52. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar 2025 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2410137 - Breytingar á reglum um aksturþjónustu fyrir eldri borgara
Tillaga frá 14. fundi velferðarnefndar frá 14. janúar, liður 5. Breytingar á reglum um aksturþjónustu fyrir eldri borgara.
Lagt er til samþykktar smávægilegar breytingar á reglum um akstursþjónustu fyrir eldri borgara. Um er að ræða breytingar á vísun í lög í 3. gr. reglnanna.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. - 2501048 - Endurskoðun reglna um sértækan húsnæðisstuðning
Tillaga frá 115. fundi bæjarráðs frá 23. janúar sl. liður 2.
Endurskoðun reglna um sértækan húsnæðisstuðning.
Tillaga frá 14. fundi velferðarnefndar frá 14. janúar, liður 6.
Endurskoðun reglna um sértækan húsnæðisstuðning.
Lagt er til samþykktar tillögur að hækkun á tekju-og eignaviðmiðum í sértækum húsnæðisstuðning hjá sveitarfélaginu Árborg. Sjá nánar í minnisblaði, hér fylgjandi.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja reglurnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hækkun á tekju- og eignaviðmiðum á sértækum húsnæðisstuðningi, enda hefur verið gert ráð fyrir hækkunum í samþykktri fjárhagsáætlun. - 2311112 - Stjörnusteinar 7 og Heiðarbrún 2-8b - Deiliskipulag íbúðargötu
Tillaga frá 39. fundi skipulagsnefndar frá 15. janúar sl. liður 2. Stjörnusteinar 7 og Heiðarbrún 2 - 8b - Deiliskipulag íbúðargötu.
Deiliskipulag fyrir Stjörnusteina 7 og Heiðarbrún 2 - 8b, sem tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. maí 2024, er hér með lagt fram að nýju í skipulagsnefnd. Þann 27. mars 2024 hafði athugasemd borist í tölvupósti, sem einhverra hluta vegna rataði ekki inn í skjalavistun málsins. Íbúar við Heiðarbrún 8 á Stokkseyri mótmæltu þar harðlega, að fella niður eldra deiliskipulag, og lýsa andstöðu við nýtt deiliskipulag sem tekur til fleiri lóða.
Tillaga Landhönnunar slf, tekur til lóðanna Stjörnusteinar 2 og einnig til lóðanna Heiðarbrún 2 - 8b, á Stokkseyri. Skipulagsnefnd Árborgar hefur um nokkurt skeið horft til þess að reyna að þétta byggð, þar sem þess er nokkur kostur. Hefur verið horft sérstaklega til auðra lóða sem hafa staðið þannig árum og áratugum saman í þegar byggðum hverfum. Nefndin telur að það sé ávinningur fyrir sveitarfélagið Árborg, að það séu byggð hús á lóðunum, innan um önnur íbúðarhús, og myndist þá heildstæð götumynd á hverju svæði fyrir sig. Meginmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að gera deiliskipulag fyrir götulínuna á fyrrgreindum lóðum, Stjörnusteinar 2 og lóðirnar Heiðarbrún 2 - 8b, á Stokkseyri. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036. Fyrir eru í gildi deiliskipulög fyrir lóðina Heiðarbrún 6 og Heiðarbrún 8, og munu þau falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2408057 - Eyrarbakkavegur - Farsímamastur og tækjaskýli - Deiliskipulag
Tillaga frá 39. fundi skipulagsnefndar frá 15. janúar, liður 3. Eyrarbakkavegur - Farsímamastur og tækjaskýli - Deiliskipulag.
Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi á vegslóða Háeyrarvegs (norðan við Hjalladæl)á Eyrarbakka. Um er að ræða deiliskipulag fyrir nýja lóð sem nýtt verður undir farsímasendibúnað ásamt tækjaskýli fyrir fjarskiptabúnað. Aðkoma að lóðinni er sunnan frá Háeyrarvegi. Lóðin er á opnu svæði samkvæmt Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 og er engin byggð á svæðinu. Fjarlægð masturs frá miðlínu Eyrarbakkavegar er um 50m og 160m að lóðarmörkum íbúðarhúsa við Hjalladæl.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2405083 - Miðbær Selfoss - Deiliskipulagsbreyting 2024
Tillaga frá 39. fundi skipulagsnefndar frá 15. janúar, liður 5. Miðbær Selfoss - Deiliskipulagsbreyting 2024.
Mál áður á dagsskrá skipulagsnefndar 27.11.2024 þar sem afgreiðslu máls var frestað.
Uppfærð tillaga og greinargerð vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss er hér lögð fram til skipulagsnefndar.
Breytingar á uppdrætti og greinargerð útgáfu 04 eru eftirfarandi (7.1.2025):
1. Nafni og skilgreiningu á göngugötunni Garðatröð er breytt í torgarsvæðið Menningarstræti.
2. Lóðarmörkum milli Eyravegar 1 og Eyravegar 3 - 5 er breytt og við það færast fermetrar í kjallara á milli lóðanna.
3. Lóðirnar Miðstræti 1 - 27 (áður 1 - 25) og 29 - 45 (áður 25 - 37) eru stækkaðar lítillega við það að "tota" út úr Menningarstræti er færð undir lóðirnar.
4. Lóðin Kirkjuvegur 13 er sameinuð lóð sem áður var Garðatröð 5 - 11 nú Menningarstræti 7 - 25. Heimilt verður að rífa núverandi hús á Kirkjuvegi 13 og nýr byggingarreitur er sýndur þar. Kvöð er um gönguleið í gegnum lóðina en mörk göngustígs eru nú óbundin.
5. Lóðin Menningarstræti 1 - 5, áður 1 - 3 er stækkuð lítillega til vesturs.
6. Gerð er krafa um a.m.k. 14 bílastæði í kjallara Miðstrætis 2 - 8, en á móti minnkar krafa um stæði í Miðstræti 1 - 25 í a.m.k. 46 bílastæði.
7. Gerð er krafa um a.m.k. 30 bílastæði í kjallara Miðstrætis 10 - 20. Til að uppfylla þá kröfu er hámarksbyggingarmagn í kjallara aukið úr 1000m² í 1500 m².
8. Gerð er leiðrétting á töflum í kafla 2.2 á bls. 14 í greinargerð. Gerðar er tilfærslur á heimiluðu hámarksbyggingarmagni á milli nokkurra lóða á vestursvæði, en heildarbyggingarmagn er óbreytt bæði ofanjarðar og í kjöllurum að undanskildri lóðinni Miðstræti 10 - 20 sbr. lið 7 hér að framan. Á austursvæði er heimilað að byggja þriðju hæðina ofan á Austurveg 8 og 10, sjá nýja sneiðingu CC á uppdrætti, og eykst því byggingarmagn í töflum í kafla 2.2. um þá viðbótarhæð.
9. Gerð er kvöð um akstur bíla í gegnum lóðirnar Austurvegur 4 og 4a. Einnig í gegnum lóðirnar Austurvegur 2 og 2a, niður í bílakjallara og vöruaðkomu undir Miðstræti 2 - 8 og að lóð dreifistöðvar (D). Bílastæði á ofangreindum lóðum verða áfram eingöngu fyrir þær lóðir og nær akstursheimildin eingöngu til bílastæða í kjallara Miðstrætis 2 - 8 sem tilheyra íbúum þeirrar lóðar. Sjá kafla 2.3.1.
10. Lóð dreifistöðvar (D) Austurvegur 2c er stækkuð og verður 73m². Til að tryggja óheft aðgengi til athafna í og við lóðina, er sett kvöð um lagnaleið, kvöð um gönguleið og kvöð um aðkomu þjónustubifreiða HS veitna að lóðinni. Sjá kafla 2.3.1.
11. Gerðar eru textabreyting í köflum 2.4, 2.6.2, 2.6.4, 2.7, 3.6, 3.13, 3.15 og 4.2.
12. Bætt er við setningu í greinargerð aftast í kafla 3.2 Byggingarreitir: "Ef byggingarheimild ofanjarðar er ekki nýtt er heimilt að bæta henni við í kjallara sömu lóðar svo fremi að stærð byggingarreits heimili það."
13. Texta um torg er breytt og hluti er felldur út aftast í kafla 4.9.
14. Heimild fyrir turni á Brúartorgi er felld út og kafli 3.10 Kennileiti - útsýnisturn í greinargerð fellur út.
15. Bætt er við kvöðum um lagnaleið í gegnum lóðina Miðstræti 2 - 8. Einnig í gegnum lóðirnar Austurvegur 6 og 8b. Sjá kafla 2.7.
16. Bætt er við kvöð um akstur í gegnum lóðirnar Austurvegur 6, 8 og 10. Sjá kafla 2.3.1.
17. "Torgarsvæði" í vistgötum er aukið með frekari möguleikum fyrir innréttingar og gróður í göturýminu, en við það er bílastæðum fækkað lítillega meðfram vistgötum.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. 43. gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41. gr. sömu laga.
Fundargerðir - 2501011F - Bæjarráð - 114
114. fundur haldinn 16. janúar. - 2501003F - Velferðarnefnd - 14
14. fundur haldinn 14. janúar. - 2412021F - Skipulagsnefnd - 39
39. fundur haldinn 15. janúar. - 2501012F - Ungmennaráð - 9/2024
9. fundur haldinn 13. janúar. - 2501018F - Bæjarráð - 115
15. fundur haldinn 23. janúar.