51. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl. 16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2404231 - Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar II. á ASK 2024
Tillaga frá 38. fundi skipulagsnefndar frá 18. desember sl. liður 1. Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036 - Breytingar II. á ASK 2024.
Tillaga aðalskipulagsbreytingar Árborgar 2020 - 2036. Breytingar II, voru lagðar fram á fundi skipulagsnefndar eftir auglýsingu (skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010), sem lá frammi frá 31.10.2024 til 12.12.2024.
Um er að ræða breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Árborgar 2020 - 2036, á Selfossi. Austurvestur flugbrautin á Selfossflugvelli er stytt svo hún sé aðeins á landi í eigu Sveitarfélagsins Árborgar en ekki á landi í einkaeigu. Sömuleiðis er opna svæðið OP1 minnkað og verður aðeins á landi í eigu sveitarfélagsins. Þéttbýlismörkum Selfoss er breytt til samræmis. Landbúnaðarland L2 er stækkað yfir það svæði sem var opið svæði og flugvöllur.
Breytingar eru eftirfarandi:
1. Selfossflugvöllur. Vesturbraut flugvallarins er stytt, tekin er út sá hluti hennar sem er á landi í einkaeigu. Hindranaflötum er breytt til samræmis.
2. Opið svæðið OP1 er minnkað norðan Selfossflugvallar og verður aðeins á landi í eigu sveitarfélagsins.
3. Landbúnaðarsvæði L2 er stækkað yfir það svæði sem var opið svæði og flugvöllur.
4. Þéttbýlismörkum Selfoss er breytt og aðlöguð að breyttri afmörkun Selfossflugvallar og opins svæðis.
5. Kjallarar á Selfossi. Heimilt verður að vera með bílakjallara á Selfossi og gildir það líka um flóðasvæði, en kjallarar á slíkum svæðum skulu uppfylla tiltekin skilyrði.
6. Lóðin Austurvegur 20 verður öll miðsvæði. Í dag er um helmingur hennar samfélagsþjónusta. Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra aðalskipulags, með síðari breytingum. Gerð er breyting á greinargerð og uppdráttum: Gildandi og breyttur aðalskipulagsuppdráttur fyrir Selfoss, í mkv. 1:10.000. Ásamt breyttum uppdrætti fyrir dreifbýli í mkv. 1:50.000. Greinargerð með forsendum og umhverfismatsskýrslu.
Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Umsagnir bárust frá Flugklúbbi Selfoss, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Isavia, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er gerð athugasemd við að breytingar á stefnu aðalskipulags um landnotkun geti haft áhrif á starfsemi sem þegar er til staðar innan þeirra landnotkunarreita sem skipulagsbreytingar ná til og að Heilbrigðisnefnd sé óheimilt að endurnýja starfsleyfi/skráningu fyrir starfsemina sé hún ekki í samræmi við landnotkun eftir breytingar. Þá er einnig bent á að ekki sé gert grein fyrir því hvenær og hvernig fyrirhugaðar breytingar komi til framkvæmda og hvað gildi fram að því.
Isavia gerir í umsögn sinni athugasemd er varðar styttingu flugbrautar og þeirra áhrifa á möguleika og notkun flugvallarins sem það kann að valda. Flugklúbbur Selfoss mótmælir skipulaginu og telja að það hefti þróun og uppbyggingu Selfossflugvallar ásamt því að möguleikar sveitarfélagsins á tekjuöflun verði að engu, eða minnki verulega.
Veðurstofa Íslands Veðurstofan bendir á varðandi heimild fyrir bílakjöllurum á flóðasvæðum að erfitt getur verið að draga úr tjónmætti flóða með vörnum. Skilvirkasta leiðin til þess að lágmarka tjón af völdum flóða er að beita skipulagsáætlunum til þess að koma í veg fyrir að tjónnæmi samfélagsins aukist (Tinna Þórarinsdóttir o.fl., 2022). Bílakjallara á flóðasvæðum auka tjónnæmi samfélagsins, þrátt fyrir varnir og ákvæði um hæð innkeyrslu og fráveitu. Veðurstofan bendir einnig á í þessu samhengi að þrátt fyrir að ísstíflur og jakahrannir myndist oft á sömu þekktu stöðunum (Emmanuel o.fl., 2019) þá getur ís hlaðist upp á óvæntum stöðum og haft áhrif á vatnshæð. Vatnshæð í flóðum þar sem áhrifa ísstíflna og jakahranna gætir getur því staðbundið orðið óvenju há og talsvert langt yfir vatnshæð þekktra flóða. Erfitt getur verið að taka tillit til þessa óvissuþáttar í hættumati flóða og því vert að hafa hann í huga við skipulag nærri ám sem þekkt er að ísstíflur myndist í.
Skipulagsnefnd telur að athugasemdir Flugklúbbs Selfoss, séu á þá leið að óskir þeirra um að norðurendi flugbrautar verði aftur settur inn á Aðalskipulag eftir samtal við forsvarsmenn Flugklúbbs, þurfi nánari skoðunar við.
Varðandi umsögn Isavia, er bent á að austur/vesturbraut hafi ekki lengur sama vægi til lendinga og flugtaks og norður/suðurbrautin, enda sé hún meginbraut flugvallarins.
Vegna umsagna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, bendir nefndin á að breytingar á gildandi aðalskipulagi, geti haft í för með sér að núgildandi rekstrarleyfi á sumum stöðum falli úr gildi við breytingu. Það sé eðli breytinga. Varðandi hvenær breytingar taki gildi, þá er það þegar tillagan verður auglýst með gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.
Vegna umsagnar Veðurstofu Íslands vill nefndin taka fram að nú þegar er í gildi deiliskipulag íbúðabyggðar í Árbakkalandi, og eru uppi áform um byggingu kjallara undir nokkur fjölbýlishús. Staðsetning þeirra húsa er syðst og í norðausturhluta svæðis. Nefndin telur að með skýrum fyrirmælum í deiliskipulagsbreytingu verði gerð krafa um öflugan öryggisbúnað sem veitir út vatni, komi til þess, og þar með takmarki hugsanlegt tjón vegna flóðavatns.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að svara þeim umsagnaraðilum, vegna ábendinga og athugasemda sem fram hafa komið, og senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. - 2501049 - Húsnæðisáætlun 2025
Húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Árborg 2025 tekur áfram mið af tveimur megin þáttum sem hafa áhrif á áætlunina. Annar er sá þáttur er snýr að hraðri og mikilli uppbyggingu síðustu ár, þar sem hækkun mannfjölda er um 4% að jafnaði. Tekið er tillit til þess í áætlun fyrir árið 2025 að margar íbúðir eru í byggingu. Hinn þátturinn sem hefur áhrif á áætlunina er eftirspurn eftir orku. Sveitarfélagið hefur verið í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila um markmið uppbyggingar og gert áætlanir í takti við orkuöflun. Staðan er góð fyrir næstu árin en mikilvægt er að horfa til frekari orkuöflunar ásamt uppbyggingu annarra innviða til að mæta auknum íbúafjölda.
Í ljósi framangreinds gerir háspá ráð fyrir 6% íbúafjölgun, miðspá 4% og lágspá 2% fyrir árið 2025. Reikna má með að raunin verði um miðspá miðað við ofangreindar forsendur. Fjöldi íbúa í Árborg er nú rúmlega 12.300 manns. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja Húsnæðisáætlun Árborgar 2025. - 2411391 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og
örorkulífeyrisþegum
Eftirfarandi reglum var vísað aftur til afgreiðslu hjá bæjarráði á 50. fundu bæjarstjórnar.
Tillaga frá 113. fundi bæjarráðs frá 9. janúar sl. liður 3.
Farið var yfir endurbættar tillögur að reglum og afslátt, ásamt minnisblaði frá bæjarritara.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.
Fundargerðir - 2411026F - Ungmennaráð - 8/2024
8. fundur haldinn 20. nóvember. - 2412012F - Bæjarráð - 112
112. fundur haldinn 19. desember. - 2412010F - Skipulagsnefnd - 38
38. fundur haldinn 18. desember. - 2501004F - Bæjarráð - 113
113. fundur haldinn 9. janúar.