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024 vegna Brynju leigufélags. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 17.085.444. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 17.085.444,- og er því rekstrarafgangur í A hluta áætlaður kr. 1.013.765.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 17.085.444,- og er því rekstrarafgangur samantekins A og B hluta kr. -115.811.000,-.
Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. - 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs frá 12. desember sl. liður 5. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024. Viðauki nr. 12.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024 vegna útdeilingu úr launapotti vegna veikinda og kjarasamningshækkana. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 0. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 10.592.000,- og er því rekstrarafgangur í A hluta áætlaður kr. 1.003.173.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 0,- og er því rekstrarafgangur samantekins A og B hluta kr.-115.811.000,-.
Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. - 2310161 - Gjaldskrá fyrir byggingarrétt
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs frá 12. desember sl. liður 6. Gjaldskrá fyrir byggingarrétt.
Kynnt er minnisblað Helga S. Gunnarssyni, ráðgjafa, dags. 30. nóvember 2024 og Braga Bjarnasonar, bæjarstjóra, dags. 9. desember 2024. Lagðar eru til breytingar á gjaldskrá um byggingarréttargjald. Helsta breytingartillagan er tímabundin lækkun á byggingarréttargjaldi á Svæði 1.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar. - 2411097 - Gjaldskrár 2025
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs frá 12. desember, liður 7. Gjaldskrár 2025.
Gjaldskrá fyrir nemendur í Setrinu, sérdeildar í Sunnulækjarskóla, með lögheimili utan sveitarfélagsins, skólaárið 2024 - 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá fyrir nemendur í Setrinu, sérdeildar Sunnulækjarskóla, með lögheimili utan sveitarfélagsins skólaárið 2024 - 2025. - 2411097 - Gjaldskrár 2025
Leiðrétt gjaldskrá fyrir leikskóla Árborgar 2025.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskránna. - 2203180 - Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkt verði að afnema vísitölutengingu viðmiðunarfjárhæða í 1. gr. reglna um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Sveitarfélaginu Árborg árið 2025. Tillagan er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun Árborgar fyrir árið 2025. - 2411391 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og
örorkulífeyrisþegum
Tillaga frá 110. fundu bæjarráðs frá 5. desember sl. liður 5. Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum.
Lögð er fram tillaga að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum ásamt minnisblaði bæjarritara, dags. 28. nóvember 2024.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn. - 2206047 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins
Árborgar kjörtímabilið 2022 - 2026
Síðari umræða.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Breyting á varafulltrúa D-lista í velferðarnefnd.
Breyting varamanni D-lista á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, og Bergrisans bs.
Breyting á varamanni D-lista í fulltrúarráð Héraðsnefndar Árnesinga. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði 15. janúar nk.
Fundargerðir - 2411017F - Menningarnefnd - 8
8. fundur haldinn 26. nóvember. - 2411011F - Eigna- og veitunefnd - 37
37. fundur haldinn 26. nóvember. - 2411009F - Skipulagsnefnd - 37
37. fundur haldinn 27. nóvember. - 2411022F - Fræðslu- og frístundanefnd - 16
16. fundur haldinn 27. nóvember. - 2411015F - Velferðarnefnd - 13
13. fundur haldinn 28. nóvember. - 2411030F - Bæjarráð - 110
110. fundur haldinn 5. desember. - 2412007F - Bæjarráð - 111
111. fundur haldinn 12. desember.